Fréttablaðið - 23.04.2001, Page 24

Fréttablaðið - 23.04.2001, Page 24
FRÉTT SfMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS Aðalsími: 515 75 00 Ritstjórn 515 7500 - simbréf 515 75 06 - rafpóstur ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingasími: 515 75 15 - símbréf 515 15 15 - rafpóstur auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 510 0 300 hp Laserjet 1 200 Þráinn Bertelsson Hetju söngvar á hættustund Það hefur verið regla hjá bók- sölum og bókaútgefendum í mörg Herrans ár að barma sér aldrei út af lélegri bókavertíð af ótta við að barlómurinn flæmi burt síðustu bókabéusana. Eins og sannir hetjutenórar hafa útgefendur einatt sungið kröftuglega um bjar- ta framtíð í bókaútgáfu, fyrst var þetta voldugur kór, nú má telja þá sem eftir eru á fingrum annarrar handar. Þótt útgefendur séu ævinlega brattir og telji það fyrir neðan sína virðingu að kvarta þá er ég sem lesandi ekki jafnkvíðalaus og þeir um framtíð bókarinnar. Hvernig á að ráða í þau teikn sem eru á lofti? Hvað hefur orðið um allar fornbókasölurnar? Fyrir nokkrum árum fylltu þær tuginn. Nú eru þær tvær. Og bókabúðirn- ar, hvar eru þær nú? Hefur heim- urinn snúið baki við Halldóri Lax- ness og Shakespeare og Val Vest- an og Guðrúnu frá Lundi og Einari Má og öllum þeirra sögupersón- um, hraustum sem heilsutæpum, og svifið inn í glysið í tölvugeim ellegar á vit glaðbeittra ljósvaka- miðla. DAGUR BÓKARINNAR er haldinn hátíðlegur í dag og þá er skylt að reyna að vera bjartsýnn að hætti útgefenda þó aldrei nema framtíð bókarinnar hangi á einum graðhvannarnjóla utan í þverhníptu Hornbjargi eins og sögupersóna í frægri bók. JÁKVÆTT? Hvað getur maður talið upp jákvætt á þessum degi sem maður er skíthræddur um að muni snúast upp í líkvöku? Sagt er að skáldsögur seljist nú í stærra upplagi heldur en nokkru sinni fyrr í sögu heimsins og flestöll börn á Vesturlöndum ku hafa mölvað Play Station-tölvurnar sín- ar og lagst í ævintýrabækurnar um Harry Potter. Sú nýjasta í þeirri ritröð heitir Harry Potter og eldbikarinn og er 636 blaðsíður með lúsarletri en einhvern tímann hefði svo langt lesmál verið talið í lengsta lagi fyrir börn svo að kannski má vænta mikilla bók- menntaafreka af Potterkynslóð- inni í framtíðinni. Þetta eru erfiðir tímar fyrir hið ritaða orð. Það dó hér dagblað í síðasta mánuði en Drottinn leggur líkn með þraut og í morgun kom þetta nýja blað FRÉTTABLAÐIÐ í heiminn. Ég vona að það sé rétt- skapað og lífvænlegt. Það er gott að fæðast á vori og það sem ekki drepur mann gerir mann sterkari. ÞRAUTREYNT VERKJALYF Notkunarsvið: Paratabs inniheldur parasetamól og er verkjastillandi sem og hitalækkandi lyf. Það er notað við höfuðverk, tannpínu, tíðaverkjum o.fl. Einnig við sótthita af völdum inflúensu og annarra umgangspesta eins og kvefs. Varúðarreglur: Fólk sem hefur ofnæmi fyrir parasetamóli eða er með lifrarsjúkdóma má ekki nota lyfiö. Nýrna- og lifrarsjúklingum er bent á að ráðfæra sig við lækni áður en þeir taka lyfið. Of stór skammtur getur valdið lifrarbólgu. Aukaverkanir: Parasetamól veldur sjaldan aukaverkunum og þolist yfirleitt vel í maga. Langvarandi notkun lyfsins getur valdið nýrnaskemmdum. Skömmtun: Nákvæmar leiðbeiningar um skömmtun fylgja lyfinu. Ekki má taka stærri skammta en mælt er með. Lesiö vandlega leiöbeiningarsem fylgja lyfinu. LYFJAÞRÓUN • HUGVIT • GÆÐI ð ar ekkí Meðan verið er að eyða hnökrum á dreifingu Fréttablaðið liggur FRAMMI Fréttablaðsins verður hægt að nálgast blaðið á öllum bensínstöðvum Esso á höfuðborgar- svæðinu. Á BENSÍNSTÖÐVU M Esso í framtíðinni mun blaðið liggja frammi á fyrstu bensinstöð Esso eftir að komið er inn á höfuð- borgarsvæðið, hvaðan sem komið er.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.