Tíminn - 25.03.1874, Síða 2
22
(ATHUGASEMD UM RÚGKAUP).
Á þessum ti'mum þá meðvitund súeraðryðja
sjer til rúms að margt sje íhugunar og endurbót-
arvert, sem áður lítill eða als engin gaumur hefur
verið gefin, finst mjer nú eiga vel við að vekja
athygli landsmanna á, hversu athugaverð korn og
brauðkaup geta verið; og viljum vjer tiltaka þá
almennt mest brúkuðu korntegund rúg, að það á
ekki saman nema nafnið, tunnan af beztu rúgteg-
und, getur náð 14 lísipundum 224 pundum, hin
lakasta þar á móti nær einungis 11 lísipuridum
= 176 pnd. mismunurin getur því verið 48 pnd.,
og þegar rúgtunnan er seld með sama verði hvað
sem hún vegur, má það heita furða að menn ekki
sækast eptir því þyngsta, en þessu hefir lítill eða
engin gaumur verið gefin hingað til, ætti það þó
að benda mönnum á að hafa tillit til vigtarinnar
þá þeir kaupa korn eins og almennt tíðkast er-
lendis, hjer við bætist að hið þyngra korn er miklu
kjarnameira og betra til manneldis en hið lakara;
til frekari upplýsingar skal þess getið, að hið þyngra
korn er stórvaxið, en hið ljettara smávaxið, en
sje nú kornið deigt eða illa þurkað, er kornin
þrútin og stærri, enn ef vel er þurkað, gjörir þetta
þann mismun að af óþnrkuðti korni komast færri
korn í tunnuna, og það svo sem svarar fram undír
hálfa skeffu minna enn af vel þurkuðu, tunnan af
deigu rúgi getur því verið nálægt hálfskeffu Ijett-
ari en af þurkuðu rúgi, eða svo sein svarar vigt
samá mælirs, að frádregnu því vatni er gjörið
rúgið deigt; sjé kornið deigt þá geymist það illa,
og þó kornið sje vel þurkað getur það skemst,
ef það liggur mjög lengi hreyfingarlaust, og án
þess að verða útloptað, vjer þikjumst varla þurfa
að athuga að korn það sem hefur hitnað í, eða
sem hefur fengi fúkadaun af hreyöngarleysi eða er
orði feiskið eða maðkað má ekki heita hæfileg til
manneldis, þó landar vorir stundum hafi gertsjer,
það að góðu; menn ættu einnig að forðast að
kaupa það korn sem blandið er illgresistegundum,
því bæði er þær ekki til manneldis, og ein þeirra
er nefnist «spint» eða «rugdröier» mjög eitruð,
þettað illgresi er dökktá lit, sumt (lagi sem rúg-
korn, en sumt þó nokkuð lengra, og nokkuð ó-
reglulega boginn, sum á stærð sem rúgkorn, en
sum ýmist eða lítið stærri, rauðblátt í sárið þá
brotið er í sundur, sagt er að menn á Þjóðverja-
landi hafi orðið bráðkvaddir, af að eta brauð
úr korni, sem mikið af þessu illgresi er í; en
þar vjer höfum sjeð þetta illgresi í korni, sem
hingað hefur flutt verið, finnst oss nauðsynlegt
að vara menn við að skemma sig og sína á því.
(framh. siðar).
UM BRÁÐAFÁRIÐ.
Það var sannarlega gleðilegt að þjóðvinafje-
lagið tók að sjer að styðja að útgáfu bæklingsins
um bráðafárið, því þar með hefur fjelagið sýnt,
að það álítur það samkvæmt ællunarverki sínu að
leytast við að útrýma þessum ófagnaði; því allir
sannir þjóðvinir óska víst, að þess mætti sem
fyrst verða auðið. Allir vita að það er fjarskalegt
tjón sem fárið gjörir landinu, þó ekki sje litið til
annars en fjár þess, sem það drepur. En þar
með er ekki búið. jþað gjörir þarað auki ómet-
anlegan skaða með óvissu þeirri, óþægindum og
framfarahnekki, sem það gjörir búnaðinum. Bónd-
inn er neyddur til að setja sem flest fje á vetur,
til að ætla fyrir fárinu, annars helzt fjárstofQÍnn
ekki við. Nú ber optar svo við, að fárið er verra
þegar góð er tíð og fjenaður gengur sjálfala, en
opt heldur vægara í hörðum vetrum. Þetta má
ekki sjá fyrirfram, og því getur svo farið, að of-
sett verði á hey bóndans, svo fje hans verði of
notarýrt, eða falli fyrir heyskorti; síðan er hon-
urn brugðið um óráð og óframsýni, samt helzt af
þeim, sem vanastir eru búskap á pappírnum. Það
er og tíðast að af unga fjenu lifir helzt hið rýr-
asta, sem verður að hafa til framtingunar til að
halda við fjárstofoinurn. Menu neyðast til að setja
á of gamlar ær, sem apturför er komin í; líka
kemur það opt fyrir, að beztu brundhrútar drep-
ast af fárinu. Allt þetta drepur niður viðleitni
manna að bæta fjárræktina, og þó er það verst
af öllu og mest skapraun, að fárið er ósjaldan
hvað skæðast hjá þeim, sem fara hvað bezt með