Alþýðublaðið - 12.02.1960, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.02.1960, Blaðsíða 3
Ægir finnur nokkra síld VARÐSKIPH) Ægir hefur undanfarið verið að athugun- um á vetrarstöðvum síldarinn- ar við Suðurland. í gær frétti yblaðið, að Ægir hefði veitt tals- verða síld í Grindavíkursjó og mundi ætlunin að Neptúnus gerði tilraunir með flotvörpu sinni á þessum slóðum. Jón Jónsson fiskifræðingur skýrði blaðinu svo frá, að Ægir hefði lagt upp í för sína í kring- um 10. janúar s. 1. og yrði um mánuð í rannsóknarleiðangri sínum. Þó var ætlunin, að hann kæmi inn aðeins eftir 10 —12 daga. Sagði Jón, að hér væri um stóran leiðangur að ræða, þar eð Ægir ætti að fara yfir mjög stórt svæði eða nær allt svæðið fyrir Suðurlandi. Togarinn Neptúnus er nú að veiðum fyrir Vestfjörðum en talið er, að hann muni reyna með flotvörpunni í Grindavík- ursjó, er hann snýr heim úr veiðiför sinni. Alþýðublaðið fékk þær upplýsingar í atvinnu málaráðunevtinu, að rætt hefði verið um það, að Neptúnus gerði tilraunir með flotvörp- una í Grindavíkursjó en ekki yrði það þó á vegum ríkisins Nýjar undirstöður í efnahagsmálum FRUMVARP ríkisstjórn | benti sérstaklega .á viðskilnað arinnar um efnahagsmál var til 2. umræðu. í neðri deild alþingis í gær. Fyrir fundi deildarinnar lá nefndarálit meiri hluta fjárhagsnefndar, en álit fveggja minni hluta voru ekki komin fram. Leita varð afbrigða til að taka málið á dagskrá, þar eð of skammt hafði liðið frá 1. umr. í deildinni, og voru þau veitt með samhljóða atkvæðum. Fyrstur tók til máls framsögu- maður meirihluta fjárhags- nefndar, Birgir Kjaran, en að r.efndarálitinu auk hans standa Sigurður Ingimundarson og Jó- hann Hafstein. Leggja þeir eindregið til, að frumvarpið verði samþykkt. Minnihlutinn skilar áliti í tvennu lagi, Skúli Guðmunds- son fyrir Framsóknarflokkinn og Einar Olgeirsson fyrir Al- þýðubandalagið. Framsöguræða Birgis Kjar- sn stóð nærri tvær klukku- stundir, og kom ræðumaður víða við. Rakti hann þróun efnahagsmálanna síðustu árin, Dönsku kon- ungshjónin í Noregi Oslo, 11. febr. (NTB). DÖNSKU konungshjónin komu í dag í fjögra daga opin- bera heimsókn til Noregs. Hermanns Jónassonar við þjóð- arbúið, og gerði ítarlega grein fyrir í hverju viðreisnartillög- ur núverandi ríkisstjórnar væru fólgnar. Lauk Birgir máli sínu laust fyrir kl. 4, en þá var fundi frestað til kl. 5. Tilkynnti deild arforseti, að samkomulag væri með flokkunum að hraða um- ræðum, þannig að framsögu- menn minnihlutanna mundu þá reifa málið af sinni hálfu, enda þótt nefndarálit þeirra lægju ekki fyrir prentuð. AFKOMA ÞJÓÐARINNAR f HÚFI, Nefndaráliti meirihluta fjár- bagsnefndar lýkur með þessum orðum: „Það er skoðun meirihluta f járhagsnefndar, að þetta frumvarp sé nauðsynlegt til þess að í framkvæmd komist víðtæk stefnubreyting í efna- hagsmálum fslendinga, sem hafi þann tvíþætta tilgang að forða þjóðinni frá beinum voða greiðsluþrots og atvinnu leysis, en hins vegar að leggja nýjar undirstöður í efnahagsmálum íslendinga, sem á megi byggja í framtíð- inni aukna framleiðslu og bætt lífskjör. Þessa^ ráðstaf- anir þóla enga bið, og efna- hagslegt sjálfstæði íslendinga og afkoma þjóðarinnar um ó- fyrirsjáanlega framtíð er í húfi, að þær takist vel og giftusamlega. Þess vegna leggjum við eindregið til að þetta frumvarp nái fram að ganga. Breytingartillögur til glöggvunar á nokkrum ákvæð- •Um frv. og til leiðréttingar verða fluttar á sérstöku þing- skjali“. s NEI! og aftur NEI! S ? — Það getur verið ^ c að þú ætlir í hina átt- S • L S ina mamma, en ég ^ ^ ætla sko í allt aðra S S átt. Hér er Alþýðu- ^ ^ 'b'laðsmynd úr Banka- S S stræti í gærdag. Móð- ^ c irin sigraði. S Comet-4 á leiðinni London-Osló OSLÓ, 11. febr. (NTB). — Brezka flugfélagið BEA hefur ákveðið að taka í notkun Co- met-4 farþegaþotur á flugleið- inni London—Osló frá 1. júní n. k. og flytja um leið enda- stöðina frá Fornebu til Gard- ermoen. Hðfdís lik- EKKERT hefur sézt af vél- bátnum Hafdísi frá Þingeyri, sem eldur kom upp í á Selvogs banka í fyrradag. í fyrrakvöld sáust blossar upp úr bennandi bátnum og telja menn, að þá hafi orðið sprengingar í bátnum og hann sokkið upþ úr því. Eins og frá var skýrt í blað- inu í gær, bjargaðist áhöfn Haf- dísar hei'l á húfi í gúmmíbátum yfir í vélbáti'nn Flóaklett frá Hafnarfirði. í gær var ágætt veður á þeim slóðum ,sem báturinn var að brenna, og svipuðust Grinda- víkurbátar og fleiri eftir Haf- dísi, en án árangurs. Ekkert er unnt að fullyrða um eldsupptök, en líklegt má telja að kvi'knað hafi í út frá olíumaskínu í káetu eða f- kveikja hafi orðið í vélarrúmi. 'Stefán Þorbjarnarson skip- stjóri varð var við óvenjulegan hita frá miðstöð bátsins, en þeg ar skipverjar ætluðu að athuga það nánar, gaus eldurinn á móti þeim. Fengu þeir við ekk- ert ráðið og urðu að yfirgefa bátinn skömmu síðar. Skipstjóri á Flóakletti, sem bjargaði áhöfn Hafdísar. er Björgvin Gunnarsson. Alþýðublaðið — 12. febr. 1960 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.