Alþýðublaðið - 26.04.1960, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.04.1960, Blaðsíða 2
1 Ötgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson. — Kitstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúar ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmarsson og Indriði G. Þorsteinsson. — Fréltastjóri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14900 — 14902 — 14903. Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfis- SSta 8—10. — Áskriftargjald: kr. 45,00 á mánuði' í lausasölu kr. 3.00 eint. Unga fólkið í Temir-Tau í SOVÉTRÍKJUNUM er hin strangasta rit- , okoðun. Það er algerlega háð vilja yfirvaldanna, hvað umheimurinn fréttir um raunverulega við- , ilburði þar í landi. Þó verður ekki hjá því komizt, , að fleira fréttist út fyrir járntjaldið en valdhafar ; þar eystra vilja. Það gerðist í janúarmánuði síðastliðnum, að . yfirvöldin ráku frá störfum landnámsstjórann í Kazákhstan í Mið-Asíuhluta Sovétríkjanna. Smám . saman hefur frétzt, hver ástæðan fyrir þessum t>rottrekstri var. Það hafði orðið uppreisn austur þar — 3 000 meðlimir hinnar rússnesku æskulýðs- fylkingar, Komsomol, höfðu risið upp gegn svik- , um yfirvaldanna og lélegum lífskjörum. Þetta gerðist í bænum Temir-Tau, sem er uokkru minni en Reykjavík. Þar var mikill fjöldi ungkommúnista, sem sendir hafa verið í stórum jhópumtil að byggja ný lönd í austurhéruðum Sovétríkjanna. Þeir unnu við byggingu stáliðju- , vers í Temir-Tau, en fengu aðeins um 15 krónu laun á dag, meðan aðrir verkamenn á staðnum fengu þó um 150. Þeim hafði verið lofað híbýlum en þeir bjuggu í tjöldum. Maturinn var slæmur. Þeir þóttust sviknir. Uppreisnin byrjaði á því, að ungkommúnist- arnir brenndu matskála sína. Síðan fóru þeir hóp- göngu inn í bæinn og rændu verzlanir. Þeir náðu í lögreglustjóra bæjarins og hengdu hann, gerðu fyrirsátur fyrir hermenn og náðu af þeim vopn- txm. Herlið var sent gegn ungu mönnunum, og kom til átaka, þar sem 91 maður féll og mörg hundruð fíærðust. Um síðir tókst hernum að sjálfsögðu að , Ibæla uppreisnina niður. Eftir að allt var hjá liðið, sendu yfirvöldin í Moskvu nýja yfirmenn til borgarinnar, en bættu lífskjör hinna ungu frumbygga, gáfu þeim betra fæði og hækkuðu kaupið. Þó talar þessi uppreisn sínu máli og gefur til kynna, að ástandið í Sovét- ríkjunum sé ekki eins dásamlegt og MÍR vill vera láta. Þjóðviljinn segir og frá ýmsu misjöfnu vestan járntjalds og oft með réttu, en hann sleppir því að segja frá svona smámunum austan tjalds. Von heimsins byggist á æsku Sovétríkjanna. Hún byggist á því, að unga fólkið hætti að þola hið miskunnarlausa einræði Stalins og Krústjovs. Ef þetta unga fólk hristir af sér einræði og yfir- igangsstefnu, þá mun það njóta samúðar heimsins> og geta tekið saman höndum við lýðræðisinnaða , æsku hins frjálsa heims, sem hvorki mun þola auð valdi eða ofstækismönnum að ráða heiminum eða steypa mannkyninu út í kjarnorkustríð. Það á að smíða gólf yfir stólbökin! Spekulerað í sumbli. Ef gólfið hryndi með veizlugestina. ÞAÐ á að búa til gólf yfir bekkina i aðaisal Þjóðleikhúss- ins, að minnsta kosti aftur að tíunda bekk. Það á að smíða tröppur úr anddyrinu svo að fólkið komist upp á gólfið. Það er meiningin að hafa veizlukost á þessu undarlega gólfi, en dansa á leiksviðinu. Það á að verða stórskemmtun, reglulegt gildi. — Það á að selja aðgangseyri mjög dýrt, en enginn veit enn hvað dýrt. átórf skal það verða. HVERS VEGNA? Vegna þess, að Þjóðleikhúsið á tíu ára af- mæli. Það á ekki að valda Þjóð- leikhúsinu tapi. Það á að selja aðgangseyri svo dýrt, að að minnsta kosti leikhúsið sleppi skaðlaust. Það á að spekulera í hégómaskap manna, tildri og uppskafningshætti. — Ekki er þó hér um að ræða neinskonar góðgerðastarfsemi, eins og til dæmis hjá Lyonsklúbbnum, — sælla minningar í Lido um ára- mótin. ÞÁ ÁTTI aðgöngumiðinn að kosta 2000 krónur, og ágóðinn að ganga til líknarstarfsemi. En eftir að Ijóst varð, að í raun og veru var verið að spekúlera í snobbismanum, og um það hafði verið skrifað, kipptu menn að sér hendinni, enginn vildi sýna það svart á hvítu, að þeir væru uppskafningar og eyðsluseggir. Hannes á h o r n i n u Það keyptu aðeins tuttugu menn aðgöngumiða — og þá var hóf- inu aflýst. HÉR ER ALLS ekki um það að ræða, að mér eða þér komi það nokkuð við, hvernig ná- granninn eýðir fé sínu, heldur um hitt, að með slíkum fagnaði — með slíku tildri, er verið að gefa samtímanum sérstakan svip — svip uppskafningsháttar og snobbisma. Það er aðalatriðið. Og það er því fráleitana að hegða sér á þennan hátt þegar klifað er á því seint og snemma — að menn verði að spara, ein- staklingarnir verði að spara og þjóðin í heild verði að spara. ÞAÐ á að byggja gólf og smið- ir eru kófsveittir við að smíða og téiknarar við að teikna. Gólfið á að hvíla á súlum, sem aftur eiga að hvíla á hinum fagra dúk salarins, því að ekki mun gólfið eiga að hvíla á stólbökunum né að neglast við veggina. Ég vona að svo tryggilega verði umbúið, að ekki hrynji gólfið þegar hæst stendur. Það yrðj mikið boms- araboms, og hörmulegt að horfa upp á orður og eyrnagull, hringi og perlufestar, afrifin kjólstél og afvelta cape á víð og dreif í brakinu. Guð minn góður. Og menn og konur á fjórum fótum, vott í vitum af veigum og smurt í framan af salötum og rækjum. Ég vona að tryggilega verði um búið. Enda verður svo að vera, því að f jölmennur er hópur -sá,- sem fagnar hverju tækifæri til að — sýnast. MIG FURÐAR á öllu þessu dæmalausa brölti út af tíu ára afmæli. Það var sjálfsagt að halda upp á afmælið, en á til- gerðarlausan og virðulegan hátt. En svona er allt uppspennt með þjóð okkar nú til dags. Meiri lúxus, meiri spenna, meira tild- ur, fínna og fínna, þar til alllr er orðið ófínt. — Skálholt var sýnt á afmælinu. Uppselt áður en það var auglýst. ÞJÓÐLEIKHÚSSSTJÓRA hef ur tekist stjórnin á leikhúsinu miklu betur en spáð var þegar1 hann tók við. En á afmæli leik- hússins hefur hann beðið sinri fyrsta ósigur. Hræddur er ég um að hið nýja gólf í aðalsal Þjóðleikhússins muni reynast ein lífsseigasta gamansagan á þessum áratugum. — Þeir féll- ust ekki á gosbrunn með kampa- vínsgosi á tröppunum. Þeir sam- þykktu þess í stað gólf yfir stól- bökin. — Það er þó allt af nokk- uð. Hannes á hornimi.- álverkasýn Þorláks ÞANN 14. apríl s. L opnaði ungur listmálari, Þorlákur R. Haldórsen málverkasýningu í bogasal Þjóðminjasafnsins og stendur sú sýning ennþá. Á sýningu þessari eru 40 olíu- myndir og teikningar og eru þær flestallar frá síðustu tveimur árum. Þorlákur, sem er ungur Reykvíkingur, hefur um verið símálandi síðan fermingaraldur, en fékk um tíma tilsögn hjá Eggert Guð- mundssyni' listmálara. — Þetta mun vera fyrsta sjálf- stæða sýningin hans, en áður hefur hann sýnt myndir á sam sýningu m. a. í Moccakaffi og í glugga Morgunblaðsins. Það er ekki sjáanlegt annað en að hér sé á ferðinni mjög at* hyglisverður listamaður, seiQ er stöðugt að sækja sig á listai brautinni, Yfir málverkasýn- ingu hans er léttur blær og heiðríkj a. Hann er tvímæla- laust náttúruskoðari, sem leitast við að finna fram hini réttu -einkenni þeirra staða sem hann málar, gæða þá formi, litum og lífi. Það ern einmitt slíkir menn, sem kalla má túlkendur hinnar já-< kvæðu málaralistar, og það es vissulega uppörvun í því þegx ar ungur maður kveður sée hljóðs, sem hefur jafnmikinij neista í sér til listsköpunar og Þorlákur, og þorir óhikað að lýsa hlutunum eins og þeiff eru á þessari umbrotaöld. Mál verkið „Kvöld við Gamla- hraun“, sem er nr. 18 á sýn- ingunni, er mjög athyglisvert málverk, gætt lífi og innsýn. Bezt finnst mér þó Þorláki takast, er hann málar fjöru-< borðin og þá ekki sízt Stokks- eyrarfjöru. Málverk nr, 4e „Stokkseyrarfjara um vetur::, er sönn mynd, iðandi af lífi og þrótti, og er ljóst að lista-< manninum er sýnt um að lýsai þeim náttúruöflum sem þar eru oft að verki. Það sama sem hér hefur verið sagt, má segja um aðrar fjörumyndis hans. Málverk nr. 1, „Eftir- vænting“, er athyglisvert og táknrænt. Benda má og á mál verk nr. 5 af Rauðhólum, sem sanna mynd af þeim sérkenni- lega stað áður en honum vaS, Framihald á 14. síðu. 2 28. apríl 1959 € Alþýðublaðið SiðeJdnÚv.íj' h

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.