Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Blaðsíða 91
RANNSÓKNIR í VIÐEY
95
verulegt ríkidæmi á þessum stað. Má þar fyrst nefna stórt búr með
fjöida niðurgrafinna sáa, þar sem geymdur hefur verið matarforði
búsins. Innfluttur varningur á borð við krydd eða olíu10, heslihnetur og
býflugnavax benda til auðlegðar og erlendra áhrifa.* 11 Er Viðeyjarklaustur
komst undir vald konungs við siðskipti hafði það eignast á annað hundrað
jarðir12 og er líklegt að hið stóra búr hafi geymt tollvarning er barst
Viðeyjarklaustri frá jörðunum. Þessi atriði renna stoðurn undir þá
skoðun að rústirnar séu af byggingum Viðeyjarklausturs. Greinilegt er
einnig af rústunum að mikið hefur verið lagt í byggingu húsanna, sem
hafa verið stór. Ummerki viðarklæðningar á veggjum voru greinileg í
skálanum og í gólfskán hans fundust rúðubrot til vitnis um glerglugga
í skálanum. Þessi atriði benda til vandaðra híbýla.13
Engar fornleifafræðilegar heimildir eru til um húsaskipan íslenskra
klaustra á síðmiðöldum til samanburðar við rústirnar í Viðey þar sem
ekki hefur fyrr verið gerð fornleifarannsókn á íslenskum klausturstöð-
um. Því verður að leita í skjalfræðilegar heimildir að samanburðarefni.
Hörður Ágústsson hefur staðið fyrir athyglisverðum rannsóknum á
skriflegum úttektum, sem gerðar voru á klausturgörðum Munkaþver-
árklausturs og Þingeyraklausturs á 17. og 18. öld.14 Athuganir hans eru
mjög áhugaverðar til samanburðar við niðurstöður fornleifarannsóknar
rústanna í Viðey. Fornar skoðunargerðir húsa, þ.e. úttektir, skera sig úr
skjalfræðilegum gögnum að heimildagildi. Úttekt er könnun á ástandi,
eðli og verði eignar, lausrar og fastrar. Fornar skoðunargerðir voru
gerðar af kjörnum opinberum tilsjónarmönnum, þ.e. sýslumönnum,
próföstum eða hreppstjórum og voru oft smiðir með í fylgd þeirra.
Úttektir voru því löggerningar og vettvangskannanir og er heimilda-
gildi þeirra traust þar sem eignaraðilar og leigutakar urðu að hafa full-
vissu fyrir því að rétt væri hermt frá. Fulltrúar þeirra voru því oftast
með þegar skoðunargerðir voru framkvæmdar.13
í bæjarhólnum norðan Viðeyjarstofu hafa fundist bæjarrústir og telja
má líklegt að um klausturbæinn sé að ræða. Enn hafa ekki fundist sjálf
klausturhúsin, þ.e. ábótastofa, kapítuli, málstofa og svefnhús (dormi-
torium), sem hugsanlega hafa staðið gegnt bæjarhúsunum. Hafa verið
10. Steintausíslát, sem líklega hafa verið flutt til landsins með dýru kryddi eða olíu í hafa
fundist við uppgröftinn.
11. Margrét Hallgrímsdóttir: Viðey. Fomleifarannsóknir Í988-Í989, bls. 50-74.
12. íslenskt fornbréfasafn I, bls. 496.
13. Árbæjarsafn, Margrét Hallgrímsdóttir: Handrit að skýrslu uppgraftar 1989-1990.
14. Hörður Ágústsson: „Húsagerð á síðmiðöldum", bls. 293-295.
15. Hörður Ágústsson: „íslenski torfbærinn", bls. 263.