Tíminn - 06.07.1872, Síða 7
6?
— Vilhjálmur Prússakeisari hefir gefið til steypu
í nýja klukku til kirkjunnar í Iíöln, 22 kanónur
er teknar voru að herfangi frá Frökkum, er metn-
ar voru á 33,333 rd. 32 sk.; klukka þessi er 13
fet að þvermáli, og 17 fet á hæð, og er hún því
einhver hin stærsta klukka sem hringt verður; að
sönnu eru til stærri klukkur i Moskov og Peking, en
þeim verður eigi hringt. «Iieisaraklukkan» vegur
625 vættir. Sumar klukkur í Norðurálfunni vega,
t. a. m. í Wien 449 vættir, þær í Ölmtitz 450
vættir; og stóra klukkan í Pjeturskirkjunni í Róm,
475 vættir, og stærsta klukkan í Notredame-kirkj-
unni er 425 vættir að þyngd.
— Þverskorin flaga af afarstóru Californíutrje,
er nýlega send til Nýju-Jórvíkur frá Calaveros, sem
á að komast á eitthvert gripasafn í Norðurálfunni;
5 menn voru í 25 daga að saga trjeð í sundur;
það var 302 feta langt, og 32 fetað þvermáli; eptir
því sem næst verður komizt, er það álitið 2,500 ára.
— í ’neiminum þekkja málfræðingar hjer um bil
860 tungumál. í Norðurálfunni 53 og Austurálfu
153. Lepsius hefir þekkt 330. Hið brezka biflíu-
fjelag hefir árið 1862, gefið biflíuna út á 197
tungumálum, en nú mun hún vera komin út á
200 tungumálum.
(Aðsent). Sjaldan hefi jeg eins og núna, hlakkað
komu «Skírnis», þarjeg veit hann muni verða vel
úr garði gjörður, ritaður af spánýjum höfundum,
og það þeim efnilegum, eptir því sem heyrst hefir;
það er mikið að segja í íslenzku frjettunum fyrir
næstliðið ár, svo vonandi er, að þær verði fróð-
legar og svo fullkomnar sem unt er, því hvað
gjörir það til þó frjettirnar yrði nokkuð lengri en
ákveðið er, þegar þær fullnægja lesendunum, og
það öllu fremur, en þær löngu og flóknu Land-
hagsskýrsiur, er taka upp árlega meira og minna
af peningum fjelagsins að þarflausu.
Barði á Tanga.
(Aðsent). Jeg vildi áminna yður, heiðruðu lands-
menn; þjer sem komið hingað til Reykjavíkur, og
eins þá innlendu hjer, að þjer ekki brúkuðuð hina
miklu og gapalegu reið hjer um strætin, sem yð-
ur er svo mjög gjarnt á, svo að börnum ogjafn-
vel fullorðnum mönnum er lífshætta búin að ganga
erinda sinna hjer um strætin, og eins um það, að
«Austurvöllur», sem er þó ætlaður lestamönnum
að geyma lestir sínar á, stendur opt auður, en í
þess stað er aptur kringum búðirnar svo fullt af
lestum og stóði að ómögulegt er áfram að kom-
ast. þetta finnst mjer mjög Ijótt og óreglulegt,
og vildi þess vegna skora á okkar heiðraða bæj-
arfógeta, að þeir yrðu fyrir fullkomnum útlátum,
sem gjörðu sig seka í hinu gapalega reiðlagi hvert
þeir væru hjeðan eða annarstaðar að, æðri eður
lægri, og eins hitt að leiðbeina hinum að flytja
hesta sína á Austurvöll strax og þeir koma hingað,
sem og beinlínis liggur í skyldu lögregluþjónanna
að hafa eptirlit með. Lítill.
— Til blaðsins «Tímans» er send «uppástunga»
um, að farið verði að leggja veg, eða stíg, norð-
vestan til með tjörninni; uppástungan telur það
sjerlega prýði fyrir staðinn Reykjavík, og í fleiru
tilliti gagnlegt, einnig telur hún mjög líklegt að
grjót, og grjótgirðingar þær, sem eru á þessari
leið, muni fást, án endurgjalds, til vegarins, jafn-
óðum og honum miðaði áfram o. s. frv.
Vjer höfum ekki tekið «uppástungu þessa í
«blaðið» í heild sinni, heldur vakið einungis, máls
á því sem hún, sjer í lagi, fer framm á, nfl. að
vegurinn yrði lagður, o. s. frv. Vjer vonum að
uppástungunni, verði veitt eptirtékt, eins fyrir
pað; eins og líka að höfundurinn misvirði það
ekki, að vjer ekki tökum alla ritgjörðina í blaðið.
(Aðsent). Rurtfararprófið er þá búið að þessu
sinni í skólanum, voru nú 8 útskrifaðir, að eins 1 af
þeim fjekk fyrstu einkunn, enn hinir 7 aðra einkunn.
Af þeim er útskrifast úr öðrum skólum ríkisins,
mun allur helmíngur fá fyrstu einkunn, og aldrei
víst færri enn þriðjungur; hvar í mun nú þettað
liggja ef þessi skóli skyldi vera hinn lakasti í rík-