Alþýðublaðið - 08.04.1960, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 08.04.1960, Blaðsíða 11
ISLANDSMEISTARAR í körfuknattleik 1960 — lið ÍR. Aftari röð talið frá vinstri: Haukur Hannes- son, Einar Ólafsson, Ragn- !ar Jónsson, Ingi Þór Stef- ánsson og Þorsteinn Hall- grímsson. Fremri röð frá vinstri: Guðmundur Þor- steinsson, Helgi Jóhanns- son (fyrrilði) og Hólm- steinn Sigurðsson. ÍR vann nú hinn glæsilega bikar, sem Lockhead-félagið gaf í fjórða sinn. ÍKF hefur einnig unnið hann fjórum sinnum og íþróttafélag stúdenta einu sinni. Ljós- mynd: Sveinn Þormóðss. HWWVMWMWWWWVWWV n II «« mvai 1» , segir Asgeir Guðmundsson ÍÞRÓTTASÍÐAN sneri sér til Ásgeirs Guðmundssonar, í- þróttakennara í gær og lagði fyrir hann nokkrar spurningar um körfuknattleik en Ásgeir þjálfað,i íslenzka landsliðið í körfuknattleik fyrir landsleik- inn við Dani í fyrravor. — Hvað viltu segja um úr- listaleik ÍR og KFR? — Mín skoðun er sú, að leik- ur ÍR-inga sé naeð því bezta, sem íslenzkt lið hefur sýnt fyrr og síðar. Þetta er sérstaklega athyglisvert, þar sem liðið er að mestu skipað ungum leik- mönnum, sem virðast taka í- þróttina alvarlega og leitast við að gera sitt bezta. — Aðrir leikir mótsins? — í heild má segja, að þeir hafi ve-ið góðir. Margir góðir einstaklingar eru í félögunum, en liðin eru ekki ávallt eins samstillt og einstaklingsgetan segir til um. — Þú heldur þá, að við séum á réttri leið? — Það er ekki nokkur vafi á bví. Það er sýnilega um mikl- ar framfarir að ræða síðan í fyrra og „breiddin" er mikil. Það ánægjulegasta við þetta er þó það, að yngri aldursflokk- arnir eru yfirleitt skipaðir mjög góðum einstaklingum og ef þeir halda allir áfram að æfa af samvizkusemi, mun ísland eignast mjög sterkt landslið í körfuknattleik á næstu árnm. IIolland-Belgía 4:2. Conolly, 67,58 í sleggjukasti. — Don Styron, USA, 21,9 í 220 yds. grind (bein braut), heims- met! Gamla metið 22,1. — Há- stökk: Fairbrother, Engl., Four nier ,Frakkl., og Kotei, Gh'ana, allir 2.10 m. (innanhúss). Stigin ÞESSIR leikmenn skor- uðu stigin í leik ÍR og KFR £ fyrrákvöld: Þorst. Hallgrímss., ÍR, 23 Hólmst. Sigurðss., ÍR, 15 Ingi Þorsteinss., KFR, 14 Einar Matthíass., KFR, 14 Guðm. Þorsteinss., IR, 13 Helgi Jóhannsson, ÍR, 10 Ólafur Thorlacius, KFR, 8 Gunnar Sigurðss., KFR, 6 Ágúst Óskarsson, KFR, 5 Haukur Hannesson, ÍR, 4 Ragnar Jónsson, ÍR, 2 Ingi Þór Stefánss., ÍR, 2 Sig. Helgason, KFR, 1. mann íslandsmeisfari. ÍR sigr- aði í 2. og 4. flokki karla, en Ár- mann í 3. flokki. MEISTARAFL. KARLA KARLA: ÍR—KFR 69:48 Lið ÍR: Helgi Jóhannsson, Hólmsteinn Sigurðsson, Hauk- ur Hannesson, Ragnar Jónsson, Guðmundur Þorsteinsson, Þor- steinn Hallgrímsson, Einar Ól- afsson og Ingi Þór Stefánsson. Tveir hávaxnir við körfu KFR, til vinstri er Guðmundur Þor- steinsson, IR að skora mjög fal- lega, en Sigurður Helgascn, KFR reynir árangurslaust að koma í veg fyrir það. Ingi Þcr- steinsson, KFR fylgist spennt- ur með. KFR: Ingi Þorsteinsson, Ein- ar Matthíasson, Ólafur Thorla- cius, Sigurður Helgason, Helgi R. Traustason, Gunnar Sigarðs son, Ásbjörn Egilsson, Ágúst Óskarsson. Dómarar: Þórir Arinbjariar og^Viðar Hjartarson. Það var ágæt „stemning"' að Hálogalandi í fyrrakvöld eða al veg eins og vera á, þegar úrsliba leikir fara fram. Áhorfendur voru mjög margir, nærri full- setið húsið og menn virtust skemmta sér mjög vel. . Framhald á 14. síðu. . INNANFELAGSMOT IR heldur áfram í dag kl. 5,30 og verður keppt í spjótkasti. - Stj. ISLANDSMEISTARAR í körfuknattleik kvenna 1960 — lið Ármanns. Fremri röð, talið frá vinstri: Rut Guðmunds- dóttir, Kristín Jóh'anns- dóttir og Sigríður Sigurð- ardóttir. Aftari röð frá vinstri: Hrafnhildur Lút- hersdóttir, Þuríður ísólfs- dóttir, Malla Magnúsd., Katrín Hermannsdóttir og Þórunn Erlendsdóttir. Á myndina vantar fyrirliða Ármannsliðsins, Sigríði Lúthersdóttur. Þetta er annað árið í röð, sem Ár- mann vinnur verðlaun, sem Jakob V. Hafstein gaf. ÍSLANDSMÓTINU í körfu knattleik lauk að Hálogalandi á miðvikudagskvöldið og þá sigraði ÍR KFR í meistaraflokki karla og varð íslandsmeistari. Einnig var háður úrslitaleikur í 2 flokki kvenna milli A- og B- liðs KR og sigraði B-liðið. Áður voru kunn úrslit í meistara- flokki kvenna, en þar varð Ár- ÍR Islandsmeistari í körfuknattieik Sigraði KFR i glæsilegum úr- slitaleik með 69 gegn 48 Alþýðublaðið — 8. apríl 1960 ■>. n,Wtr;ÍíÁ — t;sv ■=• yj

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.