Fréttablaðið - 25.04.2001, Side 2

Fréttablaðið - 25.04.2001, Side 2
FRÉTTABLAÐIÐ KJÖRKASSINN 25. apríl 2001 MIÐVIKUPAGUR CUÐNI ÁGÚSTSSON LANDBÚNAÐAR- RÁÐHERRA Yfirgnæfandi meirihluti netverja er andvígur tollum á innflutt græn- meti Ertu fylgjandi þvi að settir séu tollar á erlent grænmeti til að vernda innlenda framleiðslu? Niðurstöður gærdagsins á vwvw.vísir.i<; n__________________________________21% Nei Spurning dagsins í dag: Eru kynþáttafordómar á íslandi áhygguefni? Farðu inn á vísi.is og segðu þina skoðun 1 __________________________ FUNDUR STÓRFYRIRTÆKJANNA Forstjóri Ericsson, Kurt Hellström, er ánægður með samninginn við Sony Ericsson og Sony ætla að auka samkeppni við Nokia Samvinna gagnast báðum STOKKHóuviuR. ap Ei’icsson og Sony til- kynntu í gær viðamikið samstarf á sviði farsímaframleiðslu. Sænska og japanska fyrirtækið eignast sinn hvorn helminginn í nýju fyrirtæki sem mun kallast „Sony-Ericsson Mobile Communication" og hefja starfsemi næsta haust í London. Rekstur Ericsson hefur ekki gengió vel að undanförnu og fyrir- tækið misst markaðshlutdeild til finnska risans Nokia. Fyrirtækið hef- ur brugðist við með því að fækka starfsmönnum sínum um yfir 15.000 á árinu. Þá hefur starfsemi Sony í Evrópu einnig dalað að undanförnu. Tilgangur samvinnunnar er því að blása lífi í bæði fyrirtæki." „Við verðum að vera orðnir leið- andi afl í farsímaviðskiptum eftir nokkur ár,“ sagði Katsumi Ihara, varaforseti Sony, en gaf ekki ná- kvæmari upplýsingar um framtíðar- takmark nýja fyrirtækisins. Sagði hann að reynsla Sony af skemmtana- bransanum komi að góðu gagni á sama tíma og mikilvægi myndræns efnis aukist á sviði farsíma. ■ Héraðsdómur Reykjavíkur Þrír ítalir í fangelsi fíkniefnamál. Þrír ítalir, einn karl- maður og tvær konur, hafa verið dæmd til fangelsisvistar fyrir að hafa flutt til Islands nokkuð magn fíkniefna. í október í fyrra. Dómur- inn var kveðinn í Héraðsdómi Reykjavíkur. Karlmaðurinn var dæmdur til fjögurra ára fangelsis- vistar og konurnar til 15 mánaða fangelsis hvor. Sannað þykir að karlmaðurinn hafi skipulagt glæpinn og fengið kon- urnar til þátttöku gegn gjaldi. í dóm- inum segir að þær iðrist gjörðir sín- ar. ■ Þetta var einn allsherjar hryllingur Móðir geðsjúks manns lýsir ástandi sonar síns um síðustu jól og segir að sér hafi verið hótað velferðarþjónusta. Kolbrún Norðdahl á son sem er veikur og er skjólstæð- ingur Geðhjálpar. Eftir að umfjöllun um Geðhjálp komst í fjölmiðla segist hún ekki lengur geta orða bundist. „Það var um síöustu jól sem gekk fram af mér,“ segir hún. Kolbrún hafði þá á orði innan fjölskyldunnar að hún ætlaði að sækja son sinn og leyfa honum að koma til sín um jólin. „Börnin mín sögðu, mamma ekki fara, þú munt aldrei þoia að sjá hvernig hann býr. Ég taldi mig geta þolað að sjá aðbúnaðinn. En ég gat það ekki. Það sem blasti við mér þeg- ar ég kom til hans var einn allsherjar hryllingur. Að koma að syni sínum á aðfangadag, skítugum, tannlausum í efri góm og þar sem hann hafði greinilega ekki verið baðaður í lang- an tíma var skelfilegt. Eftir að hann kom til mín undi hann sér ekki. Hann var þreyttur og var alltaf að sofna. Ég held að hann hafi verið máttfarinn vegna lyfja. Ég er ekki fær um að laga til í kringum hann, ég get það ekki. Veikindi hans hafa tekið mikinn toll af mér,“ sagði Kolbrún. „Eins og ég sagði að þegar ég kom á Vesturgötuna brá mér illilega við. Eftir að ég gerði mér ljóst hvernig ástatt var kvartaði ég - en á móti var mér hótað af starfsmönnum að ef ég gerði eitthvað í málinu myndi það skaða bæði hann og mig.“ Einn þeirra sem þekkir vel til seg- ir að vissulega sé húsnæðið á Vestur- götu ekki gott - en hann bendir á að borgin útvegi þetta húsnæði til þess- ara nota og eins að þeir sem búa þar eru erfiðir sjúklingar. í niðurstöðum vinnuhóps sem kynnti sér stuðningsþjónustuna segir rneðal annars að ekki séu starfandi eins margir starfsmenn hjá stuðn- ingsþjónustunni og gert er ráð fyrir í samningum og eins að fagmenntun skorti. Átökin innan Geðhjálpar haida áfram og á föstudag verður umdeild- um aðalfundi framhaldið. Búist er við að heitt verði í kolunum. Starfs- menn stuðningsþjónustunnar, og ein- hverjir fleiri, ætla að freista þess að fá úrskurð félagsmálaráðuneytis á lögmæti aðalfundarins frá 31. mars - en eins og kunn- ugt eraf fréttum leystist sá fund- ur upp vegna ósættis. ■ VESTURGATA 17 Kolbrún Norðdahl segir aðbúnað sonar sins vera hreinan hrylling Bandaríkj amenn selj a T ævönum vopnabúnað Kínverjar gagnrýna fyrirhugaða vopnasölu Bandaríkjanna til Tævan harðlega washington. ap Kínverjar gagnrýndu í gær harölega fyrirhugaða sölu Bandaríkjamanna á vopnum til Tæv-. an þrátt fyrir ákvörðun Bush að við-. skiptin taki ekki til hinna öflugu Aeg- is-tundursþilla sém Tævanar höfðu sóst eftir. Ákvörðuninni um að styðja við hernaðarupbyggingu Tævana eykur enn spennnu í samskiptum Bandaríkjanna og Kína. Hvíta Húsið vildi f gær géra sem • minnst úr málinu. „Ekkert í þessum áformuðu viðskiptum ógnar Kína,“ var haft eftir háttsettum talsmanni Bandarikjaforseta sem vildi ekki láta nafns síns getið. Gaf hann það einnig í skyn að aukning á herstyrk Kín- verja gæti aukið líkurnar á sölu tund- urspillanna til Tævan. Talsmaður Hvíta Hússins, Ari Fleischer, stað- festi þetta og sagði að þær 300 eld- flaugar sem Kínverjar hafa nýlega miðað á eyjuna hafi ýtt undir við- skiptin. Líta má á ákvörðunina sem tilraun Bandaríkjanna til að hafa áhrif á hernaðarjafnvægi á svæðinu. Ákvörðun Bush var misvel tekið á Bandaríkjaþingi og lýstu nokkrir þeirri skoðun að Bush hefði átt að ganga lengra. Formaður utanríkis- málanefndar öldungadeildarinnar, Jesse Helms, lýsti því yfir að Tævan ætti rétt á Aegis-tundurspillum vegna mikillar hernaðaruppbygging- ar Kínverja á svæðinu. Leiðtogi Demókrata í Fulltrúadeildinni, Dick Gephart, tók í sama streng og sagðist hafa „alvarlegar efasemdir um ákvörðun Bush“ að halda eftir tund- urspillunum. Hvíta Ilúsið sagði her Tævan ekki hafa tækniþekkingu sem þyrfti til að stjórna svo flóknum tækjabúnaði. Kínverjar líta ennþá formlega á eyjuna Tævan sem uppreisnarhérað sem ekki eigi rétt á uppbyggingu NAFNAKALL Á TORGI í TAIPEI Tævanskir hermenn bíða bandarískra vopna varnarmála. Hafa þeir hótað að taka eyjuna með vopnavaldi ef Tævanar láta verða af því að lýsa yfir fullu sjálfstæði. Ljóst er að vopnasala Bandaríkjanna til Tævan dregur ekki úr spennunni sem ríkir í samskiptum þeirra við Kínverja. Talsmaður utan- ríkisráðuneytis Kína sagði að við- skiptin gerðu lítið úr valdi Kínverja yfir eigin innanríkismálum ásamt því að raska jafnvægi á svæðinu. ■ Andvígir vínsölu í matvörubúðum Ekki til hagsbofa fyrir neytendur né birgja vegna fákeppni á matvörumarkaði STÓRMARKAÐIR: Stórkaupmenn óttast að ef leyft verður að selja létt vín og bjór í matvörubúðum muni það leiða tll verðhækkana og minni ún/als á þessum vörum vegna þeirrar fákeppni sem ríkir í smásölu á matvörumarkaði. verslun Samtök verslunarinnar eru andvíg því að einvörðungu verði heimilt að selja léttvín og bjór í mat- vörubúðum eins og gert er ráð fyrir í tillögu sem liggur fyrir Alþingi. Sam- tökin telja að í ríkjandi fákeppni á matvörumarkaði sé hætta á að slík breyting mundi ekki verða til hags- bóta hvorki fyrir neytendur né inn- flytjendur áfengis. Fimm þingmenn standa að baki þessari tillögu. Fyrsti flutningsmaður hennar er Vilhjálmur Egilsson þingmaður Sjálfstæðis- flokks og framkvæmdastjóri Versl- unarráðs íslands. Haukur Þór Hauksson formaður Samtaka verslunarinnar segir að það sem veldur þeim mestum áhyggjum í þessu máli sé sú fákeppni sem ríkir í smásölu á matvörumarkaði. í því ástandi séu einnig miklar líkur á því að álagning á víni mundi hækka auk þess sem breyting gæti orðið til hins verra á því úrvali sem þegar sé fyrir hendi í Ríkinu. f það minnsta geeti orðið erfiðara fyrir birgja að koma vörum sínum á framfæri. Það sé alla- vega sú reynsla sem menn hafa feng- ið með minnkandi samkeppni og auk- inni fákeppni á matvörumarkaði. Hann telur hinsvegar að það sé marg- ir aðrir valkostir fyrir hendi í stað þess að einblína aðeins á matvöru- verslanir sem sölustaði fyrir léttvín og bjór. í því sambandi bendir hann m.a. á þann möguleika að verslunar- eigendum veröi heimilt verði að selja áfengi í sérstökum vínbúðum eins og tíðkast víða erlendis. Formaður Sam- taka verslunarinnar áréttar þó að þeir séu ekki á móti því að ÁTVR verði lagt niður, nema síður sé. Hann vekur einnig athygli á því að í núverandi fákeppni á matvöru- markaðnum séu menn farnir að sjá þjóðfélag þar sem talsmenn heilla at- vinnugreina þora ekki að tjá sig um hagsmuni sína. í þessum hópi séu m.a. grænmetisbændur og matvöru- heildsalar. Það sé því eitthvað meira en iítið að í þjóðfélagi þar sem menn forðast að tjá skoðanir sínar vegna viðskiptahagsmuna. ■ -grh@frettabladid.is j FLÓTTAMANNABÚÐUM Ótal Afganír eru á hrakhólum Afganistan Flóttamenn í eigin landi islamabad (AE) Hálf milljón manna er á hrakhólum í Afganistan sagði hátt settur embættismaður Samein- uðu þjóðanna í gær. „Ástandið verður æ verra. Fjöldi fólks ráfar um í leit að samastað." Átján hundruð manns bætast við daglega í flóttamannabúð- ir í Herat-héraði þar sem eru 120.000 manns fyrir, og önnur 100.000 lifa við hörmulegar aðstæður í Mazar-e- Sharif þar sem fólk hefst við í holum sem það grefur í jörðina og klæðir með plasti. Afganistan er ein af fátækustu þjóðum heims og íbúar langhrjáðir eftir tveggja áratuga ófrið og nú síð- ast mestu þurrka í þrjátíu ár. AP/B.K.BANGASH

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.