Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Blaðsíða 51
KOLEFNISALDURSGREININGAR OG ÍSLENSK FORNLEIFAFRÆÐI
55
Mynd 4. Lœrleggir af vinstra fæti karls (a) og konu (b), sem greftruð voru í kirkjugarðinum að
Skeljastöðum í Þjórsárdal, er rannsakaður var árið 1939. Beinin koma úr gröfutn 8 og 18a. Sýni
af þessum lærleggjum og af rijbeini úr báðum einstaklingunum hafa verið AMS-aldursgreind. Þótt
graftrnar haft verið taldar vera úr kristnum sið benda kolefnisaldursgreiningar, enn sem komið er,
til að einstaklingarnir hafi dáið nokkru fyrir kristnitöku árið 1000. Ljósmynd Vilhjálmur Örn
Vilhjálmsson 1990.
ur.55 1990-1991 voru greind fjórtán sýni frá mismunandi fornminjum í
Þjórsárdal. Sýnin voru greind á AMS-aldursgreiningarstofu háskólans í
Uppsölum. AMS-aldursgreiningar (Accelerator Mass Spectrometry)
eru kolefnisaldursgreiningar sem gerðar eru í kjarneindageymum, sem
fyrst og fremst eru notaðir til kjarneðlisrannsókna. Þegar hefðbundnar
kolefnisaldursgreiningar eru gerðar er geislavirkni (helmingunartími)
geislakols mæld, en við AMS-greiningar fer fram talning á jónum í
ísótópi kolefnisins. Grundvallaratriði þessara tveggja aðferða eru þó
eins. Mæld er eyðing þess geislavirka kolefnis, sem finnst í öllum lifandi
verum. Hægt er að finna aldur sýnis, þar sem helmingunartími geisla-
virks kolefnis er þekktur.56 Með því að mæla þá geislavirkni, sem eftir
er, er hægt að mæla aldur sýnisins. AMS-greiningar hafa ýmsa kosti
fram yfir hefðbundnar kolefnisaldursgreiningar:
1) Sýnin þurfa ekki að vera stór, eða allt niður í 0,1 mg, meðan hefð-
bundin sýni þurfa helst að vera 10-100 g ef efnafræðileg vinnsla
fyrir rannsóknina á að takast. Hægt er að greina minni sýni á hefð-
55. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1991, bls. 1-25.
56. Sjá t.d. W.G. Mook og H.T. Waterbolk 1985, bls. 15-16; R.E. Taylor 1987, I.
Olsson, handrit; G. Possnert 1990.