Heilbrigðistíðindi - 01.05.1872, Page 6

Heilbrigðistíðindi - 01.05.1872, Page 6
38 kemst á fjárrækt vora, fyr en dýralækningafræði, og þá eink- nm sá hlnli hennar, er lýtur að meðferð (Sundhedspleie) og uppéldi penings (Opdræt), verður almennt þekkt hjer á landi. En það verður eigi fyr, en hingað eru komnir dýralæknar að staðaldri; því eigi er til að hugsa, að þess háttar geti komizt á í einu vetfangi. Allt nýtt mætir hjer mikilli mótspyrnu. Fast- heldni þjóðarinnar við hið gamla og sjergæðingsskapur ein- stakra manna, er gjörast leiðtogar almúgans, veldur því, að ekkert nýtt, er til framfara heyrir, kemst á fyr en eptir margra ára tíma; en það kemst þó á smámsaman, þótt menn eigi taki almennt eptir því, eptir þvi sem hin gamla kynslóð líður undir lok og önnur ný kynslóð rennur upp, sem er móttækilegri fyrir allt nýtt, — ef að eins þeir menn, sem berjast fyrir fram- förunum, standa fast í stöðu sinni og þreytast eigi eða Iáta hrekjast fyrir andviðri hinna illgjörnu eða sjergæðingslegu mót- stæðinga. — En það á eigi við hjer, að fara lengra út í þetta mál, enda yrði það of langt, ef rækilega ætti um það að fita, til þess, að það gæti komizt að í «Heilbrigðistíðindunum». Annars verður eigi að svo stöddu byggt neitt verulegt á skýrslum þeim, sem jeg hef getið um hjer að framan, hvað sjálft bráðafárið áhrærir; því til þess þarf samanburð frá fleiri árum. Almenningur hefur heldur eigi gagn af þess háttar samanburði; hann er eingöngu fyrrir lækningafróða menn. Eins og sjá má af skýrslunum, hefur pestin verið skæð- ust í suðurumdæminu í fyrra, en aptur munum vægari í hin- um umdæmum landsinS. En eptir því, sem jeg hef heyrt, þá mun hún í vetur hafa verið einna skæðust í norður- og aust- ur-umdæminu. Eptirtektavert er það, að í Þingeyjarsýslu hafa eigi fatizt nema 17 kindur úr pestinni, enda er þar vetrar- ríki allmikið og, eptir því, sem jeg þekki til, einna bezt fjár- rækt á öllu landinu. Flestum skýrslunum ber líka saman um það, að þar sem bezt er með fjeð farið, þar gjörir fárið minnst vart við sig. — Meðul hafa fáir reynt móti veikinni, og þá með litlum árangri, en aptur hefur mörgum gefizt vel, að gefa fjenu

x

Heilbrigðistíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.