Alþýðublaðið - 30.03.1960, Side 11
TVEIR þýiðngarmiklir leik-
ir íslandsmótsins í körfuknatt-
leik voru háðir að Hálogalandi
á mánudaginn. Leikið var til
úrslita í báðum riðlum mf.
karla og urðu úrslit þau, að
KFK sigraði Ármann 56:42, og
IR sigraði ÍS með sama stiga-
mun 55:41.
Mikill áhugi var fyrir leikjun
um. Áhórfendur fjölmargir og
skemmtu'sér hið beíta. Er sýni
legt að þessi fallega íþrótt nýt-
ur síyaxandi vinsælda hérlend-
is.
KFR - ÁRMANN.
Leikurinn var jafn framan
af ;en Ármenningar þó heldur
með frumkvæðið. Og er leið á
fyrri hálfleik ná þeir mjög góð
um tökum á leiknum. Sýndu
hratt og laglegt samspil og skor
uðu hvað eftir annað án þess að
KFR-ingar fengu við ráðið. —
Var þar aðallega að verki Birg-
ir Birgis, sem sýndi sérlega
glæsilegan leik jafnt í sókn
sem vörn. Einhver losarabrag-
ur var á leik KFR-inga og skot-
in óviss. Á tíma stendur á töfl-
unni 21:11 Ármanni í vil. Þá i
taka KFR-ingar smám saman
Frá leik KFR og Á: Einar Matt-
híasson er með knöttinn.
að sækja á. Gerðist leikurinn
ærið spennandi og jafnaðist
mjög stigatalan. Taflan sýnir
23:21 Ármann í vil, en á síð-
utsu mín. hálfleiksins komast
KFR-ingar yfir, og lauk hálf-
ieiknum 28:27 þeim í hag.
Þegar í byrjun seinni hálf-
leiks varð Birgir að víkja af
leikvelli, þ. e. hann hafði hlot-
ið 5 villur. Fór þá smám sam-
an að síga á ógæfuhliðina hjá
Ármenningum, enda tókst KFR
ingum nú vel upp. Áttu þeir
góðan leik það sem eftir var
og skoruðu oft fallega úr lang-
skotum, voru þar stórvirkastir
Einar Matthíasson og Ólafur
Thorlacius, sem skoraði oft og
af 10-12 m. færi glæsilega. —
Lauk leiknum eins og fyrr seg-
ir með sigri KFR 56:42.
í heild. var leikurinn
skemmtilegur, einkum þó fyrri
hálfleikur. Lið KFR er mjög
jafnt, þó mátti í þessum leik
telja bezta, Einar, sem skoraði
21 stig og Ólaf, sem skoraði 15
stig. Gunnar Sigurðsson skor-
aði 8 stig og sýndi og frábæran
varnarleik. Sigurður Helgason
skoraði 6 stig, Helgi Rafn og
Ingi Þorsteinsson 3 stig hvor.
Ingi átti óvenjuslæman leik
fyrri hluta leiksins, enda hafði
hann orðið fyrir hnjaski strax
í byrjun leiksins. Hann sótti
sig þó smám saman og lék á-
gætan varnarleik er á leið.
Eins og fyrr segir lék lið Ár-
manns ágæta vel, fyrri hálf-
leik. Þetta er í fyrsta sinn sem
Ármann sendir lið í mfl. karla
á íslandsmót í körfuknattleik,
og má segja að þeir hafi byrjað
ágætlega. Beztur var Birgir,
sem skoraði 10 stig, en auk
hans bar mest á Ingvari Sigur-
björnssyni, sem skoraði 10 st.
Ásgeir Guðm. og Sigurjón skor
uðu 6 stig hvor, Davíð Helga-
son, 3 og Lárus, sem var að
bessu sinni mjög mistækur í
körfuskotum skoraði aðeins 2
stig. Hann sýndi þó, eins og
fyrr mikla leikni í samleik.
KFR-ingar tóku 12 vítaköst
og skoruðu úr 8, sem telja verð
ur ágætt. Ái;menningar gerðu
snöggt um verr úr vítaköstun-
»m, tóku 16, en skoruðu aðeins
úr 5!
Dómarar voru Helgi Jóh. og
Þóúr Arinbj. og dæmdu nokk-
LEIKUR ÍR og íþróttafél. ||
Stúdenta, núverandi ís- |;
landsmeistara, var harður j!
á köflum, en ÍR hafði þó !;
yfir mestallan tímann. Á j!
myndinni sjáið þið Hólm- !>
stein (nr. 14) með knött- j!
inn. Kristinn, fyrirliði ÍS, !>
reynir að ná knettinum, |
en Jón Eysteinsson (Jóns- j!
sonar, fyrrv. ráðherra) til !;
vinstri og Helgi Jóhanns- j!
son, fyrirliði ÍR, fylgjast !;
með af miklum áhuga. — |
Ljósm. Sv. Þormóðsson. !;
Dallas
19/67 m.
DALLAS LONG setti heims-
met í kúluvarpi á móti í Los
Angeles um helginia, hann varp-
aði 19,67 m. Það er 22 sm lengra
en Nieder náði fyrir viku. Þjálf
arinn Mortensen sagði eftir
mótið, að allar aðstæður hefðrn
verið Iöglegar og mietið yrði
örugglega staðfest. Annar viarð
Ðave Davis með 19,15 m.
30 BEZTU knattspyrnumenn
Noregs fóru til æfinga í Yejle
undir leiðsögn þjálfarans Willy
Kment um síðustu helgi, en
hann er nýráðinn til norska sam
bandsins.
uð vel, en gerðu sig þó einstaka
sinnum seka um slæmar yfir-
sjónir, eins og t. d. eitt skipti,
tekið var uppkast, þá kastaði
dómarinn upp boltanum greini
lega áður en leikmaðurinn var
tilbúinn í uppstökkið.
ÍR - ÍS.
Þegar í upphafi var greini-
legt, að talsverður taugaóstyrk
ur var í leikmönnum, og var
leikurinn all fumkenndur til
að byrja með. ÍR-ingar átta sig
fyrr og ná upp hröðum leik, —
sem stúdentar eiga ekki svar
við, og er aðeins eru 7-8 mín.
af leik, hafa ÍR-ingar náð 11
stiga forskoti 14:3. Þá taka
stúdentar að herða sig og jafn-
ast leikurinn nokkuð, en ÍR-
ingar halda þó örugglega foryst
unni. Varð nú talsverð harka í
leiknum og auðséð, að leikið
var ákaflega til sigurs á báða
bóga, en hálfleiknum lauk með
sig.i ÍR 24:18.
Seinni hálfleikur var keim-
líkur hinum fyrri, barizt af
kappi á báða bóga. Var leik-
urinn spennandi, en varla fal-
legur af sama skapi. Ekki tókst
stúdentum að jafna metin, og
fóru þeir fremur halloka, svo
að er leiknum lauk skildu 14
stig á milli, 55:41. Þar með
tókst ÍRc-ingum að gjalda fyrir
úrslitaleikinn á íslandsmótinu
í fyrra, er þeir töpuðu fyrir ÍS.
Eins og að framan getur var ,
leikurinn all-harður, svo að
nokkuð var til lýta. Var mikið
um brot. T. d. fengu ÍR-ingar,,
Framhald á 14. síðu. 1
llfar 10. i stór-
se ^ w p m
vigi a Spam
ÚLFAR SKÆRINGSSON skíða
maður úr ÍR er nú staddur á
Spáni og keppti nýl. á alþjóða
skíðamóti í Nuria, 170 km norð-
ur af Barcelona. Úlfari gekk vel
í stórsviginu, þ!ar sem hann
Úlfar Skæringsson.
varð 10. af 51 keppanda. Hann
fékk þó slæmt rásnúmer eða 37.
Honum mistókst í miðri braut-
; ip.nS cn gskk að öðru leyti vel.
1 Meðal keppenda voru margir
beztu skíðamenn Austurríkis Ojr
Frakklands. Úrslit í stórsvigí:
Helmuth Schranz, Austurriki
1:37,9 mín.
Jean Claude Killy, Frakkl.
1:38,2. mín.
Peppi Kapferer, Austurríki
1:39,0.
Tími Úlfars var 1:50,4 mín.
í svigi gekk Úlfari vel í fyrri
ferðinni, en í þeirri síðari var
hann dæmdur úr leik. í svigi
sigraði Heinz Dietrieh, Austur-
ríki, annar varð Fredi Fuchs,
Sviss og þriðji Rudi Wyrsch,
Sviss. í tvíkeppni sigraði
Schranz, annar Wyrsch og
þriðji Dietrich. Cecile Prince,
Frakklandi, sigraði í svigi og
tvíkeppni kvenna, Dusonchet,
Frakkl. í stórsvigi. Nuria er í
2000 m hæð, þar er nægur snjór
og Iandslag svipað og á íslandi,
segir Úlfar í bréfi til Íþróttasíðu
Alþýðublaðsins, nema að skóg-
inn vantar. Úlfar mun keppa cí
Ítalíu um næstu helgi.
í blaðinu í gær var skýrt frá
því, að hfiimsmeistarakeppni
færi fram í handknattleik í
júní í Hollandi. Það er alveg
rétt. en gleymdist að taka fraxn*
að það er hjá kvenfólki.
Alþýðublaðið — 30. marz 1960 &J,
' ím*'