Alþýðublaðið - 30.03.1960, Side 3
FUJ í LIDO
BINGÓKVÖLD heldur Félagi
ungra jafnaðarmanna í Reykja-
vík fimmtudagskvöldið 7. apríl
nk. í LIDO og liefst það kl.
8.15. Aðalvinningar kvöldsins
verða ferð með Gullfossi til
Kaupmannahafnar og heim aft-
ur og fimm daga páskaferð með
Krústjov í
Rheims
RHEIMS, 29. marz. — NTB-
AFP. — Krústjov, forsætis-
ráðherra Sovétríkjanna, og
föruneyti hans kom til Ver-
dun í dag og seinna um daginn
liélt hann ræðu í Rheims, og
réðst harkalega á Vestur-Þjóð-
verja. Hann sakaði meðal ann-
ars Adenauer um að vera að
endurvekja Herraþjóðarkenn-
ingar Hitlers og færði sem
rök fyrir því þau ummæli A-
denauers er hann viðhafði við
)pá!Ja fyr(ir skömmu, að Guð)
hefði falið Þýzkalandi það hlut
verk að frelsa Evrópu.
Krústjov var vel fagnað í
Rheims. Hann sagði í ræðu
sinni í Rheims að Frakkar og
Rússar hefðu alltaf verið sig-
ursælir, er þeir stóðu saman.
HINN nýi sendiherra Ung-
verjalands á íslandi, herra Pál
Korbacsica afhenti í gær for-
seta íslands trúnaðarbréf sitt
við hátíðlega athöfn á Bessa-
stöðum, að viðstöddum Emil
Jónssyni ráðherra, sem fer
með utanríkismál í fjarveru
utanríkisráðherra.
Að athöfninni lokinni hhöfðu
forsetahjónin hádegisverðar-
boð fyrir sendiherrann og frú
hans.
PEKING, 29. marz. NTB-
AFP. — SJÚ EN LAI, for-
sætisráðherra Kína, setti í dag
kínverska þingið í Peking. —
Það situr tíu daga á ári hverju.
Ferðaskrifstofu Úlfars Jacob-
sen.
Auk þess verða 10—12 vinn-
ingar smærri og er mjög vand-
að til þeirra. Er þar á meðal
fatnaður, bækur, málverk o.fl.
Listinn yfir vinningana verður
birtur hér í blaðinu einhvern
næstu daga.
Þegar bingó hefur verið leik-
ið, mun að öllum líkindum ný,
amerísk söngkona, sem LIDO
á von á, skemmta og síðan verð-
ur stiginn dans til kl. 1.
Bingó er orðið geysivinsælt
hér, og er jafnan fjölmenni,
hvar sem það er spilað. Að-
göngumiðar að bingókvöldinu
fást á skrifstofu Alþýðuflokks-
ins í Alþýðuhúsinu og er hægt
að panta þá í síma 1 50 20 og
1 67 24.
Fólki er bent á að tryggja
sér miða í tíma, því að þeir
munu vafaláust seljast mjög
fljótt. Öllum er heimill aðgang-
ur.
REYKJAVÍK
SKEMMTIKVÖLD FUJ í Rvík
verður annað kvöld kl. 8.15 í
Félagsheimilinu Freyjugötu 27.
Fjölmargt til skemmtunar að
venju; Bingó, skáktöfl, snil, leik
ir og fleira. — Þriggja kvölda
keppni í félagsvist byrjar. Fjöl-
mennið og takið gesti með.
FÖNDUR Á FÖSTUDAG.
Stúlkunum á föndumám-
skeiði FUJ í Reykjavík er
bent á, að mæta á föstudags-
kvöld, en ekki á fimmtudags-
dagskvöld, eins og áður var
ákveðið.
KÓPAVOGUR
FRAMHALDSSTOFNFUNDUR
FUJ í Kópavogi verður í Fé-
lagsheimilinu Freyjugötu 27
næstkomandi fimmtudagskvöld
kl. 8,30. Eftir fundinn verður
farið á skemmtikvöld FUJ í
Reykjavík á sama stað.
Fjölmennið stundvíslega.
Þjófurinn eyði-
lagði bifreiðina
KLUKKAN 5 í fyrrinótt
fannst bifreið, þar sem hún stóð
utan við veginn á móts við
Rauðhóla, skamimt frá Reykja-
vík. Bifreiðin stóð á hjólunum,
en greinilegt var að hún hafði
endasteypzt.
Eigandi bifreiðarinnar segir
að henni hafi verið stolið frá
húsi hans í Vogunum. H'ann sá
bifreiðina fyrir utan húsið
skömmu eftir klukkan 12 þá um
nóttina_ Hann vissi ekkert um
þjófnaðinn fyrr en lögreglan
vakti hann upp um morguninn
með þessum fréttum.
Bifreiðin hefur endásteypzt
er henni var ekið út af vegin-
um. Hún er það mikið skemmd,
að ekki mun talið borga sig að
gera við hana, einkum vegna
þess að grindin er öll skökk og
undin.
Þetta var Kaiserbifreiðin R
3633 af árgerð 1954. Eigandi
hennar er Guðmundur Guð-
mundsson heildsali.
INNBROT var framið í fyrri-
nótt í frímerkja- og bókasöluna
,að Frakkastíg 16. Þjófurinn
braut upp dyr búðarinnar.
iStolið var 'bók, sem frímerki
eru geymd í. Munu 'hafa verið
frímerki í bókinni, sem eru um
2000 krónur að verðmæti.
Einnig var stolið fyrstadags-
ums’lögum, m. a. ballonumslagi,
lýðveldisumsla^i og handrita-,
svana- og Vatnajökulsumslagi.
Bílasalirm hirti bil bíógests
FYRIR nokkrum dögum fór
maður nokkur á kvikmynda-
sýningu í Stjörnubíó. Hann
var á bíl, senr hann hafði
lagt á bílastæði skammt frá
meðan á sýningunni stóð.
Þcgar sýningu var lokið og
maðurinn ætlaði að halda
heimleiðis, tók hann eftir
því, að bíllinn var horfinn.
Maðurinn gerði lögreglunni
þegar aðvart og var liafin um-
fangsmikil leit að bílnum um
nóttina, en án árangurs.
Daginn eftir var hringt frá
bílasölu, skamrnt frá Stjörnu-
bíó og tilkynnt að þar væri
bifreið, sem tekin hefði verið
í „misgripum“ kvöldið áður.
Þannig stóð á þessu, að
bílasalinn var að selja bíl,
sömu tegundar og þann sem
hvarf, en hann þurfti að fara
til viðgerðar um nóttina, svo
hann væri tilbúinn fyrir kaup
andann næsta morgun. Við-
gerðarmaðurinn fékk lykla að
bílnum hjá bílasalanum og
gerði við þá galla sem á hon-
um fundust uni nóttjna. Um
morguninn sagði hann bíla-
salanum, að þetta hefði verið
miklu minni viðgerð, en hann
hefði búizt við.
Bílasalinn fór þá að athuga
málið og kom í ljós, að hann
var næstum búinn að selja
rangan bíl. Bíllinn, sem átti
að fara í viðgerð, var óhreyfð-
ur fyrir utan bílasöluna. Lykl
arnir að honum höfðu gengið
að hinum.
Misskilningur þessi endaði
þó farsællega, einkum fyrir
bíógestinn sem fékk fría við-
gerð á bíl sínum.
Nýtt innheimtu-
kerfi simgjalda
EINS OG áður hefur verið
skýrt frá breytist innheimtu-
fyrirkomulag símaafnotagjald-
anna í Reykjavík 1. apríl næst-
komandi, þannig að notendur
með símanúmerin 10000 til 16
499 greiða fullt ársfjórðungs-
gjald í apríl, en þeir sem hafa
númerin 16500—24999 greiða
eins mánaðar afnotagjald í apr-
íl, en venjulegt ársfjórðungs-
gjald í maf og síðan á ársfjórð-
ungs fresti. Þeir, sem hafa
símanúmerin 32000 til 36499
greiða tveggja mánaða afnota-
gjald í apíil, en venjulegt árs-
fjórðungsgjald í júní, og síðan
á ársfjórðungs fresti.
Frá 1. apríl verða símanot-
endur í Reykjavík ekki krafðir
mánaðarlega um greiðslur fyr-
ir símskeyti og símtöl á meðan
upphæðin er undir 100 krónum,
heldur með ársfjórðungsreikn-
ingi.
Athygli símnotenda við sjálf-
virku stöðvarnar skal vakin á
eftirfarandi:
1. apríl reikningi fylgir reikn
ingur fyrir umframsímtöl sem
töluð voru á tímabilinu desem-
ber, janúar, febrúar, og reikn-
ast á 55 aura hverf samtal, en
umframsímtöl, sem eru töluð
1. marz og síðar, kosta 70 aura.
2. Lækkun símtalafjöldans,
sem er fólginn í fastagjaldinu,
niður í 600 símtöl á ársfjórð-
ungi, kemur fyrst til fram-
kvæmda á símtölum, sem eru,
töluð eftir 30. júní.
3. Vegna hins sérstaka fyrir-
komulags á símasambandinu
milli Hafnarfjarðar og Reykja-
víkur, verður símtalafjöldinn,
sem fólginn er í fastagjaldinu
í Hafnarfirði, reiknaður sem
svarar 850 símtölum á ársfjórð-
ungi fyrir þau símtöl, sem tÖl-
uð eru á tímabilinu 1. marz til
30. júní á þessu ári, en lækkar
1. júlí ofan í 600 símtöl á árs-
fjórðungi, samtímis því að
gjaldið fyrir símtölin milli
Hafnarfjarðar og Reykjavíkur
verður reiknað eftir tímalengd
niður í eina mínútu. Þar sem
helmingur símtala frá heimilis
símum í Hafnarfirði til Reykja-
víkur hefur reynzt að vara
skemur en 1 mínútu, en með-
altími símtalanna um 2 mínút-
ur, felur hið nýja fyrirkomu-
lag í sér talsverða gjaldalækk-
un. Samskonar fyrirkomulag
verður þá einnig tekið upp á
sjálfvirku símasambandi á milli
Hafnarfjarðar og Keflavíkur.
(Frá póst- og símamála-
stjórninni.)
Deilan
DEILAN um kjör útlendinga
í Sinfóníuhljómsveitinni leyst-
ist á þann veg, að þeir munu
starfa áfram við óbreytt kjör.
Sigga Vigga
Alþýðublaðið — 30. marz 1960 J