Víkverji

Issue

Víkverji - 04.09.1873, Page 6

Víkverji - 04.09.1873, Page 6
90 en konung einn. |>ó hefir höfundrinn skiiið það, eins og sjá má af þeim vingjarnlegu orðuin hans, er vér nú skulum setja eptir að hafa lagt þau út úr dönsku: «þeim er vita, að hann (Jón) sækir nú um rektorsembættið, mun þykja mál þetta miðr óskiljanlegt, og það lítr eigi,heldr út fyrir, að framganga hans á Þingvöllum hafi í nokkru verulegu eytt trausti því, er menn hafa til hans, því að leynilega var að lokum við tekið á í’ingvallafundinum, að veita ætti Jóni Sigurðssyni, ef hann yrði rektor, 1000 rd. árlega viðbót við laun hans, en ef hann yrði eigi rektor, ætti að gefa honum svo mikið, er svaraði rektorslaunun- um». Atli megi bæta við þessa sögu: Ólýg- inn sagði mér? Af því, er vér böfum hér sett, geta les- endr skilið, hvernig inn djúpsæi höfundr dæmir um Jón Sigurðsson, en greinin er mest um hann. Um málin sjálf fer höfundr- inn eigi mörgum orðum, en þau orð, er hann prenta lætr, eru jafn-fróðleg Dönum og kát- leg íslendingum, og dómrinn um Jón Sig- urðsson og flokk hans. Um tillögu nefndarinnar í stjórnarbótar- málinu á alþingi í sumar segir höfundrinn, að hann hafi átt örðugt með að skilja hana, — þó að maðrinn þykist hafa íslenskan anda, er hann eigi hyggjuhvass. Loksins, líklega eptir að hafa glöggvað sig á fornsögunum, kemst hann að þeirri niðrstöðu — (og það er eiginlega ið merkilegasta í ritgjörðinni) — að lillaga sú frá nefndinni, er allir urðu sam- dóma um á alþingi, sé eigi annað en það, er varðofan á í’ingvallafundinum, það er Jón Sig- urðsson þá mælti í móti, en sem hann nú fær veslings-alþingismennina , er ekkert geta hugsað sjálör, til að ganga að! Það er og merkilegr andsk. þessi Jón! Hefði hann að eins fundið höfundinn, fyr en hann fór frá Höfn, hefði höfundrinn getað kent honum hæga og góða leið til að koma stjórnarmál- inu í lag, en þá leið hefir enginn enn farið! í>á er höfundrinn tekr svo að mæla, kveikist forvitnin með mönnum, en sneypa kemr í stað forvitni, er menn lesa, að þessi inn nýi vegr, er höfundrinn hefir hugar-augum á komið með inum íslenska anda sínum, sé sá, að landshöfðingi skuli hafa ábyrgð fyrir al- þingi á öllum sérstökum Islenskum málum, en ráðgjafi í Höfn skuli liafa ábyrgð fyrir ríkisdegi í öllum þeim málum, er sameigin eru Dönum og íslendingum. Gaman væri að fá þá íslensku veru, er höfundrinn talar svo mikið um, til að kenna oss, hver munrinn er á þvi fyrirkomulagi, og því, er alþingi fór fram 1867, 1869 og 1871. Höfundrinn endar grein sína með því að segja inum dönsku bræðrum sínum frétt þá, er eigi er með öllu ómerkilegri, en það, er hann sagði oss af fjárveitingum Þíngvalla- fundarins Jóni til handa: «l>að var Jón, er 1867 kom konungsfulltrúa til að gefa fyrir hönd Leunings ráðgjafa heitorð, er enginn ráðgjafi hafði heimild til að veita, en það var, að vér skyldum fá að kljá stjórnarmál vort án samþykkis ríkisþingsins, (það er sjálfsagt að ætlun höfundarins eitt af þvi, erJónhefir gert óíslenskulegast og ófrjálslegast), og nú í sumar helir landshöfðingi, er sýnist að ællun höfundarins að vera með þeim slerk- ustu fylgifiskum Jóns, og nokkrir alþingis- menn að undirlagi Jóns talað sig saman um, að alþingi skyldi í þetta sinn selja stjórninni sjálfdæmi í sljórnarskipunarmáli voru». Er eigi óttalegt að sjá ina helslu menn þjóðar- innar, alþingisforseta og konungsfulltrúa og nokkra alþingismenn, stofna samsæri gegn þjóðinni ?!! 4. Þess mátti vænta, að landar vorir í Raupmannahöfn mundu eigi láta grein þeirri, er vér nú gátum, með öllu ósvarað, þó að örðugt sé að reka aptr alla þá skekkju, er í henni er, þá er mælt er til Dana, er eigi geta sjálfir lesið blöð vor, og þannig er hægt að villa sjónir fyrir. í Dags-Telegrafen 15. f. m. lesum vér þannig bréf, er «íslendingr» hefir ritað ritstjórninni 11. s. m. út af grein þessari. Greinin er eins og von er á í dönsku blaði, mjög stutt, og sýnir að eins fram á ið helzta af því, er sagt er rangt í greininni 10. s. m.: «Að Jón eigi hafi verið mótdrægr öllum sambandsmálum milli Dana og íslendinga sést bezt af því, að það er að miklu leyti honum að þakka að in fyrsta grein í öllum þeim stjórnarskrárfrumvörpum, er alþingi hefir samþykt, segir svo: «ísland er óaðskiljanlegr hluti Danaveldis með sér- stökum landsréttindum», eins og skipað er fyrir í lögum 2. janúar 1871. teir er vilja vita, hvað Jón Sigurðsson og íslendingar hafa verið að berjast fyrir, geta lesið það, er sagt

x

Víkverji

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.