Alþýðublaðið - 26.04.1960, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 26.04.1960, Blaðsíða 14
Skálholt tf Framhald af 4. síðuu Bachmann. Kristbjörg er ber- sýnilega gædd meiri leikgáfu en flestar yngstu leikkonur .okkar, en bó að túlkun hennar sé á köflum áhrifarík, er hún anonym. En Ragnheiður Kambans er eogin hversdags- manneskja, leiftrandi af gáf- um og glæsileik, allra kvenna prýði fyrir atgervissakir. Hún er aristokratísk kvenhugsjón iifandi komin. Hin uppruna- lega leikgáfa hennar, innlifun og þróttur, hrekkur þar of skammt, þótti hennar verður meira að segja stundum að frekju. Og það er yfir málfari Kambans reisn, sem henni tekst ekki að gefa hljóm, fram burður þessarar Ragnheiðar er svo hversdagslegur, að ekki hefði hún verið grunuð um græsku hjá ferjunni. Hinir eldri og reyndari leik arar kunna betur að meitla setningar sínar í samræmi við stíl Kambans. Þar á meðal er Valur Gíslason í hlutverki Brynjólfs biskups. Leikur hans er vandaður og vel út- færður í mörgum smáatriðum t. d. er hann „ritaði til með höfðinu“, eins og Jón Hall- dórsson orðar þar, og eins þeg ar dóttir hans neyðir hann til að lesa sér sálma Hallgríms. Það er innri þungi í orðum hans og af honum stendur virðing, en tæplega er leikur hans nægilega ofsafenginn, þegar bræði biskups brýzt út. Regína Þórðardóttir lék eitt sinn Ragnheiði svo að í minnum er haft. Nú er henni falið hlutverk matrónunnar .í Bræðratungu. Leikur hennar er sem Vals, gerhugsaður og vandaður. Helga Magnúsdótt- ir er auðug kona af skilningi hjartans og Regína lýsir því eftirminnilega. En hún er of raunamædd á svip og í róm, skörungskap matrónunnar lýs ir hún af of sýnilegri á- reynslu. Það vantar í leik Er- lings Gíslasonar þá hnitmið- un, sem leikur Vals og Regínu er gæddur, leikur hans er á- ferðarsnotur en ekki nægilega rismikill. Leikarinn verður nefnilega að bæta nokkuð úr því, að höfundur hefur ekki lagt mikla rækt við persón- una. Og Daði þarf að vera ó- venjulegt glæsimenni, en ég hef oft séð Erling glæsilegri á sviði. Helgi Skúlason lýsir á sterk an og eftirnjinnilegan hátt sálarstríði dómkirkjuprests, og minnisstæðast verður, hvernig hann situr og horfir í gaupnir sér, en gióar á milli augum til biskups, er þeir Oddur bera biskupi kvittinn. Ingibjörgu barnsmóður hans er vel borgið í höndum Helgu Valtýsdóttur. Mér finnst framsögn Ævars Kvarans helzti íburðarmikil til að hæfa hógværð Odds skólameistara, en vel get ég trúað, að liðs- auki hafi þótt að honum í slagnum við svenskinn. Guð- björg Þorbjarnardóttir lýsir biskupsfrúnni vel og nær- færnislega, og Róbert Arn- finnsson sómir sér vel í hlut- verki séra Torfa í Gaulverja- bæ. Mörg önnur minni háttar hlutverk eru ágætavel af hendi leyst, mig langar að minnast á Arndísi Björnsdótt ur í hlutverki Völu veizlu- kerlingar og Önnu Guðmunds dóttur í hlutverki Þóru Jasp- arsdóttur. En fleiri mætti nefna. Ég verð að láta hér staðar numið að sinni, þó að tíu ára afmæli Þjóðleikhússins séu tímamót, sem gæfu tilefni til langra hugleiðinga. Ég vil að- eins nota tækifærið til að flytja leikhúsinu árnaðaróskir mínar. Megi gengi þess fara vaxandi á næsta áratugnum. Sveinn Einarsson Bókarastaða Staða bókara við bæjarfógetaembættið í Hafnarfirði er laust til umsóknar. — Laun samkvæmt launalögum. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist undirrituðum fyrir 10. maí næstk. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Framhald af 10. síðu. skemmtilegt keppnistímabil leyfir hún sér að skora á yf- irstj órn handknattleiksíþróttar- innar að taka ski'pulag mótanna til endurskoðunar. Maðurinn minn og bróðir minn. SICU RGlUMl.lt ÞÓRARINN GUÐJÓNSSON, Laugavegi 99, andaðist í Bæjarspítalanum laugardaginn 23. apríl. Margrét Arnadóttir, Filippía Guðjónsdóttir. Knattspyma. Framhald af 11. síðu. Roar Martinsen, Asker, Arne Bakker, Asker, Edgar Stak- seth, Steinkjer, Roar Johan- sen, Fredrikstad, Thorbjörn Svensson, Sandefjord, Arne Natland, Eik. Rolf Björn Backe, Gjövik/Lyn, Ove Ödegaard, Odd, Per Kristoffersen, Fred- rikstad, Finn Gundersen, Skeid og Rolf Birger Pcdersen, Brann. Varamenn: Hans Jacoh Mathisen, Fredikstad, Kaare Björnsen, Viking, Oddv. Ric- hardsen og Per Sæther, Lille- ström. Þróttur vann Frh. af 11. síðu. lagði sig mjög í líma að gera sitt bezta, og í vörninni Rúnar Guðmannsson miðframvörður og Halldór Lúðvígsson v. fram- vörður. Annars var liðið í heild ósamtaka og ekki hvað sízt framlínan. Þróttarar börðust eins og þeir einir gera, sem allt hafa að vinna, en engu að tapa. Jón Björgvi'nsson h. bakvörður, ung ur piltur, átti góðan leik og virð ist vera gott bakvarðarefni. Eins og áður var Bill bezti mað uri'nn í liðinu. Dómari var Guðbjörn Jóns- son og fórst honum það vel. Sýning m Framhald af 2. síðu. spillt með uppgreftri. Yfir málverki nr. 14 „Jónsmessu- nótt“ hvílir hreinleiki og ró og ýmsar fjallamyndir hans eru einnig vel mótaðar og stíl hreinar. Teikningar" Þorláks bera vott um nákvæmni og öryggi, en þær eru einmitt athyglisverðar vegna þess að með þeim er listamaðurinn að forða frá gleymsku ýmsum þeim húsum, sem nú eru að hverfa, eða horfin, og tilheyra hinum gamla tíma. Ég vil eindregið hvetja alla þá, er ekki hafa enn séð sýn- ingu þessa, að gera það nú áð- ur en það er of seint, því sýn- ingunni lýkur á sunnudags- kvöld. Hinn ungi og efnilegi listamaður á það vissulega skilið að listtúlkun hans sé gaumur gefinn, enda virðist svo, eftir aðsókninni að dæma og þeim fjölda mynda, er selzt hafa. Trú mín er sú, að Þorlákur eigi eftir að ná mikilli full- komnun í málaralistinni með meiri þroska og þjálfun. Neist ann vantar hann ekki og þrótt inn og einbeitnina vantar hann ekki heldur, ef hann á þess kost að gefa sig óskiptan að list sinni. Ovidus. J4 26. apríl 1959 — Alþýðublaðið gur 0 01 Veðríð: Stinningskaldi; skýjað. Slysavarðstofan er opin allan sólarhringinn. Læknavörður fyrir vitjanir er á sama stað kl. 18—8. Sími 15030. -o- 18.30 Amma esgir börnunum sögu. 19 Þing- fréttir. Tónleik- ar. 20.30 Dag- legt mál. 20.35 Útvarpssagan. 21 Kóratriði úr ítölskum óper- um. 21.20 Er- indi: Björn- stjerne Björnson og íslendingar (Vilhjálmur Þ. Gíslason út- varpsstjóri). — 21.45 Tónleikar. 22.10 íþrótt- ir. 22.25 Lög unga fólksins. Aðalræðismaður íslands í Helsingfors, Erik Juuran- to, er 60 ára í dag, 26. apríl. Hann hefur verið aðalræðis- maður fslands í Helsingfors síðan 1947 og unnið mikið starf í því skyni að efla sam- bandið milli þjóðanna. M. a. átti hann drjúgan þátt í því, að Kalevala var þýtt á ís- lenzku. Einnig að heimsókn finnsku óperunnar til Rvíkur ,svo og heimsókn íslenzkra leik- og íþróttaflokka o. fl. til Finnlands. -o- Hjúkrunarfélag íslands. Hjúkrunarkonur, munið bazarinn í Heilsuverndarstöð inni laugardaginn 30. apríl kl. 13.30. Komið munum sem fyrst. Bazarnefndin. -o- ; Flugfélag : íslands. Millilandaflug: Gullfaxi fer til & J Glasgow og K,- Wtömtæéá hafnar kL 8 í JT dag. Væntanleg- í:j ur aftur til R.- 22.30 í ; kvöld. — Innan- í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar, Blöndu- óss, Egilsstaða, Flateyrar, Sauðárkróks, Vestmannaeyja og Þingeyrar. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyr- ar, Húsavíkur, ísafjarðar og Vestmannaeyja. Loftleiðir. Edda er væntanleg kl. 19 frá Hamborg, Kaupmanna- höfn, Gautaborg. Fer til New York kl. 20.30. o................———o Gengin. Kaupgengi. 1 sterlingspund .... 106,65 1 Bandaríkjadollar .. 38,00 1 Kanadadollar .... 39,93 100 danskar kr.....551,40 100 norskar kr..... 532,80 100 sænskar kr..... 734,70 100 vestur-þýzk mörk 911,25 o-----------------------o Dagskrá alþingis. Efri deild: 1. Umferðarlög, frv. 2. Ríkisreikningurinn ’57, frv. 3. Sjúkrahúsalög, frv. 4. Dýralæknar, frv. 5. Lögheim ili, frv. 6. Jarðræktarlög, frv. 7. Sala lands í Vestmannaeyj- um í eigu ríkisins og eignar- námsheimild á lóðar- og erfða festuréttindum, frv. Neðri d.: 1. Landnám, ræktun og bygg- ingar í sveitum, frv. 2. Menntaskólar, frv. 3. Vita- byggingar, frv. 4. Sala eyði- jarðarinnar Hellnahóls, frv. 5. Matreiðslumenn á skipum, frv. 6. Lækningaleyfi, frv. 7. Sala tveggja jarða í Austur- Húnavatnssýslu, frv. 8. Ráð- stöfun - erfðafjárskatts og erfðafjár til vinnuheimila, frv. 9. Eignarnámsheimild fyrir Húsavíkurkaupstað á Preststúni, frv. 10. Sjúkra- húsalög, frv. 11. Ríkisborgara réttur, frv. Ríkisskip. Hekla er á Vest- fjörðum á suður- leið. Esja er á Austfjörðum á suðurleið. Herðu- breið er í Rvík. Skjaldbreið fór frá Rvík í gær vestur um land til Akur- eyrar. Þyrill er í Rvík. Herj- ólfur fer frá Vestm.eyjum kl. 21 í kvöld til Rvíkur. Baldur fer frá Rvík á morgun til Sands, Gilsfjarðar- og Hvammsfjarðarhafna. Skipadeild SÍS. Hvassafell er í Gufnesi. Arnarfell er væntanlegt til Rvíkur 27. þ. m. Jökulfell er á Hornafirði. Dísarfell fór 22. þ. m. frá Akranesi til Cork, Dublin og Rotterdam. Litla- fell losar á Austfjörðum. Helgafell áttj að fara í gær frá Hamborg til Reykjavíkur. Hamrafell fer væntanlega í dag frá Batum til íslands. Jöklar. Drangajökull var á Breiða- firði í gær. Langjökull er í Aarhus. Vatnajökull er í Vent spils. Hafskip. Laxá losar sement á Aust- fjarðahöfnum. * Eimskip. Dettifoss kom til Warne- múnde 19/4, fer þaðan til Halden, Gautaborgar og Gdy- nia. Fjallfoss fór frá Ham- borg 21/4, væntanlegur til Rvíkur í nótt. Goðafoss fór frá Rvík í gærkvöldi til Grundarfjarðar, Stykkis- hólms, Vestm.eyja, Faxaflóa- ■hafna og Rvíkur. Gullfoss er í Khöfn. Lagarfoss fór frá New York 21/4 til Rvíkur. Reykjafoss ko mtil Hamborg- ar 23/4, fer þaðan til Hull og Rvíkur. Selfoss fer frá Eski- firði í dag til Hull, Rotterdam og Rússlands. Tröllafoss fór frá Akureyri 23/4 til New York. Tungufoss fór frá Húsa vík í gærkvöldi til Akureyrar og Siglufjarðar. oOo LAUSN HEILABRJÓTS: Það verður að skipta stönginni í eftirfarandi lengdir: 1, 2, 4, 8, og 16 m. III ...... ........ |W|—T

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.