Alþýðublaðið - 12.02.1960, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 12.02.1960, Blaðsíða 15
fundu, hve geislar hennar voru hlýir. „Bíðið þið bara þangað til klukkan er orð.n tólf,“ sagði John. „Þegar engin gola er, er ekki hægt að vera í úlpu.“ Þau fóru inn á brautina að skíðalyftunni og þá var kallað að baki þeirra: „Halló, John!“ Ungur maður kom til þeirra og John lyfti hendinni í kveðjuskyni. „Halló, Koy! En hvað það var gaman að sjá þig! 'Við héld um, að þú sæist ekki í ár. Hvar ertu? Og hvers vegna hefurðu svikið Casque d’Or?“ „Það var fullt, þegar ég pant aði, en Madame Jourdier út- vegaði mér herbergi í Pension Edelweiss. Ég kom fyrir hálf- tíma.“ John kynnti þau og þau gengu saman uppeftir. Vivian og Valerie leizt báðum vel á Roy Wilson. Hann var í með- allagi hávaxinn og axlabreið- ur og hann hafði glaðleg grá augu og mjallahvítar fallegar tennur. Hann var á aldri við Valerie, sem gekk við hlið hans og hann var svo eðlileg- ur og blátt áfram, að hún gleymdi feimni sinni. Vivian gaut til hennar horn auga og furðaði sig á því, hve mikið sjálfstraust systir henn- ar virtist hafa. „Ég bjóst við, að þið- svæf- uð fram eftir í dag,“ sagði John við hana og þar sem venjulega er upppantað hjá skíðakennurunum um þetta leyti dags tók ég mér það bessa leyfi að panta tíma fyrir vkk- ur. Ég gat því miður ekki feng ið sinn hvorn kennarann fyrir ykkur, en, það gengur vonandi allt vel samt. Kennarinn heit- ir Antoine. Ég vona að yður finnist ég ekki hafa gripið um of fram fyrir hendur yðar?“ En áður en hún gat svarað kallaði Roy: „Við skulum hlaupa. Lyftan er að fara!“ Karlmennirnir hlupu á und- an þeim og útveguðu miða og á síðasta augnabliki settust þau inn í undarlegan klefa. Systurnar sátu saman og horfðu í áttina, sem lyftan fór í. Vivian sat sem dáleidd og horfði á landslagið, sem var undursamlega fagurt og það var sem hún vaknaði af draumi, þegar hraðinn minnk- aðí og John sagði:' „Jæja, góðu konur! Hér för- um við úr!“ Antoine bíður við litla kofann þarna.“ Þá fyrst minntist Vivian spurninga han^ og hún svaraði snöggt: „Ég þakka yður kærlega fyr ir, en ég vil helzt ekki að þér gerið yður neitt ómak mín og systur minnar vegna.“ Við staðinn, sem lyftan nam staðar á var kofi með stórum svölumr með glerrúðum fyrir og Valerie skalf af taugaó- styrk og spenningi, en Vivian hugsaði um John og skyldi hvers vegna hann hafði lagt svo seint af stað um morgun- inn. Hann hafði án efa verið að tala við skíðakennarann þeirra vegna og eyðilagt bar með allan morguninn fyrir sér. Hún vissi vel að það var þýð ingarmikið fyrir þær að byrja nú þegar, því það hefði ekki verið skemmtilegt fyrir þær að fara alla þessa leið til þess eins að vita að þær gætu hafið námið á morgun. Hún var John þakklát fyrir bjálpina, en samt var hún ó- róleg. Hann hafði sennilega aðeins gert það vegna þess að honum fannst hann bera á- byrgð á því, að þær komu þnngað. Þær höfðu óviljandi eyð lagt heilan dag fyrir hon- um og Vivian lofaði sjálfri sér að það kæmi ekki fyrir aftur. Þær fóru aftur til hótelsins til að borða hádegisverð eftir að ungur alvörugefinn skíða- kennarinn hafði bisað við að kenna þeim á skíðum í tvo tíma. Þær fengu klukkutíma hvíld áður en námið hæfi'st á ný. Antoine mátti ekki vera að því að kefina þeim eftir mat- inn, en ‘Vivian sarodi við hann um að hann kenndi þeim bæði fyrir og eftir mat og svo skemmtu þær sér það sem eft- ir var dagsins við að æfa það, sem hann hafð: kennt þeim. Þegar fór að rökkva snéru þær til hót.elsins dauðþreyttar eftir erfiðið. Prescotthiónin, Rory og John sát.u við borð fremst í forsalnum og Susan kallaði til þeirra; „Halló þið! Hafið þið skemmt vkkur vel?? Viljið bið fá ykkur eitt glas með okkur og sogía okkur frá því?“ „Það vildum vlð gjarnan," svaraði Vivian, „en við erum of svangar til þess.“ Og svo útskýrði hún fyrir Valerie hvers vegna hún hefði sagt nei. „Ég hef ákveðið að við lif- um á venjulegri ferðamanna- yfirfærslu þennan mánuð og þá höfum við ekki efni á að fá okkur glas og ég vil ekki þiggja> þegar ég get ekki gefið á móti.“ „Mér hafði ekki dottið þetta í hug,“ sagði 'Valerie. Við næsta borð sat fjöl- skyldan Cunningham. Það voru fullorðin hjón, 16 ára dóttir þeirra, eldri dóttir með unnusta sinn og 25 ára gamall sonur. Þau höfðu aldrei verið á skíðum fyrr og systurnar höfðu kynnzt þeim við kennsl una um morguninn og Vivian hafði þegið boð þeirra að koma og spila canasta við þau um kvöldið. Vivian hafði þakk að fyrir, því þá fékk hún tæki- færi til að sýna John að hún þurfti ekki á félagsskap hans og vina hans að halda. En 'Val- erie sagði hikandi, að hún kynni ekki að spila canasta. „Það er gott,“ sagði yngri systirin. „Ég kann það ekki heldur svo þá verð ég ekki ein um að tapa.“ Þær skemmtu sér vel og þeg ar þær gengu gegnum salinn á leið til herbergis síns stað- næmdust þær við borð Pres- cott hjónanna til að vera ekki ókurteisar. „Við höfum heyrt til vkk- ar,“ sagði Susan. „Þið hafið víst skemmt ykkur vel.“ „Já, áreiðanlega," hló Vivi- an. Rory Wilson leit á Valerie. „Susan og Harry ætla á - dansleik á Schweitzerhof ann- að kvöld,“ sagði hann. „Vilduð þér ekki koma með svo við verðum f jögur. Ég er ákafíega virðulegur borgari, því amma mín gaf Viktoríu drottningu blóm 1889 og sexmenningur við mig hefur verið meðlimur í Upper Snoring Club í 16 ár.“ Valerie var glettnisleg til augnanna, en hún spurði graf- alvarleg: „Hafið bér það skriflegt?“ „'Vitanlega! Skjalið með bláa silkibandinu liggur í efstu kommóðuskúffunni á kommóðunni, sem ég erfði eft- ir Emmu frænku, en ég tók það ekki með því mér kom ekki til hugar að ég kynntist yður hér.“ „Jæja, þá neyðist ég til að taka orð yðar trúanleg, herra Wilson!“ Svo varð hún alvarleg og þakkaði honum fyrir boðið. Rory var þögull, því hann skildi ekki hvað hefði komið yfir sig. Honum hafði skyndi- lega dottið þetta í hug og hann hafði boðið henni vegna þess að hann haíði ekki hitt neina af þeim stúlkum, sem hann var vanur að umgangast þeg- ar hann var í Sviss. Hún var heldur ekki eftir hans smekk, því hann vildi hafa konur há- vaxnar, dökkhærðar og lífs- reyndar, en nú sat hann og horfði á spékopp'nn í annarri kinn hennar og vonaðist til að þau skemmtu sér vel! „Langar yður til að koma líka?“ spurði John Ainslie Vi- vián. „Því miður hef ég ekk- ert skriftlegt eins og Rory, en þegar ég var séx ára fékk ég dansverðlaun.“ Vivian hafði ekki dansað síð an Pétur dó . Auk þess var hún v!ss um, að John bauð henni aðeins vegna þess, að hann vor kenndi henni að vera ein heima og hann hafði þegar haft nóg fyrir henni! Því sagði hún nei og afsakaði sig með því, að hún væri of þreytt til að hugsa um slíkt. Valerie hafði st.jórn á sér unz þær komu t'.l herbergis síns, en þá tók hún um mitti systur sinnar og sveiflaði henni í hring. „Er það ekki dásamlegt!“ hvíslaði hún. „Veiztu að ég hef ldrei farið á ball fyrr? Eg hef farið á skólaball og þar fengum við hlaup og rjóma klukkan. hálf níu og fórum heim fyrir tíu. En nú fæ ég að far.a í ballkjól og dansa við ungan mann! Það á ég þér að þakka og það er verst að þú ferð ekki með.“ Hún sleppti Vivian og fór að hátta. „Hvers vegna ■ kanntu svo illa við John Ainslie Vivian? 5 Mér lízt svo vel á hann.“ „Því heldurðu að ég kunni illa við hann? spurði Vivian undrandi. „Eg veit það ekki — þú sagðir svo kuldalega — nei takk.“ „Var ég — var ég ókurt- eis?“ „Þú varst stutt í spuna,“ svaraði Valerie, en þegar hún sá að Vivian tó'k þetta nærri sér, skip.ti hún um umræðu- efni. „í hvaða kjól á ég að fara? Þann hvíta?“ „Það skaltu ‘hugsa um á morgun.“ Þær töluðu dáliítið um dansléiki yfirleitt, en Vivian var einkennilfega döpur og hún lá lengi vakandi' eftir að ljósið var sökkt. Ef Valerie fannst hún hafa verið stutt í spuna hlaut John að hafa fundist það sama og hann hafði verið svo elskulegur og hjálpsamur, að hún gat ekki annað en leiðrétt það. Hennar síðasta hugsun áð- ur en hún sofnaði var, að hún yrði að leiðrétta þetta jafn fljótt og unnt væri. 4. Valerie var að klæða sig fyrir dansleikinn. Þær Vivi- an voru ekki jafn þreyttar og daginn áður og hún hafði gripið tækifærið og hvílt sig meðan Vivian var í baði. Nú lá betur á henni en nökkru sinni fyrr. En í hvaða kjól átti hún að fara? Hvíta knipplingakjól- inn með stífa millipilsinu — eða gráa silkikjólinn? Hún hafði verið undrandi þegar Vi vian sagði henni að kaupa hann en það kom seinna í Ijós, að tingrátt klæddi hana prýðilega. Vítt pilsið ljómaði vegna rauðs undirkjólsins og þegar hún hreyfði sig glitr- aði á palíetturnar eins og lögg væri í fellingunum. Hún var komin í silfurskóna og 'lagði einmitt fislétta slána um axlirnar, þegar Vivian kom inn! „En Valerie!“ kallaði hún. „En hvað þú ert falleg!“ „Mér íður eins og Ösku- busku á leið til dansleiksins. Sem betur fer er 1‘angt til mið nættis. Nærri því þrjátíu dag ar.“ „Kannske kemur mið- nætti aldrei, svo þú skalt ekki hugsa meira um það.“ Preseott hjónin, Riry og Vaierie ætluðu að borða kvöldverð í Schweitzerhof og þar sem Harry hafði verið á skíðum al'lan daginn var það ákveðið að Valerie færi beint til hótelsins með Susan og Harry. Á ákveðnum tíma kom hún inn í salinn og skömmu seinna sat hún á sleðanum á lei'ð þangað. En hvað lífið var dásamliegt. Vivian hafði ekki séð Jöhn állan daginn, en hún gat ekki um annað hugsað en hvort hún hefði verið ókurteis við hann og hvernig hún gæti bezt bætt fyrir það. Hún bjóst við að hann væri { matsaln- um, en hann var þar ekki. Hún var að borða eftirmat- inn margengelska með rjóma, iþegar hann korn inn. Venju- lega gekk hann fram hjá borði hennar, en í dag fór hann aðra leið og leit ekki Alþýðublaðið — 12. febr. 1960 |j5 /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.