Alþýðublaðið - 14.04.1960, Side 2

Alþýðublaðið - 14.04.1960, Side 2
Útgefandi: Alþyðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson. — Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúar ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmarsson og Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14900 — 14902 — 14 903. Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfis- gata 8—10. — Áskriftargjald: kr. 45,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. I !• ÍSLENDINGAR hlakka til páskanna. Enda þótt þjóðin sé ekki talin kirkjurækin, hefur hér á landi skapazt sú hefð að gera þessa öndvegis hátíð kristninnar að nær viku hvíld frá störfum. Þetta stafar án efa að nokkru leyti af hinu langa skammdegi, sem dregur lífsþrótt úr mannfólkinu. Eftir vetrarmyrkur er gott að geta hvílzt og fagn- að hækkandi sól. Þó eru vaxandi vankantar á svo löngu páska- 'íeyfi í nútíma þjóðfélagi. Framleiðslutækin þurfa að ganga sem tafaminnst og þeir einstaklingar, sem hafa laun fyrir tímavinnu verða fyrir mjög óréttlátu launatapi. Það er mikill munur á því að íá vikufrí á fullum launum — eða án launa. Vaxandi gagnrýni er á því, að skemmtanir og hvers konar félagsleg starfsemi er lítii sem engin joáskavikuna og allt fram á annan páskadag. í Jpessum efnum erum við óþarflega hátíðlegir. — Föstudagurinn langi er að sjálfsögðu og verður dagur sorgar. En páskarnir sjálfir — hátíð uppris- unnar, eiga að vera gleðidagur. Við þurfum ekki að ganga með sorgarsvip á páskadag þeirra vegna. *' Tækni og aukin framleiðni eru stöðugt að stytta vinnutíma og fólk fær meiri frí en áður. Þetta er hollt og gott, ef vel er með tómstundirnar farið. Hins vegar verður ekki unnt til frambúðar xyrir heila þjóð að taka svo marga frídaga saman. Borgararnir verða að skiptast á, þannig að fram- leiðsla og þjónusta stöðvist ekki. Þess vegna er hætt við, að páskahelgin muni í framtíðinni stytt- ast, Hvað sem slíkum vangaveltum líður, vill Al- jpýðublaðið óskar lesendum sínum gleðilegrar há- tíðar og vona, að það hitti þá heila, er það fer á stúfana á ný í næstu viku. Sveit Einars Þor- finnss. sigurvegari lokaumferðirnar í bikarkeppninni voru spilaðar í Tígultvistinum um síðustu hlgi. Þetta er útsláttarkeppni, og tóku upphaflega 26 sveitir, víðsvegar af landinu, þátt í henni, en nú spiluðu 4 sveitir til úrslita: Sveit Einars Árnasonar, •— Reykajvík. Sveit Einars Þorfinnssonar, Reykjavík. Sveit Halls Símonarsonar, — Reykjavík. Sveit Mikaels Jónssonar, -— Akureyri. I undanrás kepptu fyrst sveit ir Einars Árnasonar og Halls Símonarsonar, en sveit Halls vann með 110 stigum á móti 65, og sveit Einars Þorfinnssonar við sveit Mikaels Jónssonar, og vann sveit Einars með 123 stig um á móti 60. Þá kepptu sveitir Einars Þor- finnsonar og Halls Símonarson ar um 1. sætið, og voru spiluð 96 spil. Sveit Einars sigraði með 146 stigum á móti 54 stigum. í keppninni um 3. og 4. sæti vann svit Einars Árnasonar sveit Mikaels Jónssonar með 120 stigum móti 54, og voru spil uð 64 spil. Bikar sá, sem keppt var um, er farandbikar, sem gefinn var af Stefáni Óla Stef- ánssyni, Akureyri, og er þetta í fyrsta sinn, sem um bikarinn er keppt. í sveit , sigurvegaranna eru, auk Einars Þorfinnssonar: Gunnar Guðmundsson, Lárus Karlsson, Kristinn Bergþórsson og Örn Guðmundsson. Spænskur styrkur Styrkurinn nemur 3.000 pe- setum a mánuði framangreint tímabil, en auk þess fær stvrk þegi greidda 1500 peseta við komuna til Spánar. Innrit- unargjöld þarf hann ekki að greiða. Sé námið stundað í Madrid, mun styrkþega, ef hann æskir þess f tíma, útveg- að víst á stúdentagarði gegn venjulegu gjaldi. Umsóknum um styrk þennan skal komið til menntamálaráðu neytisins fyrir 15. maí næstk. Umsókn beri með sér, hvers konar nám umsækjandi hyggst stunda og fylgi staðfest afrit af prófskírteinum, svo og með- mæli, ef til eru. Umsóknar- eyðublöð fást í ráðuneytinu og hjá sendiráðum íslands er- lendis. Menntamálaráðuneytið, 11. apríl 1960. E3 UM ÞESSAR mundir er D.A.S, að hefja 7. starfsár sitt. Happ- drættið hefur fjölgað vinning- ura úr 20 í 50 á mánuði, en tala útgefinna niiða helzt óbreytt. Verð miðanna hækkar úr 20 kr, í 30 kr. Á þessu ári verður dregið um 24 bifreiðar í stað 12 áður, og 24 íbúða í stað 12 áður. Helm- ingurinn af íbúðunum verða tilbúnar, en hinn helmingurinm tilbúnar undir tréverk. Af bif- reiðunum verða 10 rússneskar, 2 amerískar, 5 brezkar og 7 vest ur-þýzkar. Mánaðarlega verðá útdregnar 2 íbúðir og tvær bif- reiðar. Auk fvrrnefndra vinninga verða 4 píanó, 12 saumavélar og 536 vinningar húsbúnaður eftir eigin vali fyrir 5—10 þús. krónur hver. Heildarverðmæti vinninganna verða rúmar 13 milljónir króna. Happdrættið hefur alltaf ver- ið uppselt í byrjun hvers liapp- drættisárs, og nú t.d. verða að- eins um 2000 miðar samtalg vfir landið til sölu, en sala þeirra hefst strax eftir páskaj eða þriðjudaginn 19. apríl. Er fólki vinsamlega bent á, að eft- ir fyrri reynslu geta þeir selzt upp strax á fyrstu tveim dög- unum í mörgum umboðum. Hannes h o r n i n u r ð er vakin á því, að skv. samþykkt nr. 90, 1957, er verzlunum óheimil vörusala eftir lokunartíma sölubúða, nema sérstök heimild bæjarráðs sé fyrir hendi. Samsvarandi ákvæði gilda um veitingastaði. Borgarstjóraskrifstofan, 13. apríl 1960. Á réttri leið. & Tekst afturbatinn? ýV Afmæli Þjóðleikhúsins 'K' Kampavíns-gosbrunn- ur á tröppum þess! VIÐ ERUM á réttri leið í efna hagsmálunum þegar á heildina er litiS. Samt er nauðsynlegt að viðurkenna það, að betur hefði mátt fara í ýmsum greinum. —- Meginreglan er þó rétt. Upp- skurðurinn sjálfur hefur tekist. Eftir er að sjá hvernig til tekst með afturbatann og hvort þjóð- félagið nær fullri heilsu, þannig að það geti starfað eins og heil- brigður einstaklingur. ÞAÐ VELTUR á einstakling- unum og stéttunum hve fljótt tekst að skapa það jafnvægi sem að er stefnt. Það miðast að því, að allir hafi fulla atvinnu, að tryggja öryggi einstaklinganna, að bæta hag þjóðfélagsins og taka óttann frá heimilunum. — Ég veit ekkj hvort þetta tekst, en það er á þínu valdi og mínu. Viðskiptamálaráðherra upplýsti í blaðinu í gær, að nú þegar hefði gjaldeyrisafstaðan við út- lönd batnað um 150 milljónir. Það myndu vera talin stórtíðindi meðal annarra þjóða. Ég veit ekki hvor almenningur hér ger- ir sér ljósan aðstöðumuninn, — sem þetta veldur. STJÓRNARVÖLDIN biðja um hugarhvarfsbreytingu hjá al- menningi. Mig grunar að hún sé þegar orðin hjá mörgum — og á leiðinni hjá öðrum. Þó virð- ist lítið draga úr eyðslu. — Að minnsta kosti eru upppöntuð rúm í skipum og flugvélum til annarra landa langt fram á sum ar, jafnvel fram að hausti. Það er dæmi um einstaklingana, en ekki ríkisvaldið, því að enginn bannar neinum að ferðast. Og gott er að menn geti ferðast. J7W|> EN HUGARFARSBREYTING AR í samræmi við það, sem að er stefnt með efnahagsaðgerðun um er einnig sein á öðrum svið- um. — Þjóðleikhúsið er tíu ára í sumar. Þegar hefur hátíð verið undirbúin nú í apríl — og þó sérstaklega í júní, svo að engin dæmi eru um annað eins. Það er eins og yerið sé að gera tilraun til að flytja Edinborgar-hátíðina til Reykjavíkur! Stanslausar sýn ingar og hátíðahöld verða á aðraí viku, ég held í 10 daga. <i OG EKKERT verður til spar- að: Erlendir, rándýrir skemmti- kraftar — og ágætir að vísu, eria ráðný- hingað frá mörgum lönd- um: Ameríku, Norðurlöndum og víðar að. Þetta er aðeins ytra borðið. Svo verða veizlurnar á hverju kvöldi, skartklæði, —« frumsýningar, kjólar, hvít brjósS — og Cape. — Allt í fínasta lagi — og mjög æskilegt hjá þjóð, sem allt getur og ekki krefsS neins af þegnunum. i i ÉG VIL láta reisa gosbrunn á tröppum Þjóðelikhússins —- hann á að gjósa kampavíni upp á hamrasyllur Guðjóns Samúels- sonar. Það verður að fara braufi ina á enda. Ekkert má til spara. Þjóðleikhúsið er 10 ára gamaltí — Það er sjálfsagt að halda upp á 10 ára afmæli Þjóðleikhúss- ins! Það hefur unnið mikið hlufi verk á þessum stutta tíma og við kunnum að meta það. En margir vilja koma til dyranna eins og þeir eru klæddir Og ekki öðru vísi. ~ 1 VIÐ viljum, að samræmi sé £ málefnunum. Krafist er hugar- farsbreytingar hjá þjóðinni. Á því veltur hvort afturbatinn ver3 ur hjá þjóðfélaginu. — Hvera vegna allt þetta tilgangslausa tildur og þessi ógeðfellda sýnd- armennska? Hannes á horninu. 1 ■w ssí:i 14. apríl 1960 —• Alþýðublaðið if íG;'I ÁG ÖiðfiWup'H’A

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.