Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.04.2001, Qupperneq 7

Fréttablaðið - 23.04.2001, Qupperneq 7
MÁNUPAGUR 23. apríl ITVI. 1 1 AULAL/1 LV 7 Eigendur Hótels Valhallar: I stríð um snyrtinguna deilur Eigendur Hótels Valhallar hafa leitað til Héraðsdóms Suðurlands til að fá afmáð úr þinglýsingabókum yf- irlýsingu þar sem segir að íslenska ríkið eigi viðbyggingu við hótelið - það er þann hluta hússins sem hýsir snyrtingarnar. „Fari svo að Héraðsdómur telji að eigi ekki að afmá þessa yfirlýsingu er málinu ekki lokið, þar sem við mun- um þá eiga aðrar leiðir. Það er hins- vegar nauðsynlegt að láta reyna á þetta með þessum hætti,“ sagði Har- aldur Blöndal lögmaður eigenda hót- elsins. Hann segir aðrar leiðir dýrari og tímafrekari. Haraldur segir að vissulega verði meiri möguleikar með sölu hótelsins ef yfirlýsingin verði afmáð - þó svo hann segi ekki að hún hafi haft úr- HVER Á KLÓSETTIN? Eigendur hótelsins vilja fá kvöð afnumda úr þinglýsingarbókum slitaáhrif um að Hótel Valhöll var ekki seld til enska aukýfingsins Kru- ger á síðasta ári. ■ ert kappsmál að stofnunin eigi mikinn meirihluta heldur fyrst og fremst að auka verðmæti hlutabréf- anna og gera þau eftir- sóknaverð. Efasemdir beinast fyrst og fremst að því hvað sjálfseignarstofnanir munu verða fyrirferða- miklar í rekstri sparisjóð- anna og stöðu stofnfjár- eigenda innan þeirra. Starfsmenn fjármálafyrir- tækja, sem Fréttablaðið ræddi við, telja frumvarp- ið ekki breyta stöðu stofnfjáreig- enda en færa þeim hins vegar völd- in. Þeir segja að það verði að skýra eigendaábyrgðina því hún sé mjög óljós og stofnfjáreigendur fari með mikið vald miðað við hvað lítið fé er bundið í rekstr- inum. „Það mun reyna mjög á siðferðisþrek þeir- ra sem fara með stjórnar- taumana,“ sagði einn við- mælandi Fréttablaðsins. Skoðun manna er sú að fjárfestingarákvarðanir eru teknar með öðrum hætti þegar stjórnendur eiga lítinn hlut í fjármála- fyritæki en fara með eign- arhaldslausan meirihluta. Spurningin sem menn velta nú fyrir sér er hver- su fljótt það taki stofnfjáreigendur að afsala sér völdum í sjálfseignar- stofnunum, slíta rekstri þeirra og finna eigendalausu fé eiganda. bjorgvin@frettabladid.is SPARISJÓÐIR í BRENNIDEPLI Frumvarp viðskiptaráðherra gerir m.a. ráð fyrir að sjálfseignarstofnanirnar, sem ráða munu sparisjóðunum, verji hagnaði sínum til mannúðarmála, hver í sínu byggðarlagi. | HVERJIR EIGA SJÓÐINA? | Heildarskipting milli stofnfjáreig- enda og sjálfseignarstofnana Aætlað heildar markaðsvirði sparisióðanna 19.175.400.000 Eignarhlutur stofnfiáreigenda 2.707.660.800 (85,9%) Eignarhlutur siálfseignarstofnunar 16.467.739.200 (14,1%) Fiöldi stofnfiáreigenda i okt 2000 4.133 PÉTUR BLÖNDAL Gagnrýnir að fólk sem hefur ekki prívat- hagsmuni ráðskist með sparisjóðina. NÝSTÁRLEGAR HUGMYNDIR UM ENDURNÝTINGU HÚSA. Gamla ölgerðarverksmiðjan við Njálsgötu kann að breytast í listamannanýlendu. gamla hús og nágrenni ef þessar hug- myndir verða að veruleika. Það er talið vænlegri kostur en að rífa það. Víða erlendis er góð reynsla af breyt- ingum sem þessum á gömlum húsum auk þess sem þetta mundi gjörbreyta aðstöðu margra listamanna til hins betra. Þrátt fyrir að þessi hugmynd þyki mjög spennandi er talið að það mjög vandmeðfarið að hrinda henni í fram- kvæmd. Sérstaklega með tilliti til ná- granna og hversu byggðin þarna er þétt og gróin. Af þeim sökum eru all- ar slíkar breytingar í rótgróinum hverfum sagðar mjög viðkvæmar enda geta komið þar við sögu bæði hagsmunir og tilfinningar nærliggj- andi íbúa. í þessari skipulagsvinnu hefur sá kostur þó ekki verið útilokaður að ná- grannar verksmiðjunnar fái tæki- færi til að stækka lóðir sínar í tengsl- um við þessar áformuðu breytingar á verksmiðjuhúsinu. I Skip með ólöglegum innflytjendum strandar við Italíu Um 600 farþegar róm (apj Skip með um 600 ólöglegum innflytjendum, þ.á.m. mörgum börn- um, var dregið til hafnar í Suður-ítal- íu í gær eftir að hafa strandað í Adríahafi. Barn og ófrísk kona voru flutt á sjúkrahús eftir að skipið kom til hafnar en skipið var yfirfullt. Talið er að skipið sé tyrkneskt og flestir um borð Kúrdar. Tyrknesk yfirvöld hafa heitið Evrópuríkjum að reyna að stöðva straum ólöglegra innflytjenda þaöan. ítalska lögreglan rannsakar hvort að þeir sem skipulögðu flutningana hafi tekist að yfirgefa skipið í fyrrinótt rétt áður en neyðarkall var sent út og hvort að áhöfnin feli sig meðal farþeganna. ■ MÖRG BÖRN UM BORÐ Lögreglan bar grimur af ótta við sjúkdóma. Ég kærði níðskrif í mínu nafni - segir Stefán Dan Óskarsson á ísafirði kærumál „Eftir að hafa leitað til þess sem er með netþjónustu fyrir þann sem sendi níðskrif í mínu nafni - og án þess að þeir vildu segja mér hver það var ákvað ég að kæra málið til lögreglu," sagði Stefán Dan Óskars- son á ísafirði, en á spjallþræði Bæj- arins besta birtist bréf þar sem höf- undurinn kallaði sig Stebba Dan. „Það er bara einn Stebbi Dan á isafirði og sennilega á íslandi. Það var vegið að mínu ágæta vini, Guð- jóni Þorsteinssyni. Það vita þeir sem þekkja aó Guðjón átti þessi skrif ekki skilin. í lok níðskrifanna sagði að vin- áttu okkar væri lokið. Eftir að þetta birtist var nokkuð um að fólk tjáði sig um að ég hefði verið ósanngjarn í garð Guðjóns - en ég skrifaði þetta ekki og vil fá að vita hver misnotaði nafnið mitt,“ sagði Stefán. Sýslumaðurinn á ísafirði reynir nú að fá með dómi lista yfir við- skiptavini Margmiðlunar, en níðpóst- urinn var sendur með netþjóni þess fyrirtækis. Málið verður tekið fyrir hjá Héraðsdómi Vestfjarða. „Við förum bara að lögum, en munum ekki leggja ofurkapp á að verja viðskiptavini okkar,“ sagði tals- maður Margmiðlunar í samtali við Fréttablaðið. ■ FORSETINN GREIÐIR ATKVÆÐI Forseti Svartfjallalands og leiðtogi fylkingarinnar sem berst fyrir sjálfstæði landsins, Milo Djukanovic, á kjörstað. 1 fylgd með honum er kona hans Lidija. Kosið til þings í Svartfjallalandi: Sjálfstæðisfylkingu spáð sigri podgorica (ap) Kosið var til þings í Svartfjallalandi í gær. Tvær fylking- ar tókust á, önnur berst fyrir sjálf- stæði Svartfjallalands og hin fyrir áframhaldi ríkjasambandsins Júgóslavíu en Serbía og Svartfjalla- land eru einu ríkin sem eftir eru í ríkjasambandinu. Um 200 erlendir fulltrúar unnu við kosningaeftirlit í landinu, þar á meðal Jónína Bjartmarz þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík. Spáð er að sjálfstæðisfylkingin fái 47% atkvæða en Júgóslavíufylkingin 36%. Endanlegar niðurstöður kosn- inganna liggja fyrir á morgun. ■ Rannsókn á áfengisáhrifum: Konur verða drukknari new york Skýring er nú komin á því hvers vegna sumar konur eru fljót- ari að finna á sér sökum áfengis- drykkju en karlar. Niðurstöður nýrr- ar bandarískrar rannsóknar benda til þess að minna sé af efni sem hjálpar maganum við að melta áfen- gi í konum en í körlum. Því eigi áfengið greiðari Ieið inn í blóð kven- na. Líkami karla sé duglegri við aó brenna áfenginu og nota þaó sem orku. Konurnar geta að vísu búist við sömu áhrifum og karlarnir af bjór, sem að jafnaði hefur 5% alkó- hólinnihald, en munurinn kemur í ljós varðandi vín og brennda drykki. Vísindamennirnir segja niður- stöðuna útskýra það sem vitað var fyrir að konum er hættara við ýms- um sjúkdómum tengdum áfengis- drykkju en körlum. „Konur verða að fara varlegar í drykkju en karlar," sagði Dr. Steven Schenker, prófess- or við Texas-háskóla. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.