Heilbrigðistíðindi - 01.05.1872, Qupperneq 2
34
í því; þvl að nú er það fullsannað, að ekkerí gel.ur veríð skað-
legra, til að valda almennri taugaveiki, en rotnun af dauðra
manna líkum, hvort heldur efni þessi komast inn í líkamann
með andardrættintira, eða með rieyzluvatninu. Það hefur jafn-
an sýnt sig, að þegar kirkjugarðar hafa verið grafnir upp, hefur
heilsu fólks í nágrenninu verið hætta búin, og þannig er það
mælt, að pestin sjálf hafi öndverðlega á 18. öld komið upp á
Ungralandi, þar sem menn höfðu graflð upp gamlan kirkjugarð.
Á síðari tímum er það alveg af tekið, að hafa kirkjugarða í
borgum inni, eins og áður tíðkaðist, heldur liggja þeir hvervetna
góðan spöl fyrir ulan bæina.
l*á þyrftu menn og að gæta þess við öll bæjarstæði að
bæirnir stæðu eigi of langt frá góðu vatnsbóli, og að vatnsbólið,
hvort sem heldur er lækur, uppspretta, eða brunnur, lægi svo,
að engin rotnuð efni eða óhreinindi næðu að komast ofan í
það, eða vatnsæðar þær, sem liggja að því. Jeg þekki ónefnd-
an bæ, og jafnvei bæi, eigi mjög langt bjeðan, þar sem vatns-
bólinu hagar svo til, að eigi er annað auðið, en að ýms ó-
hreinindi, bæði úr fjóshaugnum og jafvel hlaðforinni, verði í
rigningatíð að komast niður í vatnsæðarnar. Alstaðar, er jeg
hef orðið var við þetta, lief jeg varað fólk við því, og hafa allir
tekið vel undir það, því að slíkt er, eins og gefur að skilja,
gjört af vankunnáttu, en eigi af því rnenn vilji skaða sjálf-
an sig, eða aðra. Það eru eigi eindæmi hjer á íslandi
með þessa óvarkárni, því að slíkt á sjer meir og minna stað
i öllum löndum, eins og rit síðari tíma eðlisfræðinga sýna
og sanna, sem ávallt eru að berjast mót þessu. Menn verða
að fá meiri eða minni vitueskju um skaðnæmi þessa, áður en
það verður fullkomlega lagað, eins og vera bæri; en það er
lirein og bein skylda allra lækna, að vekja athygli manna á
þessu, og fá því hrundið í lag, svo framarlega sem kostur er
á. Flestir eða allir menn eru svo gjörðir af náttúrunni, að
þeim er lítt getið um allt sóttnæmi, en mönnum hættir allt of
mikið við, að einbiína á þá trú, að sóttnæmi geti að eins komið
af sóttveikum mönnum, en um það má allopt segja, eins og
skáldið sagði: «Maður líttu þjer nær, iiggur í götunni steinn».