Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Blaðsíða 168
172
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
þjóðminjalög, þar sem öll hús reist fyrir 1850 og allar kirkjur reistar
fyrir 1918 eru nú friðuð samkvæmt lögum og eru því óteljandi
viðfangsefni tengd þeim byggingum, sem koma til kasta og umræðu
nefndarinnar.
Nefndin reyndi mikið til að fá komið í kring að gert yrði við ísa-
fjarðarkirkju og átti marga fundi með sóknarnefnd, meðal annars þar
vestra. Húsafriðunarnefnd lét og gera uppdrætti og líkan að hugsanlegri
stækkun og viðbyggingu kirkjunnar.
Vert er að geta nokkurra viðgerðarstarfa gamalla bygginga, sem
Húsafriðunarnefnd hefur styrkt að hluta og haft umsjón með.
Lokið er umfangsmikilli og vandaðri viðgerð Innri- Njarðvíkurkirkju,
steinhlaðinnar kirkju frá árinu 1886. Var kirkjan endurvígð við hátíðar-
guðsþjónustu 18. marz.
Hafin var viðgerð Fitjakirkju í Skorradal, lítillar og einfaldrar timbur-
kirkju frá 1897. Fitjar eru nú í eyði og nær allir bæir sóknarinnar, en
eigendur Fitja og aðrir sóknarmenn tóku ákvörðun um viðgerð kirkju-
hússins.
Nokkur umræða varð um Hjarðarholtskirkju í Stafholtstungum, scm
er lítil en smekkleg timburkirkja reist 1896-97. Kirkjan er bændakirkja
og búið er að ákveða sameiningu sókna, þannig að Hjarðarholtssókn
leggst niður. Reynt verður að fá kirkjuna varðveitta sem minjagrip, ef
ekki til notkunar, og átti þjóðminjavörður fund með umráðamönnum
hennar um málið.
Hjarðarholtskirkja í Dölum hlaut rækilega viðgerð á árinu og hafði
Leifur Blumenstein byggingafræðingur umsjón með henni. Var aðeins
eftir að mála kirkjuna í árslok.
Lokið var viðgerð Staðarkirkju í Steingrímsfirði, sem Minjavernd
hefur annazt að langmestu leyti, og var kirkjan endurvígð af biskupi við
hátíðarguðsþjónustu 30. september að viðstöddum forseta íslands og
miklu fjölmenni. Er kirkjan nú hin prýðilegasta og kirkjugarðurinn
umhverfis hana vel girtur.
Þá var hátíðarmessa á Staðarbakka í Miðfirði 18. nóvember í tilefni
100 ára afmælis kirkjunnar, sem nýlega hlaut vandaða viðgerð.
Gert var vandlega við undirstöður, aurstokka og klæðningu á
Möðruvallakirkju í Hörgárdal og kirkjan jafnframt rétt af. Annaðist
Sverrir Hermannsson þetta verk undir umsjón Hjörleifs Stefánssonar.
Hafizt var handa um viðgerð Kolfreyjustaðarkirkju og tekin af henni
klæðning, sem orðin var stórskemmd af fúa sem og grindin. En í miklu
hvassviðri um haustið fauk það sem uppi stóð af kirkjunni og splundr-
aðist. En heimamenn hafa ákveðið að endurreisa hana svo sem hún var.