Heilbrigðistíðindi - 01.05.1872, Síða 13
45
stjórn. Það er almennt orðtæki allra heimspekinga og stjórn-
vitringa: «Almenningsheillin skal vera hið fyrsta lögmál» (Sa-
lus publica suprema lex esto).
Um ýmsar íslenzkar jurtir, er til lœkninga má hafa.
í blaðinu <'Tíminn» hefur einhver ónafngreindur skorað á
mig, að gefa nokkrar reglur um það, hvernig læknisjurtir eigi
að meðhöndlast, svo að þær megi geyma vetrarlangt, og get jeg
í því tilefni vísað á íslenzka grasafræði bróður míns, Odds sál.
Hjaltalíns, en sökum þess, að láir hafa þessa bók nú í hönd-
um, skal jeg geta þeirra hjer í stuttu máli, en þær eru
þannig:
Almennar reglur,
hverjum fylgja ber, þá jurtum er safnað, til læknis- og ann-
arar nauðsynlegrar brúkunar.
1. Skulu jurtir allar, hver fyrir sig, safnast á þeim tíma
árs, er þær eptir reynslunrti og lærdómi jurtaþekkjara er krapt-
fyllstar á.
2. t*ar eð kraptur jurtanna opt fer eptir aldri þeirra, það
er að skilja : þar eð nokkrar jurtir eru kraptamestar nýsprottn-
ar, aðrar undir það blómstrin springa út, og aptur aðrar, þá
þær eru fullblómstraðar o. s. fr., svo hlýtur þetta nákvæmlega
að aðgætast.
3. í hreinviðri og þerri um miðjan dag, þá ekkert nátt-
fall á jörðu kann að vera, er hentugast jurtum að safna, eink-
um þeim pörtum þeirra, sem ofanjarðar eru.
4. Fleiri munu jurtir þær, er í fjall-lendisbrekkum eða í
hraungjótum vaxa, kraptmeiri hinum, er í túnuni eður nærri bygð-
um finnast; þó gefast jurtir þær hjer á landi, er til nokkurrar
hlítar eður krapta vaxa í ræktaðri jörðu, svo sem heimilisnjóli,
vallhumall og smári.
5. Flestar jurtir, er á þurrlendi vaxa, munu kröptugri
hinum sama kyns, er vaxa í votlendi.
6. Einnig ber að gæta þess, að jurtir, sem njóta sólar,
eru kraptmeiri en þær, sem í forsælu spretta; þó eru jurtir