Alþýðublaðið - 26.04.1960, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 26.04.1960, Blaðsíða 13
Kveöjuorö í DAG, þriðjudag 26. apríl verður ’til moldar borin í Garðaltirkjugarði, húsfrú Kristín Guðnadóttir Kirkju braut 3' Ákranesi. Hún var fædd í Guðnabæ á Akranesi 13. júlí 1894, Foreldrar hennar voru hjón in Helga Þorkelsdóttir og Guðni Guðmundsson. Eftirlif andi manni sínum, Haraldi Árnasyni bifreiðastjóra gift ist hún á nýjársdag árið 1920. Hún eignaðist 2 dætur, Guð rúnu, sem andaðist f nóvem- ber 1858. Hún var gift Herði Jónssyni bifreiðareftirlits- manni í Reykjavík, og Lovísu gift Hilmari Björnssyni stýri manni. Þau eru búsett í Reykjavík. Kynni okkar Kristínar hóf ust fyrst fyrir nær 30 árum síðan. Þegar kvennadeild 'Verkalýðsfélags Akraness hóf fyrstu spor sín í göngu verka lýðshreyfingarinnar í bæn- um. Hún vann þá í vaski og annari fiskvinnu eins og þá tíðkaðist. Varð henni það fljótt Ijóst að nauðsyn var samtaka kvennanna sjálfra með virkri þátttöku í baráttu samtakanna. Gerðist hún stofnandi Kvennadeildarinn- ar og virkur og áhugasamur félagi alla tíð síðan á meðan heilsa entist. Reyndist hún ævinlega hin bjartsýna trausta kona, reiðubúin til starfa fyrir félag sitt. Seinna lágu leiðir okkar saman þar sem ,við stóðum hlið við hlið við vöskun salt- fiskjar og úti á reitunum í þurfiskinum um nokkur vor og sumur. Þá kynntist ég hin um glaðlynda vinnufélaga, þar sem Kristín var. Ævin- lega reiðubúin með léttlyndi sínu og gamanyrðum, að stytta langa, blauta og érfiða daga við vaskakörin. Þó hún væri þá með hinum eldri í vinnuhópnum, var hún ai-ltaf yngst allra í því, að halda uppi glaðværð meðal vinnu- félaganna. Þessi fátæklegu orð mín, eiga að vera þakkir til þín, Kristín mín, fyrir ágæt störf þín í Kvennadeild Verkalýðs- félagsins og skemmtilegar samverustundir á vinnustað, og vináttu sína æ síðan. En það, sem mig langar þó mest til að þakka henni, og verður mér ógleymanlegast, er kynni mín við þrek hennar og kjark á hinum síðustu erf iðu mánuðum, þegar hún barðist vonlausri baráttu við skæðan, kvalafullan sjúkdóm. Fyrir næstum 4 árum síð- an kenndi hún þess sjúkdóms, sem hún átti við að.stríða æ síðan, unz y'fir- lauk. Á þessu tímabili gekkst hún undir tvær stórar skurðaðgerðir og lá oftar á sjúkrahúsi. Gekk hún aldrei heil til skógar eft- ir það, enda þótt hún fengi nokkurn bata í hvert sinn, kæmist heim og gæti hugsað um mann sinn og heimili, þar til á síðasta hausti, að hún lagðist alveg rúmföst. Hinn umhyggjusami, ástríki eigin- maður hennar, lagði þá nið- ur vinnu sfna og stundaði konu sína af svo einstakri nærgætni og ástúð að slíks munu ekki mörg dæmi. Stund aði hann konu sína heima oft sárþjáða, þar til í janúarmán- uði s. 1. að henni þyngdi svo, að flytja varð hana í sjúkra- húsið, þar sem hún lá unz hún andaðist á annan páska- dag, 18. þ. m. Þegar : sjúkrahúsið kom var hún svo lánsöm að vera á einbýlisstofu, svo enn gat hinn elskaði eiginmaður, dvalið mikið hjá henni og vakað sjálfur yfir henni flest- ar eða allar nætur þar til yf- ir lauk. Það þarf mikið hugrekki og þrek til þess, enn á góðum aldri, að mæta því með eins mikilli stillingu og jafnaðar- geði og Kristín sál. gerði, að vita sig altekinn af þjáning- arfullum ólæknandi sjúk- dómi. En aldrei brást glað- lyndi hennar þrek og rósemi. Ég kom sem oftar á heim- ili'hennar eftir að hún lagðist alveg rúmföst og einnig heim sótti ég hana stundum eftir að hún varð að leggjast í sjúkrahús, og aldrei hitti ég hana öðru vísi en hressa og glaða, meðan hún hélt fullri rænu, enda þótt hún væri oft sárþjáð. Mér er það minnis-. stætt, að einu simú í vetur meðan hún gat enn verið heima á heimili sínu, en heils unni hafði þá hnignað svo að hún gat vart gengið óstudd um íbúð sína, að ég leit inn til þeirra hjóna. Þau hjónin voru að labba um stofur sínar og studdist hún við arm manns síns. Hún brosti til mín og sagði: Við vorum á skemmti- göngu. Við erum að ganga fram og aftur um herbergin og höfum ímyndað okkur, að við værum orðin ung á ný og værum að ganga okkur til skemmtunar á vorkvöldi inni á Langasandi. Slíkt var þrek hennar æðruleysi og sálarró. Kristín mín, mig langar enn að þakka þér fyrir að hafa fengið að kynnast því hvern- ig þú, og reyndar þið hiónin bæði. brugðust við og tókuð á móti þeim þungbæra vanda, sem fylgir vonlausu.sjúkdóms st.ríði, sem ykkur var báðum lióst og gat ekki endað nema á einn veg. Veit ég, að það mun 'verða mér og fleirum sem til þekktu mjög lærdóms- ríkt. Nú, begar bú ert hvorfin af siónarsviði lífsins og leiðir skiliast um sinn, langar mig að endingu til að kveðja þig kæra vinkona, með- þökk fvr ir samstarf on margra ára ó- brigðula vináttu. Herdís Ólafsdóttir. ilki-kjólar Stór númer stuttar og síðar Garðastræti 2 Sími 14578 Auglýsing um umíerð í Reykjavík. Samkvæmt ályktun bæjarstjórnar Reykjavíkur hefur | verið ákveðinn aðalbrautarréttur á eftirtöldum götum og gatnamótum : 1. Sundlaugavegi. 2. Brúnavegi. 3. Grensásvegi. Aðalbrautarrétturinn gildir þó ekki gagnvart Suðurlands- braut, Miklubraut og Bústaðavegi. 4. Lönguhlíð. Þó ber umferð um Lönguhlíð að víkja fyrir umferð um Miklubraut og Eskitorg. 5. Nóatún, Þó ber umferð um Nóatun að víkja fyrir umferð um> I.augaveg og Borgartún. 6. Suðurgötu. Aðalbrautarrétturinn gildir þó ekki gagnvart Melatorgi iOg Túngötu. 7. Hofsvallagötu. Aðalbrautarrétturinn gildir þó ekki gagnvart Æigissíðu, Hringbraut og Túngötu. 8. Vegamótum Bústaðavegar, Klifvelgar, Háaleitis- . vegar og Mjóumýrarvegar, þannig að umferð frá framanigreindum þvergötum Bú- ■staðavegar hafi biðskyldu; gagnvart umferð um hann. 9. Vegamótum Tjarnargötu og Skothúsvegar, þannig að umferð um Tjarnargötu hafi biðskyldu gagn- vart umferð um Skothúsvieg. 10. Vegamótum Laugarnesvegar og Sigtúns, iþannig að iSigtún hafi biðskyldu gagnvart Laugarnes- vegi. j Athygli skal vakin á því, að vegir, sem að aðaltorautum ligigja, eru við vegamótin merktir foiðskydu- eða stöðv- unarmerkj um. Þetta tilkynnist ölluny sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn í RJeykjavík, 22. apríl 1960. SIGURJÓN SIGURÐSSON. kemur við í Þórshöfn, Fær- eyjum, á leið frá Reykjavík 7. maí til Leith og Raup- mannahafnar. H.f. Eimskipafélag íslands. Auglýsfngasíml Alþýðublaðsins er 14906 Sérstakt tækifæri til að gera góð kaup. Vegna ‘breytinga seljum við allar vörur verzlunar- innar á mjög hagstæðu verði. Mikið af kven- og unglingaskóm, úrval af inniskóm, barnaskóm og karlmannaskóm o. fl. Allt á að seljast. — Komið og gerið igóð kaup. HECTOR Laugavegi 11. Alþýðublaðið — 26. apríl 1960 |_3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.