Íslendingur - 19.04.1875, Blaðsíða 1

Íslendingur - 19.04.1875, Blaðsíða 1
(18 arkir). Árgangurinn kostar 2 krónur 4 íslandi; í Danmörku og Englandi 2 kr. 50 aura, í Vestur- heirni 3 kr., sem borgist fyrir síðasta júlí p. á. 19. april. 1. ár 1875. 9—10. — Póstskipið kom að kveldi hiug 5. þ, m., Og hafði lagt frá Kaupmannahöfn þ. 14. f. m. Með því komu frá Kaupmannahöfn: verzlun- arstjórarnir J. Stephensen og M. Jóhannessen (forstöðumaður norsku verzlunarinnar í Rvík), frúLevinsen með syni sfnum, ogkand. Stefán Halldórsson og Stefán Danielsson frá Grund- arfirði; hefur hann dvalið erlendis í vetur ti| að nema saltgjörð. í Danmörku var veturinn fremur harður, og þó enn harðari í Svíaríki; allar póstgöng- ur milli Danmerkur, Svíaríkis og sumra staða í Þvzkalandi voru stöðvaðar sökum þess, að allt Jótlandshaf, Beltin, og nokkur hlutí Eystra- salts var lagt isi. Nokkru áður en póstskip fór frá Höfn, var haldin þar hátíð í minningu þess, að fornfræðafjelag Norðurlanda hafði þá staðið í 50 ár; konungur var þar sjálfur viðstadd- ur; talaði hann þar mikið um ferð sína til íslands, og Ijet vel yfir hepni. Mælt er, að ferð hans hingað hafi kpstað ríkið 36000 kr. Friður er um alla Norðnrálfuna, nema á Spáni; þar berjast menn enn af ákafa. Stjórnarflokkurinn tók í vetur til konungs yfir sig Alphons nokkurn, son Isabellu drottn- ingar, en ekki er það Karlungum að skapi. Máttur þeirra er alls ekki hrotinn á bakapt- ur enn, .og eigi er hægt fyrir að sjá, nær styrjöid þessi muni linna. tegar stjórnar- menn túku Alphons til Konungs, urðu Ivarl- ungar enn æstari en áður, og hafa þeir átt saman margar orustur síðan, og veitir Ivarl- ungum engu miður, en stjórnarhernum. Eina mikla og mannskæða orustu áttu þeir saman seint í febrúar, og veitti stjórnar- hernum þar roiður; varð hann undan að hörfa eptir mikið manntjón; einnig í marz áttu þeir orustur saman, og fer ýmsum sögum um, hverjir hafi borið hærra hlut. Meðal nafnkendra manna, er látist hafa erlendis í vetur, má telja Ledru Bollin, er var nafnfræg frelsishetja; einnig er látinn bókasölumaður Broékham, er heimsólti land vort fyrir nokkr- um árum. Garibaldi var < vetur kosinn til þingsetu á þingi ítala; voru menn hræddir um í fyrstu, að þessi hin gamla frelsishetja mundi verða hinn mesti andvígismaður stjórn- arinnar, en það fór á aðra leið. Hann læt- ur sig litlu skipta politikina, heldur hitt, að efla sem mest efnahag landsmanna sinna. Nú er komin á prent ný útgáfa af Njálu, einkar vönduð, sem von er, því »11* lengi hefnr staðið á þeirri útgáfu. Einnig má geta þess f frjettaskyni, að þeir stórkkaupmaður N. Knudfzon og kaup- maður W. Fischer hafa keypt kaupstaðinn Flensborg í Hafnarfirði, og ætla þeir sjer að hafa hann fyrir aðseturstað fiskiveiðafjelags nokkurs, er þeir ætta sjer að stofna. Yjer höfum sjeð lög þessa fjeiags, og virðast oss þau miður frjálsieg. Fjelag þetta á að ver» hlutafjelag, og er íslendmgum ,gefin kostur á, að kaupa í því hlutabrjef. Vöruverð í Kaupmannehöfn skömmu áð- ur en póstskip fór þaðan: Rúgur: 7 krónur fyrir 100 pd.; bánka- bygg: 10 kr. 30 aurar fyrir 100 pd.; rúgmjöl: 8 kr. fyrir 100 pd.; koffe, frá 85—75 aura fyrir pd eptir gæðum; handisykur: 36—33 aura fyrir pund; hvítasykur: 30—32 aura fyrir pund; brennivín, 25 aur. fyrjr pott. Hvít ull, eptir því sem seinast frjettist frá Englandi, var verðið á þessari vöru 300 kr. fyrir 320 pund, en 320 pund af mislitri ull voru borguð með 250 krónnm. Lýsi var í mjög lágu verði; tunnan af ljósu og tæru hákarlslýsi var borguð með 52—53 krónum,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.