Heilbrigðistíðindi - 01.05.1872, Blaðsíða 8

Heilbrigðistíðindi - 01.05.1872, Blaðsíða 8
40 miuni í fyrra, mtini draga mikið úr pest þessari; en mjer hef- ur heldur aldrei dottið í hug, að kalla það alveg óbrigðidt meðal móti bráðafárinu. Að þessari saltbrúkun lýtur einnig það, að salta heyið handa fjenaði, eins og hjer að framan er drepið á, og vil jeg ráða mönnum til þess. Ekki eingöngu til þess, að menn hafi um fleiri meðul að velja, en þau sem talin eru, heldur og af því, að jeg álít það gott meðal móti veiki þessari, ætla jeg hjer að nefna nýtt lyf, sem bæði manna- og dýralæknar á seinustu tímum eru farnir að brúka móti líkri veiki og bráðafárið er, og hafa hrósað mikið. Meðal þetta er Phenyl- eða Karbolsýra (acidum carbolicum), sem upprunalega er litlaus í nálmyndaðri kristallslögun, en rennur við 30° hita (Cels.) og uppleysist hæglega í cether, en treglega í vatni. Karbolsýran brúkast þannig, að maður hristir t lóð af henni (uppleystri í dálitlu af æther) saman við 1 pott af vatni; af þessu á maður að gefa hverri kind eina matskeið á viku hverri, meðan pestartíminn er sem verstur, og ef fárið fer að brydda á sjer, þá veitir eigi af, að gefa það annan- hvorn dag eða á degi hverjum. — Þar eð karbolsýran er golt sóttvarnarmeðai, þá er húrr einnig höfð til að hreinsa loptið og eyðileggja pestarefni. Hún er þá brúkuð á þann hátt, að maður stökkur karbolvatni (til þeirrar brúkunar: 1 lóð karbol- sýru til 3 potta af vatni) um allt fjárhúsið að innan og jafnvel á sjálft fjeð. þetta ætti maður að ítreka opt meðan á pestar- tímanum stendur (vanalega frá veturnóttum til þorraloka), að minnsta kosti einu sinni í viku. Sá er galli við karbolsýruna, að hún er eitruð, ef á henni er bergt einsamalli, og verður maður að fara varlega með hana. Annars er hún svo ódýr, að hún þess vegna hæglega ætti að að geta orðið almennt meðal móti bráðafárinu. Annað meðal, sem, ef til vill, er eins gott eða betra, en karbolsýran, við bráðafárinu, er «Svovlsyrling»', en hann er of dýr til að brúkast almennt, og sleppi jeg því að tala um hann að þessu sinni. Snorri Jónsson. Þegar almenningur íhugar það, er hjer er sýnt og sannað

x

Heilbrigðistíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.