Alþýðublaðið - 08.04.1960, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 08.04.1960, Blaðsíða 15
sína. Stundarfjórðungi fyrir eitt fór hann út. Þar sem hann hafði ekki beðið hana um að panta borð, velti hún því fyrir sér, hvort hann ætl- aði raunverulega að borða einn og hún sat og óskaði þess að kraftaverk skeði og hann kæmi og biði henni með sér. En þegar hún gekk fram í fataherbergið og fór í kápu og setti á sig hatt, varð henni litið í spegil og hún vissi að það myndi aldrei ske. Hún var komin inn aftur á skrifstofuna og sat og las skýrslu frá skrifstofunni í Austurlöndum, þegar dyrnar voru opnaðar. Há, grönn, ung kona, klædd smaragðsgrænni dragt og með ljtinn, fallegan fjaðrahatt á skínandi svörtu hárinu, kom siglandi inn. — Augu hennar tindruðu. „Er herra Bond kominn úr mat?“ „Því miður, hann er ekki við.“ „Eigið þér von á honum?“ Cherry hikaði. Hún hafði heyrt þessa rödd fyrr. En hvar? Hvenær? Nú mundi hún það. í símanum þennan sama morgun. Og hún hafði oft hringt til hennar fvrir Michael. „Nei, ungfrú Austin, það á ég ekki. Eg sagði yður í morg un, að hérra Bond hefði farið frá London í viðskiptaerind- um.“ Ungfrú Austin glotti hæðn- islega. „Vitanlega. Þér sögðuð mér að hann hefði farið til Birm- ingham. Fullkomni einkarit- arinn, ha?“ Cherry var orðin reið. — •Hana langaði til að segja ung frú Austin að hún vildi ekki láta bera sér lygi á brýn. „Eg bíð inni hjá honum,“ sagði ungfrú Austin og gekk inn á skrifstofu Michael Bonds, þar sem hún settist í þænilegan hægindastól. Cherry stóð á fætur gekk til dyranna og lokaði þeim. Þeg- ar Michael kæmi gæti hún a. m. k. aðvarað hann oog sagt honum frá þessari óvelkomnu heimsókn. Kannske gat hann læðst út aftur án þess að hún þyrfti að éta bessa lygi f sig, því að bað yrði án efa erfitt fyrir hann að útskýra þ.að hvers vegna hann var hér í London. Hann kom inn rúmlega 3 og henni fannst hann líta út fyrir að vera mjög ánægður með siálfan sig. Hann var sjálfumglaður og ánægjulegri en hann hafði ven'ð, beggr hann fór út. En bað hvarf eins og skot, þegar hún hvísl- aði: „Ungfrú Austin bíður yð- ar.“ „Þó ekki hér?“ „Eg er hrædd um það. Eg reyndi að losna við hana, en lí „Eg veit það. Það er ekki auðvelt að losna við hana. — Hefur hún verið hér lengi?“ „Á að~ gizka hálftíma“. „Skrattinn sjálfur!“ Hann leit undan og gekk að skrifstofunni „Augnablik, herra Bond“. Cherry tók fram lítinn bursta og burstaði púður af jakka- ermi hans. „Takk“, sagði hann og fór hjá sér. Hún vélritaði af miklum móð og hugsaði um fyrsta daginn, sem hún hafði unnið hjá honum, þegar hún hafði reynt að yfirgnæfa rödd hans meðan hann talaði við ungfrú Stevens í símann. En þetta var allt annað. Jafnvel vél- byssuskothríð hefði ekki get- að yfirgnæft skræka rödd ungfrú Austin, þegar hún var komin af stað. Cherry fylltist undrun yfir því að kona, gem var jafn kuldaleg og glæsileg útlits skyldi á örfáum mínút- um geta breytzt í illgjarna mannveru. Hún bjóst við að fólk í næstu skrifstofum gæti heyrt til þeirra. Og húmheyrði að Michael var einnig reiður. Þau ýoru enn að rífast þegar á innri skrifstofuna voru opnaðar með braki og hávaða. Cherry sá sér til mikillar skelfingar að ungfrú Austin snéri sér við og sló Michael utan undir svo small í. Hún hreytti kveðju- orðunum út úr sér: „Ég skal lögsækja þig fyrir rofið hjúskaparheit. Ég hef bréf sem sýnir það svart á hvítu að þú hefur löfað að giftast mér!“ „Vertu ekki svona heimsk“, sagði Miehael þurrt. Ungfrú Austin sigldi fram hjá Cherry -út af skrifstofunni og skellti hurðinni á eftir sér svó small í. Cherry vissi ekki á hvað hún átti að horfa. Hún hefði helzt viljað að gólfið opnaðist og gleypti hana. Hún hafði aldreí farið eins hjá sér og hún bjóst við að sama máli væri að gegna um vinnuveit- anda þenpar. Hún reyndi að halda áfram með skýrsluna, sem hún hafði verið að skrifa. Svo fann hún að hann stóð við skrifborð hennar. Hún leit upp og hepni hlýnaði um hjartaræturnar. Hann var al- gjörlega niðurbrotinn. Hann tók vasaklútinn upp úr brjóst- Carol Gayne vasanum og þurrkaði sér um ennið. „Guð minn • •. konur!“ and varpaði hann. Cherry horfði á hann og bak við gleraugun ljómuðu augu hennar af meðaumkvun, Hann tók upp sígarettur og þar sem honum gekk hálf illa að kveikja í tók hún kveikj.- ara sinn upp úr skúffunni pg kveikti í fyrir hann. „Takk“. Hann lét fallast niður í stól og sat og reykti þögull um stund. Svo hallaði hann sér fram á við: „Ungfrú Blake?“ „Já, herra Bond?“ „Við höfum orðið nokkuð góðir vinir þessa mánuði, sem þér hafið unnið fyrir mig, er ekki svo?“ „Jú“, sagði hún og óskaði að. hann hefði ekki látið þetta hljóma eins og hún væri gamla frænka haps." „Ég hef oft verið að hugsa um það upp á síðkastið að það sem ég þarfnast er kona, sem er vinur minn“. Hún beið þess sem koma skyldi. „Þér heyrðuð ... og sáuð .. það, sem skeði“. „Ég er hrædd um það“. „Slíkt má ekki endurtaka sig“. Hana langaði til að spyrja hvort hún ætti að koma í veg fyrir það. „S’vo ég sé hreinskilinn“, hann hikaði. „Ég hef góða á- stæðu fyrir því að forðast að bindast konu. Ég má satt að segja alls ekki gera það“. „Ég skil“, sagði hún en sann leikurinn var sá að hún skildi alls ekki eitt orð. „Gallinn er aðeins sá, að ég er eins og leirköggull í hönd- um fagurrar konu“, Hún andvarpaði. „Ég skil það“. „Því miður“, sagði hann hæverskur, „snúa þær ekki þeint bakinu við mér“. Hana langaði til að segja að hún vissi hvers vegna, en hún bjóst við að bezt væri að þegja. „Ég vildi að þær gerðu það“ sagði hann af mikilli tilfinn- ingu. „Er það?“ „Mynduð þér ekki óska þess hins sama, ef þér hefðuð verið í mínum sporum og lent í því sama og ég?“ Hún leyfði sér að brosa. „Ég býst við að yður fyndist lífið leiðiplegra þá“. „Leiðinlegra!“ Hann leit til lofts. „Nei! Svo sapnarlega ekki! Og þó það væri það þá kysi ég það heldur. Heyrið þér mig nú .,.“ Hann hallaði sér að henni og blá augu hans vom alvarleg. „Ég vil að þér gerið dálítíð fyrir mig, ung- frú Blake“. Hún hefði gert allt fyrir hann. Ekkert hefði verið of mikið eða of erfitt. nema kannske það, sem hann bað hana um. „Ég vil að þér haldið þess- um helvítis konum burt frá mér“, sagði hann reiðilega. „Að minnsta kosti næstu sex mánuði. Og þér eigið að halda aftur af mér ef ég skyldi hvika í þessu!“ Cherry datt í hug að þetta væri sú mest óvænta skipun, sem hún hefði getað fengið og jafnframt sú erfiðasta. „Er yður alvara, herra Bond?“ „Fullkomlega". Hún hallaði sér fram á við, greip hraðrifunarblokkina og setti hana á hné sér. Hún vissi að hann var allt of önnum kafinn við sín eigin vandamál til að veita því athygli hvað hún var að gera. „Eigið þér við að þér gefið mér algjörlega frjálsar hend- ur?“ „Já, það geri ég...“, svar- aði' Michael Bond, „Þér getið gert hvað sem er, ef yður að- eins tekst að halda mér frá klónum á kvenfólkinu. Það er yðar þýðingarmesta starf héð an í frá. Ég veit að bér eruð fyrsta flokks einkaritari, en þetta vil ég heldur að þér ger ið fyrir mig. Þér eigjð að vera lífvörður minp, varðhundur minn, vörn mín gegn konum. Skiljið það næstu sex mán- uði og ég skal launa yður vel.“ Hún brosti. Hann hefði orð ið undrandi, ef hann hefði vit- að hvað hún vildi fá x stað- inn. Hún gat borðað smurt brauð á hverjum einasta degi, gengið í tötrum, búið í einu herbergi með aðalgangi að eldhúsi, ef.., En svo kom henni dálítið í hug, hlutur, sem auðveld- lega gat skeð, ef hún sam- þykkti að gera það, sem hann bað hana um. „Það er eitt, sem þér hafið sennilega ekki hugleitt herra Bond. Yðpr finnst þettg nú“, .... rödd hennar var þrungin meðaumkvun, „eftir fram- komu ungfrú Austin og það skil ég mjög vel. En setjum nú sem svo að ég samþykki að gera það, sem þér þiðjið mig um pg að þér komizt svo að þeirri niðurstöðu, að þér hafið alls ekki viljað það? —< Þér gætuð jafnvel orðið svq reiður við mig, að þér rækj- uð mig.“ ■}. ~ Michael hrissti höfuðið. „Æ, nei, það geri ég ekM’, Eg verð yður eilíflega þakk- látur. En ef þér haldið að það sé einhver hjálp fyrir yður, skal ég gefa yður það skrif- legt að hve mikið, sem mér kann að mislíka framkoma yðar skal ég ekki segja yður upp ef þér komið þannig fram í þeim tilgangi einum að komQ mér úr ölluip mínum kyenna- vandræðpm. Staða yðgp hér næstu sex mánuði er tryggð, ég lofa yður því.“ Hann brosti til hennar. „Er þá allt í lagi?“ „Allt í lagi herra Bond.“ Hann stóð á fætur og sagði að fyrst þau hefðu gengið frá þessu væri bezt að halda á- fram að vinpa. Þegar hún gekk inn til hans með bréfin, sem hún hafði skrifað, leit hann aðeins á þau. . „Er nokkuð annað en þetta venjulega?“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.