Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Side 118
122
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Þegar ég skrifaði grein mína var ekki vitað um afdrif húfunnar í
Görðum, og ekki var svo heldur ári síðar, er ég skrifaði og birti stutta
viðbótargrein, „Enn urn skildahúfu,“4 að fengnum nokkrum heimildum
urn skildahúfur og húfuskildi sem mér hafði áður verið ókunnugt um.
Hins vegar virðist mér nú að húfunnar frá Görðum muni helst að leita í
Bretlandi ef hún er þá enn til.
Svo er mál með vexti að íýrr á þessu ári varð mér litið í grein eftir
enska bókmenntafræðinginn Andrew Wawn um „hundadagadrottning-
una“ sem svo var kölluð.5 Fjallar hann þar um Guðrúnu Einarsdóttur
Johnsen, dóttur Einars (,,Dúks-Einars“) Jónssonar í Reykjavík og birtir
fjögur sendibréf hennar til lafði Stanley, eiginkonu John Thomas Stanley
lávarðar sem sótt hafði Island heim árið 1789. Bréf þessi, rituð á ensku,
eru frá árunum 1814-1816, en Guðrún hafði dvalist á heimili Stanley-
hjónanna, Winnington í Cheshire, um skeið 1814 meðan hún beið eftir
skipsfari til Islands/’ BirtirWawn bréfin bæði á frummálinu og í íslenskri
þýðingu.
I öðru bréfinu, því fyrsta sem hún skrifar eftir heimkomuna, dagsettu í
Reykjavík 29. september 1814, segir Guðrún meðal annars:
... I have vated on Mr Profast [skv. 8. neðanmálsgrein Wawn mun átt við
Markús Magnússon, prófast í Görðum]... he sends your ladyship a very old
headdress they ottley one of the sort in thiss country & a silver cup, my sister
sends some trifles for som of the young ladys & master Edvard [skv. 9. neðan-
málsgrein Wawn var hann einn sona Stanleyhjónanna]... I send your lady-
ship an Iceland every day capp spun by my mother and kneatted by my youngest
sister apaier of shoes made by me the soks by my elder sister my mother, my
younger sister sends a paier of gloves of her own making for miss lucia [Lucy
Stanley, skv. 11. neðanmálsgrein Wawn] my mother desieres me to put a collar
in to the box that your ladyship might haue the dress compleat...7
íslensk þýðing bréfakaflans er á þessa leið:
...Eg hef heimsótt hr. prófastinn hann var afar ánægður að sjá mig;
hann sendir yðar náð mjög gamlan höfuðbúnað, þann eina sinnar teg-
undar hér á landi og silfurbikar. Systir mín sendir nokkra smáhluti handa
nokkrum ungu stúlknanna og master Edward.... Eg sendi yðar náð ís-
lenska hversdagshúfu sem móðir mín hefur spunnið og yngsta systir mín
pijónað, skó gerða af mér og sokka sem móðir mín og eldri systir hafa
gert. Yngri systir mín sendir vettlinga sem hún gerði sjálf handa fröken
Luciu. Móðir mín biður mig að láta kraga í kassann svo að yðar náð eigi
allan búninginn....8