Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Blaðsíða 154
158
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
enda finnast heimildir um þá lengdareiningu hjá Jóni Árnasyni biskupi
í Skálholti og hjá Árna Magnússyni prófessor.5 Fjögur djúp meitilspor
marka lengd alinmálanna ofan til á hliðum.
Kvarðinn ber þess greinilega merki að hafa lengi verið í fastri stöðu
og snúið annarri hlið inn að járni á hurð eða þili. Á þeirri hlið er nær
slitið út úr hringauganu og um 2,5 cm neðan við það, þeim megin, er
slitflötur sem bendir til þess að kvarðinn hafi núist við járn. Reyndar
vottar til hins sama á hinni hliðinni.
Mestar líkur eru til þess að ættarsögnin um uppruna kvarðans sé góð
og gild. Þá eru og mestar líkur til þess að hann hafi um eitthvert tímabil
hangið utan á járnum prýddri dómkirkjuhurðinni í Skálholti, kvarða-
smiðum til fyrirmyndar, sem gerir liann að einstæðum grip sögulega
séð. Vant er að geta til um aldur hans en þó verður að ætla hann ekki
yngri en frá 17. öld. Byggðasafnið í Skógum á marga góða kvarða cn
þeir hverfa í skuggann fyrir þessum eina.
5 Gísli Gestsson, Árbók hins íslenzka forleifafélags 1968, bls. 64-66. Merkir fræðimenn
hafa fjallað um hina fornu íslensku alin og með nokkuð ólíkum niðurstöðum, Björn M.
Ólsen: „Um hina fornu íslensku alin“ í Árbók 1910, og Magnús Már Lárusson: „ís-
lenzkar mælieiningar", Skírnir 1958. Gísli Gestsson safnvörður birti ítarlega ritgerð um
þetta í Árbók 1968 undir heitinu Álnir og kvarðar (bls. 45-78), þar sem hann gerði m.a.
grein fyrir 38 varðveittum kvörðum, þar á meðal kvarðanum sem hér er fjallað um.
Lesendum er bent á þessar ritgerðir til frekari fróðleiks. Forn íslensk alin hlýtur að hafa
samsvarað norskri alin sökum viðskipta. Tvö mismunandi lengdarmál voru í norskri
alin, að áliti fræðimanna 47,4 cm og 55,3 cm. Hið síðara er um það bil það sama og
á Skógakvarða. Sjálensk alin (dönsk) var innleidd í Noregi árið 1541 og í Norsku
lögum Kristjáns IV er hún lögboðin. Síðar, 1683, kemur svo lögboð um að mál og vog
skuli sameiginleg fyrir Noreg og Danmörku (Kulturhistorisk Leksikon, l.b., 74-75.