Alþýðublaðið - 18.02.1960, Side 10
VMMWWWWWWWWIWWWWW
ÍVelkominn!
ÞAÐ var glæsileg mót-
tökunefnd, sem tók á móti
sænska skíðakórignum
Sixten Jernberg, er hann
kom til Squaw Valley. —
Talið frá vinstri: Davy
Crockett, Hvíta f jöðrin og
Sparks Núgget. Allir virð
ast í góðu skip, ekki sízt
skíðakóngurinn.
Ritstjóri: Örn Eiðsson
DAG hefjast 8. vetrar-OIymp-
íuleikirnir í Squaw Valley, í
Kaliforníu. — Setningarhátíðin
verður með stórkostlegu sniði og
ekkert til sparað. Walt Dis-
ney og allir hans aðstoðar-
menn hafa nýlokið við unðirbún
inginn. Þegar setningin hefst
mun fjallahringur Kerlingaðals
bergmála af fallbyssuskotum og
lúðrablæstri. Stórkostleg flug-
eldasýning verður og sam-
kvæmt því sem framkvæmda-
nefndin segir, mun bjarminn af
henni sjást alla Ieið til San Fran-
cisco! Að öðru leyti verður at-
höfnin með svipuðu sniði og áð-
ur hefur tíðkast, þátttakendur
ganga inn á Olympíuleikvanginn
i stafrófsröð undir þjóðfánum
sínum, nema að Bandaríkja-
mennirnir fara síðastir.
XXX
Fyrstu Olympíuleiki'rvetr
aríþrótta voru háðir í Chamon-
ix, Frakklandi 1924. Áður hafði
Skautaleikvangurinu í Squaw Valley. — Stökkbrautin í baksýn.
verið keppt í vetraríþróttum í
sambandi við sumarleiki'na í
London 1908 og Antwerpen
1920, en fyrstu opinberu vetrar-
leikirnir voru í Chamonix, eins
og fyrr segit.
Leikirnir fóru fram 25. janú-
ar til 4. febrúar og sendu 16
þjóðir 293 þátttakendur. Flest
stig þjóða hlaut Noregur, 32,5
— Finnland kom næst með 20,5
og Austurríki meQ 8.
Næst voru Vetrarleiki'r háðir
í St. Moritz í Sviss 11.—19.
febrúar 1928. Alls sendu25 þjóð
ir 492 þátttakendur. — Ennþá
hlutu Norðmenn flest stig eða
29 5/6 st., Svíar fengu 11 og
Finnar 7 5/6.
Lake Placid, Bandaríkjunum
varð fyrir valinu 1932 og það
sem vakti mestan spenni'ng í
sambandi við þessa leiki var, að
ailan janúarmánuð 1932, kom
enginn snjór í Lake Placid, en
það Ihafði ekki skeð í 75 ár! En
um mánaðarmótin jan.-febr.
byrjaði' að snjóa og allt gekk
vel. í þessum leikjum tóku þátt
307 íþróttamenn og konur frá
17 þjóðum. Bandaríkjamenn
hlutu flest sti-g eða 28, Norð-
menn 20 og Nanada 10.
Þjóðverjar sáu um Ieikina
1936, en þeir fór.u fram í Garm-
isch Parténkirchen dagana 6. til
16. febrúar. Metþátttaka Vár í
leikjunum ti'l þess tíma, eða 756
frá 28 þjóðum. Nú hlutu NÓrð-
men aftur flest stig eða 34, —
Þjóðverjar 15 og Svíþjóð 13.
Leikirnir féllu niður stríðs-
árin 1940 og 1944, en 1948 voru
þeir aftur háðir í St. Mori'tz.
932 þátttakendur vorU frá 29
þjóðum. Leikirnir fóru fram
30. janúar til 8. febrúar.
Svíar hlutu nú flest stig, 70
alls, eftir geysiharða keppni við
Svisslendingaj sem fengu 68, —
Bandaríkjamenn voru þri'ðju
með 64 Vt og Nörðmenn fjórðu
með 573/á. íslendingar sendu nú
í fyrsta sinn þátttakendur í
Vetrar-Olympíuleiki.
Oslo varð fyrir valinu 1952,
en leiki'rnir fóru fram dagana
14.-26. febr. Þátttakendur voru
1178 frá 30 þjóðum. Flest stig
hlutu Norðmenn 104,5, Banda-
ríkin 77,5 og Finnland 63.
Þátttaka í Vetrar leikjum
náði hámarki í Cortina 1956, en
þar mættu 1282 keppendur frá
32 þjóðum. Rússar voru nú í
fyrsta sinn með. Leikirnir stóðu
frá 27. janúar til 6. febrúar.-
Rússa hlutu flest sti'g eða ....
Rússar hlutú flest stig eða 32,
Austurríki 22, Svíþjóð 18, Finn
land \6, USA 14, Sviss 14 og
Noregur aðei'ns 9.
.MUMMtMWWMMMWUMU
Dagskráin
í dag og
á morgun
DAGSKRÁ Olympíu-
leikjanna í Squaw Valley
í dag er sem hér segir: .
1. Setningarathöfn.
2. Skíðastökk (sýning).
3. fsknattleikur.
Á morgun verður keþpt
í eftirtöldum greinum:
1. Listhlaupi á skautum
(parakeppni).
2. 30 km. skíðaganga.
3. Brun karla.
4V fsknattleikur.
íslendingar koma því
fyrst við sögu 8. Vetrar-
leikjanna á morgun, en þá
keppa þremehningarnir
Éystéinn Þórðarson, Jó-
hann Vilbergsson og Krist
inn Benediktsson í bruni.
MWWWMWW
10 18. fébr. 1960 — Alþýðublaðið