Alþýðublaðið - 12.02.1960, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.02.1960, Blaðsíða 5
mur Wasíhington, 11. febrúar. (NTB-AFP). LJEYNDARDÓMURINN um lii5 15 tonna jmnga gervitungl, sem nú fer umhverfis jörð yfir póiana, hafði ekki verið ráðinn í kvöld, en góðar heimildir í Washfnjjlon ‘tölldu, iað lausn hans væri nærri. Það voru bandarískar athuganastöðvar, sem fundu tunglið fyrir nokkr- um dögum. Sovézkir aðilar hafa ekkert viljað segja um fund þennan. Ýmlsum getuim hefur verið leitt að uppruna gervitungls þessa, og eu vísindamenn yfir- lei'tt sammála um, að sennilega sé þetta hluti af sovézkri eða bandarískri eldflaug, er borið hafi gervitungl á loft. Sumir haida því þó fram, að hér sé um að ræða hið nýja leynivopn Rússa, sem Krústjov boðaði á dögunum. Ósenni'legt er talið, að þetta sé Disooverer .9., sem skotið var á Ioft 4. febrúar en komst ekki á braut. Landvarnaráðuneytið til- kynnti seint í kvöld, að hið dul arfuTla gervitungl verði á lofti í marga mánuði. Segir ráðuneyt jniiiiiiiiiiiimiiiiiiiiumiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiHiiiiiiiiuMii' | GENF, 11. febr. (NTB- | | Reuter). — Tsarapkin, full 1 1 trúi Rússa á ráðstefnunni I 1 um stöðvun tilrauna með | | kjarnorkuvopn, lýsti því | | yfir á ráðstefnunni í dag, i | að stjórn sín mundi vaía- .§ | laust vísa á bug hinum | 1 nýju tillögum Bandaríkja 1 = manna á ráðsíefnunni, — = | AFP hefur það eftir góð- | | um heimildum, að brezka = = stjórnin styðji bandarísku | | tillöguna algjörlega. e r tfiiiiiiiiiiiiiiimiiimmimiimiiiiiiimmimmmmiiiiii BERLÍN, 11. febr. (NTB-AFP). — Ulbricht, formaður hins ný- stofnaða varnaráðs Austur- Þýzkalands, skýrði frá því í út- varpsræðu í kvöld, að gerðar mundu hernaðarlegar ráðstaf- anir í Austur-Þýzkalandi til að verja landið fyrir árásarmönn- um. Ekki nefndi hann hverjar ráðstafanirnar væru, en áður hefur stjórnin tilkynnt, að hún muni biðja um eidflaugar, ef þess reyndist þörf. Ulbricht Iagði áherzlu á, að hinar nýju ráðstafanir mundu gerðar vegna þé-ss, að Adenauer kanzl- ari hefði látið undir höfuð leggjast að svara íilboði aust- ur-þýzku stjórnarinnar um samninga • <’ Ausiur- og .Vestur-Þýzkc.I.’s. ið, að hugsía-nlegt sé, að tunglið sé sovézkt. Þó er ekki talið úti- lokað, að þetta sé ein af burðar- flaugum Discoverers 9. Rússar leita, ÁLASUND, 11. febr. (NTB). — Tveir sovézkir síldarbátar komu í morgun inn til Ála- sunds og lögðust á Espivogi og lágu þar enn í kvöld. Hafa bát- arnir sennilega leitað hafnar vegna tjóns og ills veðurs. Smá leki mun vera í öðrum þeirra. Enginn úr landi hafði í kvöld haft samband við bátana. m m Eisenhower NYJU DELHI, 11. febr. (NTB- Reuter,). — Sovétríkin munu géra allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja, að af- vonnunarviðræðurnar í Genf leiði til samnings um algjöra afvopnun, sagði Krústjov, for- sætisráðherra Sovétríkjanna, í dag í ræðu í indverska þinginu. Krústiov hélt ræðu í þing- inu skömmu eftir komu sína til höfuðborgar Indlands í far- arbroddi 60 manna sendinefnd- ar. ,,'Við erum reiðubúnir til að framkvænja strangt eftirlit með því að afvopnunarskilmál- unum verði hlítt“, sagði •Krústjov í ræðu sinni. „Það er komið und'r vesturveldunum, hvort vandamálið verður leyst“. ICrústjov las fyrstu setning- arnar í ræðu sinni á rússnesku, en síðin las túlkurinn í strik- lotu alla ræðuna á ensku. Áður en Krústjov ávarpaði þingið, hafði hann átt viðræð- ur við Nehru, forsætisráðherra, og aðra meðlimi indversku stjórnarinnar. Gromyko, utan- ríkisráðherra, var einnig við- staddur viðræðurnar. Forsætis- ráðherrarnir ræddust stuttlega við einir saman. Krústjov og fylgdarlið hans fékk vinsamlegar móttökur hjá þeim á að gizka 5000 manna sem saman voru komnar á flug vellinum. Á að gizka 100.000 manns voru meðfram ökuleið- inni inn í bæinn, allmiklu'færra fólk en tók á mótl Eisenhower Bandaríkjaforseta fyrir tveim mánuðum, en þá höfðu um 2 milljónir manna safnazt sam- an, svo að bifreið forsetans komst tæpast áfram. Samkvæmt þeim upplýsing- um, sem fáanlegar eru, munu viðræður Nehrus og Krústjovs í dag hafa verið mestmegnis almenn skipti á skoðunum á alþjóðamálum. Samningavið- ræður hefjast á morgun með 4 tíma ráðstefnu. ENF Washington, 11. febr. (NTB-AFP). BANDARÍK JAMENN' stungu í dag upp á því við Sovétríkin — að gert verði samkomulag um bann við öllum tilraunum með kjarnorkuvopn, að undan- teknum tilraunum neðanjarðar, sem ekki sé hægt að fylgjast með. Á blaðamannafundi sín- u mí Hvíta húsinu hélt Eisen- hower forseti því fram, að ef fallizt yrði á þessa tillögu, — mundi það leiða til þess, að heimurinn þyrfti ekki lengur að hafa áhyggjur af aukinni geislavirkni í andrúmisloftinu. Hann lét í ljós von um, að Sov- étríkin mundu samþykkja til- lögu þessa og stíga þetta fyrsta skref með Bandaríkjunum. Samkvæmt bandarísku til- lögunni verður, undir öruggu eftirli'ti, sett á fullkomið bann: 1) á allar kjarnorkusprenging- ar í andrúmsloftinu, 2) á allar kjarnorkutilraunir á hafinu, 3) á allar tilraunir í himingeimn- um, þar sem gerlegt er að hafa eftiTlit, og 4) á allar sprenging- ar neðanjarðar, sem hægt er að háfa eftirlit með. Eisenhower upplýsti, að þessi tillaga hefði veið lögð fram í dag á þríveldafundinum í Genf, þar sem Bandaríkjamenn, Rúss ar og Bretar ræða stöðvun til- rauna með kjarnorkuvopn. — Tilgangur ti'llögunnar er að ná viðræðunum upp úr hjólfarinu og koma á samningi. Forsetinn kvað Bandaríkja- menn aldrei haf,a haft áhuga á að afnema kjarnorkuvopn, — svo framarlega sem tækist. að koma á framkvæmanlegu eftir- litskerfi. ROM, 11. febr. (NTB-AFP). — Sovétstjórnin hefur stungið upp á að Nikita Krústjov verði yeitt friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 1960, segir ítalska fréttastofan Continentale, seþi gert hefur fréttir frá Austu’ý- Evrópu að sérgrein sinni. Hef- ur fréttastofan það eftir ,.£&* gjörlega áreiðanlegum heira- ildum“, að stungið hafi veríð upp á Krústjov við Nóbelsvecð launanefndina, ekki sem for- sætisráðherra, heldur sepi venjulegum sovétborgara. Beiidi ir fréttastofan á, að nefiiil norska stórþingsins, sem veitlr verðlaunin, gefi ekki upplýsing ar um, hverjum stungið hafi verið upp á. London, 11. febr. (NTB-AFP) EF járnbrautaverkfall skell- ur á aðfaranótt mánudags, — mun brezka stjórnin lýsa yfir vandræðaástandi og nota þau 45 KJARNORKUFLAUGAR ALLTAF I SKOTSTÖÐU FELTWELL, 11. febr. (NTB- Reuter). — Blaðamenn og sjónvarpsmenn fengu í dag tækifæri til að heimsækja eld flaugastöðina við Feltwell- flugvöll í Austur-Englandi, þar sem staðsettar eru brezk- amerískar Thor-eldflaugar. Til þessa hefur mikil leynd hvílt yfir herstöð þessari. Það var upplýst í dag, að 45 Thor- eMílaugar með kjarnorku- lileðslu í broddinum eru á hverjum tima tilbúnar til að vera hleypt af gegn skotmörk um í allt að 2700 km. fjar- lægð. Má skjóta þeim öllum á stundarfjórðungi. Ekki er hægt að skjóta flaugunum fyrr en ráðamenn í London og Washington hafa samþykkt það. Ekki var upp- lýst hve kraftmiklar væru atómsprengjur þær, sem í broddunum væru, og við sýn- inguna vildi enginn svara þeirri spuruingu. IUargt af upplýsingum þeim, sem blaðamenn fengu í dag, var þess háttar, að fyrir aðeins nokkrum mánuðum hefði ekki verið hægt að birta þær af öryggisástæðum. Á Feltwell-stöðinni eru 15 eldflaugar, en hinar 30 eru á tveim öðrum stöðvum í Aust- ur-Englandi. Á hverri stöð eru 1000 menn, að méðtöldum 80 Bandaríkjamönnum. Á næstu 3—4 mánuðum verður enn ein slík stöð reist á Aust- ur-Englandi. völd, sem það veitir til að halda uppi veigamestu samgöngum, sagði Butler, innanríkisráð- herra, í neðri málstofunni ;í dag. Hann bætti því við, a?f stjórnin vonaðist til að deilan leystist, áður en nauðsynlegt yrði að beita þessum aðgerðum. Félags- og atvinnumálaráð- herrann, Edward Heath kvaðst halda áfram tilraunum sínum til að finna lausn og hefði hanh von um, að geta gefið deildinni frekari upplýsingar á föstudag. REUTER: — segir, að yfi|- völdin hafi gert allar ráðstaf- anir til að tryggja, að öll sani- göngutæki, allt frá rúlluskaut- um til fljótabáta, verið tekin ;í notkun, ef af verkfalli verður-; BRIGHTON sigraði Rothejr- ham í 4. umferð bikarkppninn- ar með 6:0. Tvisvar höfðu þes'sl félög reynt með sér áður í þess- ari umferð, en í báðum leikj- unum varð jafntefli 1:1. - . Alþýðublaðið — 12. febr. 19G0 £ í?"

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.