Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Blaðsíða 125
RANNSÓKNIR f VIÐEY
129
landi, en erlendis var hann notaður til slíkrar framleiðslu. í þýsku mið-
aldariti um listir og handíðir, De diversis artibus, samið á latínu á fyrri
hluta 12. aldar af manni sem nefnir sig Theophilus, er lýst aðferð við
að búa til blek úr berki af þyrnirunna.92 Mikið var af birkigreinum og
berki í gólfskán miðaldarústanna, en ekki eru heimildir fyrir því að
birkibörkur hafi verið notaður til blekgerðar þótt ekki sé útilokað að
svo hafi verið.
Niðurstöður
Við fornleifarannsókn í bæjarhólnum í Viðey undanfarin fjögur
sumur hafa komið í ljós rústir gangabæjar frá síðmiðöldum, sem svipar
til húsaskipanar Munkaþverárklausturs og Þingeyraklausturs sam-
kvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið á skriflegum úttektum
þaðan. í Viðey hafa verið kannaðar rústir, sem líklega eru leifar klaust-
urbæjarins. Staðsetning bæjarrústanna og tímasetning mannvistarleif-
anna benda eindregið til þess að um rústir klausturbyggðar sé að ræða.
Kirkjulegir munir og leifar grafreits frá síðmiðöldum renna stoðum
undir þá skoðun. Merkir forngripir hafa komið í ljós við uppgröftinn
og má ekki síst nefna vaxspjöldin með kirkjulegum textum frá 15. öld
á hollensku og latínu auk heldur yngri íslenskrar skriftar. Vaxspjöldin
gætu verið vísbending um samskipti Viðeyjarmunka við Gozewijn
Skálholtsbiskup á tímabilinu 1437-1444, sem hafi borið spjöldin út í
Viðey á ferð sinni um Skálholtsbiskupsdæmi á þeim tíma. Mynstur á
leðurhylki vaxspjaldanna er þekkt á hollenskum leðurmyndum, sem
rennir stoðum undir þá skoðun að vaxspjöldin hafi borist til Viðeyjar
frá Hollandi og þá líklega með Gozewijni biskupi. Ljóst er að um ein-
stakan fornleifafund er að ræða sem varpar ljósi á niðurstöður rann-
sóknarinnar á rústum bæjarhúsaþorpsins í Viðey, en vaxspjöldin eru ein
sterkasta vísbending þess að rústirnar í bæjarhólnum séu leifar klaustur-
byggðar. Spjöldin eru einnig til merkis um ritmenningu í klaustrinu á
15. öld. í búrrúst klausturbæjarins fannst stakt vaxspjald, en af því var
allt vax horfið. Auk vaxspjaldanna fundust hlutir, sem gætu verið til
vitnis um bókagerð í klaustrinu, m.a. vikursteinar, sortulyngslaufblöð
og fjaðrir. Fornleifarannsóknin hefur því leitt í ljós minjar, sem eru til
vitnis um klaustur í Viðey og varpa ljósi á sögu íslenskra klaustra á
síðmiðöldum.
92. Ólafur Halldórsson: „Bókagerð", bls. 77-78.