Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Blaðsíða 39
KOLEFNISALDURSGREININGAR OG ÍSLENSK FORNLEIFAFRÆÐI
43
sem gerðar hafa verið í Uppsölum. Helst má þar nefna að óvenjulega
mikið ósamræmi er á milli aldursgreiningar sýnanna og innbyrðis
afstöðu þeirra mannvistarlaga, sem þau koma úr.2:i Ósamræmið er svo
mikið, að erfitt er að trúa því að sýnin séu úr réttu samhengi.
Á hinn bóginn hefur Margrét Hermanns-Auðardóttir, sem stjórnaði
fornleifarannsóknum á bæjarrústum í Herjólfsdal á Heimaey, valið að
taka háar niðurstöður kolefnisaldursgreininga, sem gerðar voru í Upp-
sölum, sem gefnar.2í’ Hún telur að ekkert sé að niðurstöðunum. Sömu-
leiðis velur hún þá undarlegu leið að nota elsta gildi leiðréttrar aldurs-
greiningar, í stað þess að nota allt það tímabil sem leiðréttar aldursgrein-
ingar láta í té. Þar fyrir utan hafnar hún aldursgreiningum íslenskra
gjóskulagafræðinga án haldgóðra skýringa. Prátt fyrir að engar minjar
frá Herjólfsdal geti réttilega bent til þess aldurs sem kolefnisaldursgrein-
ingar sýna og þrátt fyrir að notkun heimilda sé í meira lagi ábótavant
og að jafnvel sé vitnað ranglega í rit27, kemst Margrét að þeirri niður-
stöðu að búseta á íslandi hafi hafist miklu fyrr en hingað til hefur verið
talið. Þar sem þessi niðurstaða byggist fyrst og fremst á ógagnrýnni
túlkun á kolefnisaldursgreiningum er erfitt að taka mark á henni. Það
ber að undirstrika að niðurstöður allra kolefnisaldursgreininga frá Herj-
ólfsdal, leiðréttar við tvö staðalfrávik (95% líkindi), gefa ekki ástæðu til
að þær séu notaðar sem þungamiðja kenningar um byggð í landinu á 7.
og 8. öld.
Þrjú sýnanna frá Heimaey (U-2531, U-4402 og U-4403; mynd 2 a-c)
hafa öll hlotið aldursgreiningar, sem benda til nokkurs samræmis við
hefðbundna tímasetningu landnáms á íslandi. Tvö sýni (U-2533 og U-
2662, sjá mynd 2, línurit d og e) gætu einnig hafa verið tré sem uxu á
8. og 9. öld og voru koluð í lok 9. aldar. Hins vegar ber að nefna, að
ein aldursgreiningin (U-2532) hlýtur að hafa misheppnast, eða að sýnið,
sem tekið hefur verið, er úr röngu samhengi. Enn ein greining frá Herj-
ólfsdal er til.28 Henni hefur hingað til verið haldið leyndri af Ingrid U.
Olsson, og er þess vegna ekki birt með hinum 9 greiningunum (sjá
töflu 1, U-4403). Ef þeim, sem rannsakaði rústir í Herjólfsdal, hefði
verið kunnugt um þessa greiningu áður en heildarniðurstöður voru
birtar, er hugsanlegt að höfð hefði verið hliðsjón af þeim 5 greiningum
sem geta bent til hefðbundins landnámstíma og að birtar hefðu verið
mun hógværari kenningar fyrir bragðið. Tilvera greiningar númer U-
25. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson í prentun (B).
26. Margrét Hermannsdóttir 1986; Margrét Hermanns-Auðardóttir 1989, bls. 45-54.
27. Sveinbjörn Rafnsson 1990.
28. I. U. Olsson, handrit.