Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Page 39

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Page 39
KOLEFNISALDURSGREININGAR OG ÍSLENSK FORNLEIFAFRÆÐI 43 sem gerðar hafa verið í Uppsölum. Helst má þar nefna að óvenjulega mikið ósamræmi er á milli aldursgreiningar sýnanna og innbyrðis afstöðu þeirra mannvistarlaga, sem þau koma úr.2:i Ósamræmið er svo mikið, að erfitt er að trúa því að sýnin séu úr réttu samhengi. Á hinn bóginn hefur Margrét Hermanns-Auðardóttir, sem stjórnaði fornleifarannsóknum á bæjarrústum í Herjólfsdal á Heimaey, valið að taka háar niðurstöður kolefnisaldursgreininga, sem gerðar voru í Upp- sölum, sem gefnar.2í’ Hún telur að ekkert sé að niðurstöðunum. Sömu- leiðis velur hún þá undarlegu leið að nota elsta gildi leiðréttrar aldurs- greiningar, í stað þess að nota allt það tímabil sem leiðréttar aldursgrein- ingar láta í té. Þar fyrir utan hafnar hún aldursgreiningum íslenskra gjóskulagafræðinga án haldgóðra skýringa. Prátt fyrir að engar minjar frá Herjólfsdal geti réttilega bent til þess aldurs sem kolefnisaldursgrein- ingar sýna og þrátt fyrir að notkun heimilda sé í meira lagi ábótavant og að jafnvel sé vitnað ranglega í rit27, kemst Margrét að þeirri niður- stöðu að búseta á íslandi hafi hafist miklu fyrr en hingað til hefur verið talið. Þar sem þessi niðurstaða byggist fyrst og fremst á ógagnrýnni túlkun á kolefnisaldursgreiningum er erfitt að taka mark á henni. Það ber að undirstrika að niðurstöður allra kolefnisaldursgreininga frá Herj- ólfsdal, leiðréttar við tvö staðalfrávik (95% líkindi), gefa ekki ástæðu til að þær séu notaðar sem þungamiðja kenningar um byggð í landinu á 7. og 8. öld. Þrjú sýnanna frá Heimaey (U-2531, U-4402 og U-4403; mynd 2 a-c) hafa öll hlotið aldursgreiningar, sem benda til nokkurs samræmis við hefðbundna tímasetningu landnáms á íslandi. Tvö sýni (U-2533 og U- 2662, sjá mynd 2, línurit d og e) gætu einnig hafa verið tré sem uxu á 8. og 9. öld og voru koluð í lok 9. aldar. Hins vegar ber að nefna, að ein aldursgreiningin (U-2532) hlýtur að hafa misheppnast, eða að sýnið, sem tekið hefur verið, er úr röngu samhengi. Enn ein greining frá Herj- ólfsdal er til.28 Henni hefur hingað til verið haldið leyndri af Ingrid U. Olsson, og er þess vegna ekki birt með hinum 9 greiningunum (sjá töflu 1, U-4403). Ef þeim, sem rannsakaði rústir í Herjólfsdal, hefði verið kunnugt um þessa greiningu áður en heildarniðurstöður voru birtar, er hugsanlegt að höfð hefði verið hliðsjón af þeim 5 greiningum sem geta bent til hefðbundins landnámstíma og að birtar hefðu verið mun hógværari kenningar fyrir bragðið. Tilvera greiningar númer U- 25. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson í prentun (B). 26. Margrét Hermannsdóttir 1986; Margrét Hermanns-Auðardóttir 1989, bls. 45-54. 27. Sveinbjörn Rafnsson 1990. 28. I. U. Olsson, handrit.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.