Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Blaðsíða 67
ÞÓRÐUR TÓMASSON
OKAKER, STOKKAKER
Árið 1965 tók Kristján Eldjárn, þáverandi þjóðminjavörður, ásamt
fleirum, ofan gamla og merka stofu að Svínavatni í Svínavatnshreppi í
Austur-Húnavatnssýslu, er síðan var sett upp í Byggðasafni Húnvetn-
inga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði. Kristján veitti þá athygli
sérstæðu, ferköntuðu stafaíláti í ganrla Svínavatnsbænunr og fékk það
einnig til safnsins. Ekki fór milli mála um það að hér var komið svo-
nefnt okaker eða stokkaker, einstæður minjagripur á íslensku minjasafni
til þessa dags og mikið happ að því skyldi. forðað frá glötun.
Höfuðeinkenni okakers eru ferkantað form og efnismiklir tréstokkar
eða okar, með samsetningum á hornum í gjarðastað og af þeim eru heiti
þessa stafakers leidd. Elstu heimild um það er væntanlega að finna í
Ynglinga sögu í Heimskringlu Snorra Sturlusonar þar sem segir frá
húsabæ Friðfróða konungs í Hleiðru í Danmörku. Frásögnin ber með
sér að Snorri er að lýsa þekktri búsmíði frá samtíð sinni, ólíklega þó svo
stórri sem í konungssetrinu í Hleiðru: „Þar var gjört ker mikið, margra
álna hátt og okað með stórum timburstokkum. Það stóð í undir-
skemmu en loft var yfir uppi og opið gólfþilið svo að þar var niður
hellt leginum, en kerið blandið fullt mjaðar."1 Hér koma fram ein-
kunnir kersins (okað, stokkar) svo að ekki verður um villst. í gömlum
heimildum eru þær einar til vitnis um kergerðina.
Stokkaker koma nokkrum sinnum fyrir í miðaldaheimildum: „Kirkja
í Húsavík á . . . stokkaker“ 1318.2 Árið 1406 er á Grenjaðarstað
„stokkaker eitt“3 og á Þingeyrum er „eitt stokkaker“ 1525.4 í eignaskrá
Skálholts 1548 segir: „Item þriðjungur malts í stokkakerinu“5 og segir
1. Heimskringla I. Reykjavík 1946, bls. 13.
2. Diplomatarium Islandicum II. Khöfn 1888-1893, bls. 428.
3. D.I. III. 1890-1896, 711.
4. D.I. IX. Reykjavík 1909-1913, bls. 316.
5. D.I. XI. Reykjavík 1915-1925, bls. 621.