Alþýðublaðið - 12.02.1960, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.02.1960, Blaðsíða 2
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson. — Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900— 14 901 — 14 902 — 14 303. Auglýsingasími 14 908 — Að- I setur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðubiaðsins. Hverrisgata 8—10. —* 1 Áskriftargjald: kr. 35.00 á mánuði. ÞAÐ vakti athygli þingmanna í neðri deild fyrir nokkrum dögum, að Bjarni Benediktsson dómsmáiaráðherra virtist lesa ræðu sína af blöð- um og vera óvenju bundinn við handrit. Slíkt er ekki vani hans. Hins vegar var efni ræðunnar hið eðlilegasta. Það hljómaði sem þokkaleg stjórnar- ræða um ýms vandkvæði efnahagsiífsins og þörf róttækra aðgerða til úrbóta. Einn þingmaður gerðist þó örlítið órólegur. — Það var Eysteinn Jónsson. Hann hefur grunað, hvað var að gerast. Bjami var semsé að lesa gam'la 1 ræðu eftir Eystein sjálfan, sem hann flutti í ráð- herratíð sinni. Og betri vörn fyrir aðgerðum stjórnai’innar var erfitt að finna. Þegar borinn er saman sá feoðskapur, sem Eysteinn hefur flutt árum saman úr ráðherra- stóli, og það fleipur, sem hann nú lætur sér sæma dag eftir dag, leynist engum manni, að hann talar nú gegn feetri vitund. Enginn efast um, að Ey- steinn og raunar framsóknarmenn allir, hefðu gengið inn á aðgerðir ríkisstjórnarinnar, ef þeir aðeins sætu í ráðherrastólum. Það eitt gerir gæfu- muninn. Ljó'st er af ræðum Eysteins nú, og ritstjórnar- greinum Tímans, að framsóknarmenn hefðu ekk- ert vilað frekar en fá að sitja í núverandi stjórn og taka þátt í þeirri viðreisn, sem er að hefjast. „Það er mikil nauðsyn að fýlkja sem allra flestum saman um úrræði í efnahagsmálum landsins“, hef- ur Tíminn upp eftir Eysteini.' „Aúðvitað hefði þurft stjórnarmyndun á breiðari grundvelli segir ennfremur, og þriðja sinni í stuttri grein e'r haft eftir Eysteini, að gera þurfi öf'luga tilraun til að efna „til víðtækara samstarfs." Það er engin tilviljun, að Tíminn prentar ein- mitt þessi ummæli í ritstjórnargrein. Og fortíðin, c ekki sízt viðburðir í sams konar málum fyrir rétt- um áratug, gefur auga leið. Framsókn mundi samþykkja efnahagstillög'- ur ríkisstjórnarinnar og berjast fyrir þeim — ef hún aðeins fengi ráðherrastóla að launum. Ef stólarnir fást ekki — þá verða tillögurnar fordæmdar og fearizt fyrir því af öllum mætti framsóknar, að þær verði eyðilagðar í framkvæmd. Auglýsingaslmi blaðsins er 14906 2 12. febr. 1960 — Alþýðublaðið í 006 k* si •- m, Endurskoðun laga um íög- regíumenn ÞEIR Magnús Jónsson og Jónas G. Raínar flytja tillögu til þingsályktunar um endur- skoðun laga um lögreglumenn: „Alþingi ályktar aS skora á ríkisstjórnina að láta í samráði við Samband ísl. sveitarfélaga endurskoða gildandi lög um lög reglumenn. Skal að því stefnt, að endurskoðun þessari verði lokið fyrir næsta reglulegt þing“. Kominn frá Tyrklandi MEGUM við kynna ykkur fyrir Valerie Shane, sem söng £ Tyrldandi fyrir skemmstú, en nú er kom- in til Reykjavíkur til þess að syngja í Lidó. Valerie er brezk og þekkt dægur- lagasöngkona £ heima- landi sínu.. Nokkrar hljóm plötur með söng hennar bárust hingað á undan henni. Þær sanna, að hún er ekki einungis fallegasta stúlka, heldur Jíka prýði- leg söngkona. (Ljósm.: Sv. Sæm.). IMtHMMUMtMIMMMUMMIM ýý Þeir, sem ekki þekkja algengusíu sönglögin. •ýt Hvað veldur því. ýV Fleira slitnar úr tengslum. Minnkandi tilfinning fyrir íslenzku máli. HELGI SEGIR. í bréfi til mín: „Þú gerðir að umtalsefni það furðulega fyrirbrigði að ungt fólk, sem kemur fram í getrauna þætti í útvarpinu skuli ekki þekkja helztu íslenzku sönglög- in, sem sungin hafa verið hér undanfarna áratugi. Það er ekki að ófyrirsyiiju þó að á þetta sé minnzt, svo mikla furðu hefur það vakið. —Ég vil í þessu sam- bandi vekja athygli á því, að síðan Árni Kristjánsson tók yið stjórn á tónlist útvarpsins hefur aukizt flutningur á þekktum sönglögum okkar, svo að að- finnslan við útvarpið hefði átt betur við fyrr. a n n es i o r n i n u EN ÉG IIELD að þessi van- þekking unglinga stafi fyrst og fremst af því að barnaskólarnir hafa brugðizt skyldu sinni. Ég á tvö börn. Þau hafa bæði verið í leikskóla. Þar hafa þau lært að syngja okkar vinsælu sönglög, en þegar þau komu í barnaskól- ánn brá svo við að hætt var að ltenna þeim að syngja þau. Ég áiít að hér bregðist barnaskól- arnir skyldu sinni. ÉG ER SAMMÁtA ÞVÍ, sem segir í pistli þínum, að fleira slitnar úr tengslum um leið og ungt fólk hættir að þekkja al- gengustu lögin okkar. í raun og veru er þetta tímanna tákn. Það er til dæmis athyglisvert hversu kristindómsfræðslunni hrakar í barnaskólunum og álít ég að hér ætti kirkjan að hefja rannsókn og láta til sín taka. Þá er það líka athyglisvert hvað mál- smekkur fer nú versnandi. Eru dagblöðin gleggsta dæmið um það, enda líka hægt að heyra það £ útvarpinu. Allt er þetta á sömu bókina lært.“ ÞETTA SEGIR HELGI. Það er rétt, að upp á síðkastið hefur flutningur vinsælla „íslenzkra11 laga aukizt í útvarpinu. Það er líka rétt, að nú er það áberandi hvað málfari hrakar. Sérstak- lega er það eftirtektarvert hvað menn misþyrma talsháttum ís- lenzkum, en misþyrming þeirra er einn skýrasti votturinn urn, minnkandi tilfinningu fyrir mál- inu. Það er til dæmis furðulegt hvað stúdentar, menn, sem hafa notið mikillar menntunar, fara illa með málið. ÉG SVEIF NÝLEGA á stúd- ent, sem hafði skrifað í blað hraksmánarlega málleysu. Hon- um var alls ekki ljóst, að hann hafði farið með málleysu. En eri ég benti honum á þetta, endur- tók hann málleysuna hvað eftir annað stóreygur, og sagði svo: ,,Já, þetta er rétt hjá þér, en lík- ast til orða ég þetta allt af svona.“ Ég spurði hann hvort hann læsi ekki íslendingasögurn ar. „Ja, ég las eitthvað í þeim. fyrir tíu árum,“ sagði hann. ÞAÐ ER EKKI XÓG að læra málfræðireglur. Enginn lærir mál með þeim hætti einum, held ur ekki sitt eigið móðurmál. Efi menn hætta að lesa íslendinga- sögurnar, þá spillist málsmekk- urinn. Allir, sem stunda ritstörf, þurfa að lesa íslendingasögur við og við, að minnsta kosti eina á ári. Árni Böðvarsson'ræðir um þessi mál við og við í útvarpinu. Umvandanir hans gætu borið ár- angur ef mestu sóðarnir þykjast þá ekki upp úr því vaxnir a3 hlusta á hann. En það fylgir oft sóðaskap að vera hrokafullur. Hannes á horninu. f

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.