Tíminn - 01.05.1872, Side 3
35
hvert rekja má þetta, þegar vjer lesum umræð-
urnar um þetta mál á þinginu, því hvert það mál
sem fær hina minnstu mótbáru frá Ttonúngsfull-
trúastólnum, þá fær það eigi heldur meðbyr hjá
ráðherrastjórn Dana.
Af hinu fáa sem hjer er sagt, má það virð-
ast næsta undarlegt, að leggja á landsjóð vorn
þau laun, sem bjer um ræðir, og álítum að svo
lengi sem ráðherrastjórnin ekki lætur rannsaka
málið við dómstólana, eptir beiðni þingsins, að
þau beinlínis eigi ekki að borgast af landsjóð vor-
um. (Framh. síðar).
— Aðventu sunnudag í yfirstandandi kirkju-ári,
auglýsti sóknarpresturinn söfnuði sínum, að hin
endurbætta sálmabók, yrði framvegis höfð við
guðsþjónustuna í dómkirkjunni, og væri því æski-
legt, að sem flestir vildu hafa hana með sjer til
kirkjunnar; enn þareð að sálma númera-töflurnar
eru eigi nema 2, sín hverju megin í kirkjunni,
og það svo innarlega, að eigi verða sjen númerin,
nema af skarpskyggnustu mönnum er ná sæt-
um utarlega í kirkjunni; þá leyfi jeg mjer að
stinga upp á því við hið heiðraða «kirkjuvergi»,
hvert því fyndist ekki þörf á, að fá 2 töfiur aðrar,
til að hafa sína hvoru megin í kirkjunni, svo allir
gætu jafnt fundið sálmatöluna hvern helgan dag,
og leita samskota sóknarmanna til þessa, er eigi
mundi nema svo miklu af hverju heimili, er telj-
andi væri; slíkt mundi fá betri undirtektir enn
sætasalan næstliðið haust, er þegar var tekin aptur.
Sjóndapurt sóknarbarn.
Mannalát. Sunnudaginn 14. f. m., andaðist
í Viðey, jústizráð ólafur Magnússon Stephensen,
á 1. ári yfir áttrætt. í Viðey bjó hann 39 ár, á
síðustu árum sínum, var hann orðinn mjög las-
burða af elli. Landsprentsmiðjan stóð undir hans
umsjá, frá 17. marz 1833 til fardaga 1844, þáhún
fluttist til Reykjavíkur; á því tímabili gaf hann út
um lOObæklinga og bækur, meðal hverra var biflí-
an, prentuð 1841.
— í 7. bl. «Tímans», var einungis drepið á
fráfall Skúla hjeraðslæknis Thórarensens, enn nú er
«Tíminn» svo heppinn að geta flutt kaupendum
sínum fagra grafminningu og erfiljóð, eptir tjeðan
merkismann, sem dó hinn 1. f. m.; hann var jarðaður
18. s. m. að Odda, í nærveru fjölda manna (ná-
lægt 100), er fylgdu honum til grafar. Embættis-
menn báru líkið úr kirkjunni til grafarinnar. Síra
ísleifur Gíslason hjelt húskveðjuna, enn Ásmundur
próf. Jónsson og síra Skúli Gíslason, sína líkræð-
una hver.
f
Hjer hvílir
SKÚLI THÓRARENSEN,
kansellíráð og riddari af Dbr.
hjeraðslæknir 36 ár,
fæddur 28. marz 1805 ;
kvæntist fyrst
Sigríði Helgadóttur,
átti með henni 2 börn er dóu,
og síðan
Ragnheiði Porsteinsdóttur;
átti með henni 12 börn,
lifa 10 þeirra ásamt henni; —
andaðist 1. aprll 1872. —
Hann mat ekki líf sitt dýrt,
og fullkomnaði skeið sitt með gleði.
Sú hönd er sjúkra sárin græddi
hún sjálf er köld og stirnuð hjer.
Sú rödd er áður gleði glæddi
í grafarkyrrð hún þögnuð er.
Hönd mun þjer rjett, er reisir þig.
Rödd muntu heyra er gleður þig.
Skúli Gíslason.
f SKÚLI kansellíráð THÓRARENSEN.
Þar vannstu, dauði, um síðir sigur,
sáran og þungan eptir leik,
þar fjekk þinn skæði skapavigur
skorið í sundur lífsins kveik;