Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Síða 91

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Síða 91
RANNSÓKNIR í VIÐEY 95 verulegt ríkidæmi á þessum stað. Má þar fyrst nefna stórt búr með fjöida niðurgrafinna sáa, þar sem geymdur hefur verið matarforði búsins. Innfluttur varningur á borð við krydd eða olíu10, heslihnetur og býflugnavax benda til auðlegðar og erlendra áhrifa.* 11 Er Viðeyjarklaustur komst undir vald konungs við siðskipti hafði það eignast á annað hundrað jarðir12 og er líklegt að hið stóra búr hafi geymt tollvarning er barst Viðeyjarklaustri frá jörðunum. Þessi atriði renna stoðurn undir þá skoðun að rústirnar séu af byggingum Viðeyjarklausturs. Greinilegt er einnig af rústunum að mikið hefur verið lagt í byggingu húsanna, sem hafa verið stór. Ummerki viðarklæðningar á veggjum voru greinileg í skálanum og í gólfskán hans fundust rúðubrot til vitnis um glerglugga í skálanum. Þessi atriði benda til vandaðra híbýla.13 Engar fornleifafræðilegar heimildir eru til um húsaskipan íslenskra klaustra á síðmiðöldum til samanburðar við rústirnar í Viðey þar sem ekki hefur fyrr verið gerð fornleifarannsókn á íslenskum klausturstöð- um. Því verður að leita í skjalfræðilegar heimildir að samanburðarefni. Hörður Ágústsson hefur staðið fyrir athyglisverðum rannsóknum á skriflegum úttektum, sem gerðar voru á klausturgörðum Munkaþver- árklausturs og Þingeyraklausturs á 17. og 18. öld.14 Athuganir hans eru mjög áhugaverðar til samanburðar við niðurstöður fornleifarannsóknar rústanna í Viðey. Fornar skoðunargerðir húsa, þ.e. úttektir, skera sig úr skjalfræðilegum gögnum að heimildagildi. Úttekt er könnun á ástandi, eðli og verði eignar, lausrar og fastrar. Fornar skoðunargerðir voru gerðar af kjörnum opinberum tilsjónarmönnum, þ.e. sýslumönnum, próföstum eða hreppstjórum og voru oft smiðir með í fylgd þeirra. Úttektir voru því löggerningar og vettvangskannanir og er heimilda- gildi þeirra traust þar sem eignaraðilar og leigutakar urðu að hafa full- vissu fyrir því að rétt væri hermt frá. Fulltrúar þeirra voru því oftast með þegar skoðunargerðir voru framkvæmdar.13 í bæjarhólnum norðan Viðeyjarstofu hafa fundist bæjarrústir og telja má líklegt að um klausturbæinn sé að ræða. Enn hafa ekki fundist sjálf klausturhúsin, þ.e. ábótastofa, kapítuli, málstofa og svefnhús (dormi- torium), sem hugsanlega hafa staðið gegnt bæjarhúsunum. Hafa verið 10. Steintausíslát, sem líklega hafa verið flutt til landsins með dýru kryddi eða olíu í hafa fundist við uppgröftinn. 11. Margrét Hallgrímsdóttir: Viðey. Fomleifarannsóknir Í988-Í989, bls. 50-74. 12. íslenskt fornbréfasafn I, bls. 496. 13. Árbæjarsafn, Margrét Hallgrímsdóttir: Handrit að skýrslu uppgraftar 1989-1990. 14. Hörður Ágústsson: „Húsagerð á síðmiðöldum", bls. 293-295. 15. Hörður Ágústsson: „íslenski torfbærinn", bls. 263.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.