Alþýðublaðið - 08.04.1960, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.04.1960, Blaðsíða 3
Lánasjódur íslenzkra námsmanna erlendis Stórhækkun námsstyrkja RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt fram á alþingi frumvarp til laga um lánasjóð íslnzkra námsmanna erlendis. Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, fylgdi frumvarpinu úr hlaði í neðri deild í gær með ítarlegri ræðu. Mun verða lögð áherzla á, að afgreiða frumvarpið fyr- ir páska til þess að unnt verði að hcfja lánveitingar úr sjóðn- um stax á 2. ársfjórðungi 1960. Lánasjóði íslenzkra náms- manna erlendis skal varið til að veita námslán íslenzkum stúd- entum og öðrum námsmönnum við nám erlendis skv. ákvæðum laganna og fer Menntamálaráð íslands með stjórn sjóðsins. — Ríkisstjórnin leggur sjóðnum árlega til 3.250.000.00 kr. Af- horganir af námslánum mennta málaráðs, sem veitt voru ár- in 1952-1959 og vextir af þeim renna einnig í sjóðinn. Alls eru nú áætlaðar 5.195. 000.00 kr. til námsstyrkja og námslána samanlagt £ stað 2 millj. kr. árið 1959 og 1.275. 000.00 kr. árið 1958 Gert er ráð fyrir því, að styrkirnir WMWVWMWWIWWWW hækki sem svarar til gengis- fellingar íslenzku krónunnar, en auk þess verði námslánin aukin verulega Áætlað er, að af fjárveitingu ársins 1960 sé hægt að verja 3.250.000,00 kr. til námslána, eða átta sinnum hærri upphæð en árið 1958. í 2. gr. frv. segir, að lán úr sjóðnum skuli aðeins veitt ís- lenzkum stúdentum eða öðrum námsmönnum við nám erlendis skv. reglum, sem sjóðsstjórnin (þ. e. menntamálaráð) setur, en þurfa samþykki mennta- málaráðherra. Hver námsmað- ur skal að jafnaði hafa heimild til að taka lán einu sinni á ári meðan hann er við nám, en þó ekki lengur en hæfilegur náms- tími er talinn í þeirri grein og þeim skóla, sem námið er stund að í. Þeir námsmenn, sem njótq fulls styrks frá menntamála- ráði eða jafnmikils styrks ann- ars staðar frá, skulu að jafnaði ekki fá lán úr sjóðnum. Þó er heimilt >að víkja frá þeirri reglu — ef sérstaklega stendur á. Lántakandi skal enga vexti greiða, meðan á námstíma stendur, en greiða lánin upp með jöfnum afborgunum á 10 árum. Vaxtagreiðslur og afborg anir hefjast þrem árum eftir að námi lýkur. Miða skal við próf eða síðustu lántöku, ef stúdent hverfur frá námi, nema sér- stakar ástæður séu fyrir hendi. Til tryggingar lánum þessum skulu lánþegar samiþykkja skuldabréf og setja frekari tryggingu, ef hægt er, skv. á- kvörðun sjóðsstjórnarinnar. — Bókhald, innheimtu og eftirlit með greiðslum skal sjóðsstjórn- in fela opinberri stofnun, en sér að öðru leyti um daglegan rekst ur sjóðsins. Ráðherra setur reglugerð, þar sem frekar er kveðið á um starf semi sjóðsins. Sigga Vigga Ritvélar ut- anríkisráðu- neytisins í hættu EINS OG fram hefur komið x fréttum var hót- unarbréfið til lögreglu- stjóra skrifað á ritvél í utanríkisráðuneytinu. — Var það ritvél Bjarna Guðmundssonar blaða- fulltrúa, sem notuð var við það tækifæri Mun Bjarni hafa verið ritvél- arlaus síðustu daga, þar eð rannsóknarlögreglan tók ritvélina í sína vörzlu vegna rannsóknar máls- ins. í fyrradag hvarf svo ritvél úr varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins. — Var það ritvél Péturs Egg erz fulltrúa, er hvarf um miðjan daginn, en hann hafði verið að nota hana skömmu áður. Tíminn seg ir í gær, að umrædd rit- vél hafi horfið úr „varn- armálanefnd", en það er alrangt eins og fram kem ur í þessari frétt. MMWUHMMHMMMMMMMM Bamamúsikskóli B ARN AMÚ SÍ KSKOLINN í Reykjavík efnir til skemmtun- ar fyrir almenning næstkom- andi sunnudag, 10. apríl. í maíbyrjun lýkur áttunda starfsári Barnamúsíkskólans. Nemendur skólans eru nú á 3. hundrað að tölu. í lok skóla- ársins hafa nemendur oftast efnt til skemmtunar og sýnt ýmis atriði úr skólastarfinu, sungið og leikið á hljóðfæri, ein og í smáhópum. Það telst til nýlundu í starfi skólans í vetur, að nemendur hafa æft stuttan söngleik eftir Hindemith, „Wir bauen eine Stadt“, sem á íslenzku hefur hlotið nafnið „Við reisum nýja Reykjavík“. Þorsteinn Valde- marsson hefur þýtt og staðfært textann. Nemendur skólans sjá einir um flutninginn, syngja og skipa hljómsveitina, sem leikur undir, en Baldvin Hall- dórsson leikari hefur annazt leikstjórn. Auk söngleiksins verða ýmis önnur skemmtiatriði, kórsöng- ur, einleikur og samleikur á ýmis hljóðfæri. Skemmtun þessi verður hald- in aðeins einu sinni fyrir al- menning, næstkomandi sunnu- dag kl. 4 síðd. í samkomusal Hagaskóla við Hagatorg. Börn innan 10 ára aldurs fá ekki að- gang nema í fylgd fullorðinna. Aðgöngumiðar fást í Hljóðfæra húsinu, Bankastræti, og í hljó- færaverzluninni í Vesturveri. «5Vrf=3' uSOMU LAUN FYRIR5ÓMU VINNU? SEGIR HANN. GÖTT OG VELy STÚLKA MÍN! -OG ÞÁ HEFOI ÉG ÁTT AE> SJÁ VIE) HONUM" Sjóðþurrðin tugir þús ? HEYRZT hefur að sjóðþurrð I Ásnum í janúar sl., en hann og óreiða hafi komið upp hjá Vikublaðinu Ásinn h.f. Sjóð- þurrðin mun nema tugum þús- unda króna. Blaðið kom ekki út síðast liðinn miðvikudag, sem er útgáfudagur þess. Höfuðstóll hlutafélagsins eða hlutafé, sem nemur 80 þúsund krónum, mun einnig hafa verið eytt. Ásinn er prentaður í Steindórsprenti og mun það hafa verið prentsmiðjan sem stöðvaði útgáfu blaðsins vegna skuldar. Nýr ritstjóri var ráðinn að íslendingurinn heimtaði hús með garði og bílskúr NÝLEGA voru auglýstar lausar til umsóknar fimm lekt orsstöður við Æðri skólann Notodden í Noregi. Aðeins einn sótti um stöðu: íslendingur. En þeirn þótti hann vera nokkuð kröfuharð- ur: Hann heimtaði að fá eigið íbúðarhús með garði og bíl- skúr. Oppedal rektor tók sér bessaleyfi til að skrifa íslend- ingnurn, að því er hann upp- lýsti á skólanefndarfundi í síðasta mánuði, og bauð hann velkominn til Notodden. En að sjálfsögðu gat rektorinn ekki lofað íslendingnum húsi, garði og bílskúr. íslenzki umsækjandinn er mikill söng- og mlúsíkvinur og hann tók fram í bréfi sínu, að kæmi hann til Noregs, kæmi ekki til mála annar staður en Þelamörk. í lok skólanefndarfundar- ins tók rektor Oppedal fram, að hann hyggist við metað- sókn að skóla sínum næsta vetur, en útlitið með kenn- aralið væri hreint ekki sem bezt. mun hafa látið af störfum strax og hann komst að því að blaðið hafði verið stöðvað. Heyrzt hef- ur, að Steindórsprent muni yf- irtaka rekstur blaðsins vegna skulda við prentsmiðjuna. Framkvæmdastjóri Viku- blaðsins Ásinn h.f. er Halldór Indriðason, byggingarmeistari. JJ.skákin I bið 11. EINVÍGISSKÁK þeirra Tal og Botvinniks var tefld í gær. í fyrsta sinn í einvíginu lék Tal ekki e2—e4 í fyrsta leik. Miklar flækjur urðu í skákinni og fór hún í bið eftir 41 leik með tvísýnni stöðu. Forsætisráð- « herra fer utan FORSÆTISRiÁÐHERRA, Ól- afur Thors, fer til útlanda í dag og mun dveljast ytra um nokkurra daga slteið. Alþýðublaðið — 8. apríl 1960 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.