Alþýðublaðið - 08.04.1960, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 08.04.1960, Blaðsíða 14
Gudmundur I. Framhald af 4. síðu. einnig, að þörf sé sérstakrar reglu í viðbót, þegar um sér- stöðu er að ræða, þannig, að a.fkoma þjóðar er að lang- mestu leyti háð fiskveiðum við ströndina. Þessa sérregu verður auð- vitað að orða á þann veg, að hún verði ekki misnotuð. ís- lenzka nefndin á fyrri ráð- stefnunni um réttarreglur á hafinu lagði raunar fram til- lögu í þessu máli, sem hlaut talsverðan stuðning. Við mun um leggja fram svipaða til- lögu á þessari ráðstefnu. Eg vil í þessu sambandi leggja áherzlu á það, að þótt því hafi verið haldið fram að þessu vandamáli hafi verið gerð fullnægjandi skil í sam- þykktinni um sérstakar að- stæður við strandveiðar, sem gerð var á fyrri ráðstefnunni, þá er einn megingalli á þeirri samþykkt, nefnilega sá, að samkvæmt ákvæðum hennar skulu allar ráðstafanir háðar samþykki einmitt þeirra ríkja, sem fiskveiðar stunda á um- ræddu svæði og eru því ekki líkleg til að hafa mikinn á- huga á því að fallast á for- gangsrétt strandríkis á því svæði. Samþykktin yrði í slíku til- viki aðeins pappírsgagn. Sendinefnd mín mun því leggja fram tillögu um þetta efni, er myndi að minnsta kosti verða viðbót við um- rædda samþykkt, ef hún kæmi þá ekki f stað hennar. Þetta, herra forseti, eru meginskoðanir stjórnar minn- ar, og með yðar leyfi vildi ég ljúka máli mínu með Evf'a'ð rifja upp höfuðatriðin. 1. Hugtökin frelsi á hafinu og lögsaga við strönd eru hlið- stæð og hvorugu verður haldið fram sem röksemd fyrir því að takmarka hitt óhæfilega. 2. Skýrt skyldi greint á milli landhelgi og fiskveiðilög- sögu. 3. ísland getur fallizt á þrönga landhelgi að því tilskildu, að fiskveiðilögsagan sé nægilega víð. 4. Almenna reglan er sú, að fiskveiðilögsaga geti náð allt að því 12 mílur. 5. Þegar aðstæður eru sér- stakar og íbúarnir eiga af- komu sína að langmestu leyti undir fiskveiðum við ströndina, má fiskveiðilög- sagan ná lengra, en reglan um þetta verður að vera þannig orðuð, að hún verði ekki misnotuð. Sendinefnd mín vill nota þetta tækifæri til þess að beina því til allra vina okkar á þessari ráðstefnu, að þeir sýni þessum atriðum skilning og geri það, sem þeim er fært til að styðja þau. Fleira hef ég ekki að segja að svo stöddu. Þakka yður fyrir, herra IÞROTTIR Framh. af 11 síðu. Leikurinn var ekki nema nokkurra sekúndna gamall, þeg ar Gunnar Sigurðsson fékk knöttinn úr uppkastinu og skoraði við mikil fagnaðarlæti. En ÍR-ingar láta það ekki á sig fá og ná fljótt yfirtökunum með hröðu og skemmtilegu spili, sem ruglaði KFR algjörlega í ríminu. Hólmsteinn skoraði fyrsf eitt stig úr vítakasti, en síðan renna Helgi og Þorsteinn Benedikt G. Waage, forseti ÍSÍ sézt hér afhenda Helga Jó- hannssyni, fyrirliða ÍR hinn fagra bikar. knettinum í KFR-körfuna á mjög glæsilegan hátt. Leikað- ferð ÍR-liðsins var árangursrík og kom KFR alveg á óvænt, að því er virtist. Helgi Jóhannsson stjórnaði liðinu af röggsemi og sendingar hans undir körfu voru oft með ágætum. ÍR-ingarnir auka forskot sitt stöðugt í fyrri hálfleik og kom ust í 31:17 fyrir hlé. Nokkuð á- berandi var hvað leikmenn voru óöruggir í vítaköstum og fóru mörg þeirra til ónýtis. Síðari hálfleikur var einnig fjörugur og hófst með mikilli sókn ÍR, sem skoraði þrívegis áður en KFR fékk að gert, og fóru nú flestir að hallast að því, að sigur ÍR væri staðreynd. En KFR gafst aldrei upp og sýndi of t ágætt spil og lék betur í síð- ari hálfleik en þeim fyrri. ÍR sigraði í leiknum eins og fyrr segir með 69 stigum gegn 48, sem er mun stærri sigur en flestir bjuggust við fyrirfram. Beztur í liði ÍR var Þorsteinn Hallgrímsson, sterkur, fljótur og sérstaklega öruggur í körfu- skotum. Vafasamt er að nokkur íslendingur hafi sýnt betri leik í körfuknattleik en hann gerði í fyrrakvöld, þessi látlausi og hlé drægi íþróttamaður. Guðmund- ur, Hólmsteinn og Helgi voru einnig prýðisgóðir. Ragnar Jóns son er í stöðugri framför í körfu knattleik Og Haukur er einnig vaxandi. Lið KFR hefur isýnt betri leik en á miðvikudagskvöldið, en að þessu sinni voru Ingi, Gunnar, Einar, Ólafur og Agúst beztir. Dómararnir Þórir og Viðar sluppu nokkuð vel frá leiknum, en erfitt var að dæma hann, Keppt var til úrslita í 2. fl. kvenna og léku A- og B-lið KR. B-liðið sigraði nokkuð örugg- lega með 20 stigum gegn 12. Stúlkurnar sýndu ágætan leik á köflum og er enginn vafi á því, að þær geta náð langt í þessari íþrótt með áframhald- andi æfingum. Benedikt G. Waage forseti ÍSÍ afhenti sigurvegurunum verðlaun, en þau voru hin glæsilegustu. Forsetinn drap á hinar miklu framfarir, seni orð ið hafa í körfuknattleik undan- farið og hvatti íþróttafólkið til að sýna enn meiri ástundun. — Körfuknattleikur er Olympíu- íþrótt og því til mikils að vinna, sagði Benedikf G. Waage. í heild má isegja að mót þetta ihafi farið vel fram og verið spennandi. Fjölbreytt tæknirit TÍMARITIÐ TÆKNI, apríl- hefti, er nýkomið út og flytur fjölda greina og mynda um tæknilegar nýjungar og tækni- leg efni. Tímaritið er prentað í tveim litum. Meðal helztu greina má nefna nefna: Fiskiveiðar framtíðarinn ar — með sogdælu og raflosti, Bílasýningin í Túrin, Borgin undir ísnum, Gúmbátarnir, Snjó flóðagirðingar úr alúmíni, Stríð án blóðsúthellinga, Ljósmynda- þáttur, Geimför og geimferðir, og ýmislegt fleira. Þjófar Framhald af 16. síðu. ur forvitni er á um það, hvort rannsóknarlögregl- unni tekst að grípa hann. Hún veit ýmislegt um hann, sem hún vill ekki gefa upp við blaðamenn og er það eðlilegt. Hún veit um auka- atriði, eins og þau, að á ein- um stað sýndi þjófurinn tölu- verðan smekk á vindlum. Af einum þremur tegundum valdi hann sér Henry Clay, sem eru í góðum flokki. — Aftur á móti lét hann liggja vindla, sem Loftleiðir selja farþegum sínum, og eru í pjáturhylki. Það þarf þrosk- aðan smekk til að halda að vindlar í pjáturhylki séu ekki betri. Þá hefur hann og félagi hans forðast að snerta áfengi. Ekki er vitað hvort þeir eru bindindismenn, en þeir drekka heldur kók, og mjólk, ef þeir sjá hana. Einn galli er á þessum þrifnu mönnum, og hann er sá, að þeir hirða ekki um þótt þeir spori. „Segðu þeim að þurrka af fótunum næst, þegar þeir koma,“ sagði einn, sem þeir höfðu sporað hjá. forseti. iitr 14 8. apríl 1960 — Alþýðublaððið VeSrið: A. og N.-A, kaldi; Slysavárðstofan er opin all an sólarhringinn. Læknavörð ux LR fyrri vitjanir er á sama stað frá kl. 16—8. Sími 15030. -o- o----------------------o Gengin. Kaupgengi. 1 sterlingspund .... 106,65 1 Bandaríkjadollar . . 38,00 1 Kanadadollar .... 39,93 100 danskar kr.....551,40 100 norskar kr....... 532,80 100 sænskar kr..... 734,70 100 vestur-þýzk mörk 911,25 o------------------------o Flugfélag íslands h.f.: Millilandaflug: Gullfaxi fer til Glasgow og K- mh. kl. 08.00 í dag. Væntan- leg aftur til Rvk kl. 22.30 í kvöld. Flug- vélin fer til Oslo, Kmh. og Hamborgar kl. 10.00 í fyrramálið. — Inn- anlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar, Fag- urhólsmýrar, Hornafjarðar, Kirkjubæjarklausturs og Vest mannaeyja. '4— Á morgun er áætlað að fljúga til AJkur- eyrar, Blönduóss, Egilsstaða, Hólmavíkur, ísafjarðar, Sauð árkróks og Vestmannaeyja. Loftleiðir h.f.: Saga er væntanleg kl. 17.30 frá New York. Fer til Glas- gow og London kl. 19.00. — Leiguflugvélin er væntanleg kl. 19.00 frá Kmh. og Oslo. Fer til New York kl. 20.30. Saga er væntanileg kl. 5.30 á laugardagsmorgun frá Lond- on og Glasgow. Fer til New York kl. 17.00. Eimskipafélag íslanðs h.f.: Dettifoss fer frá Rvk annað kvöld 8.4. til Vestm,- eyja, Keflavíkur, Akraness og það- an vestur og norður um land til Rostock, Halden og Gauta- borgar. Fjallfoss kom til Grimsby 6.4. fer þaðan í kvöld 7.4. til Rotterdam, — Antwerpen og Jfamborgar. — Goðafoss fer frá Ábo 7.4. til Kmh. og Rvk. Gullfoss fer frá Rvk kl. 22 .00 í kvöld 7. 4. til Hamborgar, Helsing- borgar og Kmh. Lagarfoss fór frá Rvk 2.4. til New York. Reykjafoss fór frá Eskifirði 6.4. til Danmerkur og Svíþj. Selfoss fór frá Gautaborg 4.4. væntanlegur til Rvk árd. á morgun 8.4. Tröllafoss fór frá New York 28.3. til Rvk. Tungufoss fór frá Rotterdam 4.4. til Rvk. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er væntanleg til Siglufjarða rí dag á leið til Akureyrar. Herðubreið er á Austfjörðum á norðurleið. —■ Skjaldbreið fór frá Rvk í gær vestur um land til Akur- eyrar. Þyrill er á leið frá Bergen til Rvk. Herjólfur fer frá Rvk kl. 21 í kvöld til Vest- mannaeyja. Baldur fer frá Rvk í dag til Grundarfjarðar. Hafskip h.f.: Laxá er í Gautaborg. ^ Skipadeild S.Í.S.: Hvassafell átti að fara í gær frá Sas van Gent til Ak- ureyrar. Arnarfell fór í gær frá Keflavík til Rotterdam, Rostock, Kmh. og Heröya. —- Jökulfell fór 1. þ. m. frá New, York til Rvk. Dísarfell fór 5. þ. m. frá Rotterdam til Hornafjarðar. Litlafell er í olíuflutningum í Faxaflóa. —> Helgafell er í Þorláksliöfn. ■— Hamrafell er í Hafnarfirði. Jöklar h.f.: Drangajökull fór frá Rvk í fyrakvöld á leið til Grims- by og Hull. Langjökull er í Ventspils. Vatnajökull er í Rvk. AFMÆLI: — 70 ára er í dag, 9. apríl, Símon Símonar- son, bifreiðastjóri, Þor- finnsgötu 8, Reykjavík. Frá Guðspekifélaginu: Dög- Cn heldur fund í kvöld kl. 8,30 í Guðspekifélagshús- inu. Erindi flytja: Njörður P. Njarðfvilk: „Hugleið’ing um sólina" og Erlendur Har aldsson: „Sálfræði Jungs“. Kaffi á eftir. Föstudagur 8. apríl: n 18.30 Mannkyns- saga barnanna. - 18.50 Framb.k. í spænsku. 19.00 Þingfréttir. Tón- leikiar. — 20.30 Krvöldvaka: a) Lestur fornrita: Auðunar þáttur vestfirzka (Óskar Halldórsson vand. mag.). b) Minnzt aldarafmælis kímniskáldsins K. N.,Krist- jáns Níelsar Jónssonar. — Sr. Benjamín Kristjánsson flytur erindi og lesið verður úr ljóð mælum skáldsins. c) íslenzk tónlist: Lög eftir Friðrik Bjarnason. d) Kynlegur kvist ur á meiði 19. aldar, — frá- söguþáttur (Jóhann Hjalta- son kennari). 22.10 Passíu- sálmur (45). 22.20 Hugleið- ingar um vandamál flótta- manna (Guðmundur Thorodd sen prófessor). 22.40 í léttum. tón: Söngkonan Virginia Lee syngur lög frá ýmsum lönd- um við undirleik hljómsveit- ar Árna Elvars. 23.10 Dag- skrárlok. LAUSN HEILABKJÓTS: Þú sefur í einn tíma. Klukkan vekur þig kl. 20.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.