Fréttablaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 4
4
FRETTABLAÐIÐ
25. apríl 2001 MIÐVIKUDAGUR
SVONA ERUM VIÐ
VAXANDI
NEYSLA
FUGLAKJÖTS
Þótt sú tíð sé lið-
in að (slendingar
borði eingöngu
fisk og lambakjöt
heldur lambakjöt-
ið ótrúlega velli þegar skoðaðar eru fram-
leiðslutölur. Framleiðsla alifuglakjöts er
hins vegar á hraðri uppleið.
1.520
9.454
1.952
8.690
Alifuglakiöt
Lambakjöt
HEIMILD: HAGSTOFA ISLANDS
Skip víkja fyrir hvölum
Sléttbakur í út-
rýmingarhættu
pýravernp Alþjóðlegi dýraverndunar-
sjóöurinn (IFAW) hefur af því
áhyggjur að hvalategundin sléttbak-
ur sem lifir í Norður-Atlantshafi sé
að deyja út um þessar mundir. Sjóð-
urinn telur að það sem helst hamli
því að stofninn geti nái sér á strik séu
árekstrar við skip ásamt því að hval-
urinn flækist oft í netum. Sjóðurinn
setti því nýlega í gang verkefni sem
ætti að geta hjálpað stofninum við að
fjölgað sér aftur.
Það fer þannig fram að baujur
sem taka við hljóðum frá dýrunum
hafa verið settar á ýmsa staði á Norð-
ur-Atlantshafi til að hægt verði að
kortleggja ferðir þeirra. Upplýsing-
arnar verða svo notaðar til að bægja
skipum frá helstu leiðum þeirra um
hafið. Talið er að færri en 350 hvalir
séu nú eftir en hann var veiddur í
miklu magni fyrr á öldum við ís-
landsstrendur og hefur verið alfrið-
aður frá því um 1915. ■
EKKI BÆÐI SLEPPT OG HALDIÐ
Sólvamaráburður gegnir mikilvægu hlut-
verki við að verja húðina gegn óæskilegum
áhrifum sólarinnar. Hins vegar geta ákveð-
in efni í áburðinum verið skaðleg horm-
ónajafnvægi líkamans.
Sólvarnaráburður:
Getur raskað
hormónum
neytenpur Umhverfisráð Danmerkur
hefur mælst til að verslunareigendur
hætti að selja sólvarnaráburð sem
grunur leikur á að innihaldi efni sem
raskað geta hormónajafnvægi.
Ákvörðunin kemur vegna nýrra
rannsóknarniðurstaðna frá háskólan-
um í Zúrich.
Rannsakaðir voru sex algengir
UV-filtrar með það fyrir augum að
leita að hormónatruflandi áhrifum.
Fimm þeirra reyndust hafa truflandi
áhrif á hormóna í tilraunaglasi og í
ljós kom að þrir þeirra reyndust ein-
nig hafa áhrif á hormónajafnvægi
þegar prófað var á dýrum. Efnin sem
um ræðir eru: 4-methyl-benzylidene
camphor, Octyl-methoxycinnamate
og Benzophenone-3.
Tekin verður afstaði til þess innan
tíðar hvort banna eigi sölu á vörum
sem innihalda efnin. ■
Gin- og klaufaveiki í Bretlandi:
Maður talinn smitaður
LONDQN.AP. Breska heilbrigðisráðu-
neytið er að kanna hvort slátrari bú-
settur í héraðinu Cumbria á
Englandi hafi smitast af gin- og
klaufaveiki. Frá þessu er skýrt á
vefsíðum BBC-fréttastofunnar.
Reynist þessi grunur réttur er
það í annað skiptið svo vitað sé sem
maður smitast af gin- og klaufaveiki
á Bretlandi, en fyrra tilvikið greind-
ist árið 1966. Sjúkdómurinn leggst
ekki þungt á fólk og er ekki vitað til
þess að smit hafi nokkru sinni borist
á milli manna. Hins vegar smitast
dýr auðveldlega af fólki sem gengur
með veiruna.
Fréttin hefur aukið á ótta Breta
um heilsufarsleg áhrif gin- og
klaufaveiki faraldursins á fólk en
talsverðar áhyggjur hafa vaknað
vegna mengunar af völdum
brennslu á dýrahræjum.
Maðurinn sem um ræðir hefur
tekið mikinn þátt í urðun hræja í
héraðinu undanfarið og smitaðist,
fyrir slysni, við þá vinnu. Tveimur
vikum síðar var hann komin með
svipuð einkenni og dýrin fá, sár í
munni og, í tilfelli mannsins, á hönd-
um. ■
MAÐUR VEIKTIST
AF DÝRASJÚKDÓMI
Breskur maður hefur greinst með gin
og klaufaveiki. Þetta er fyrsta
tilfellið þess eðlis í áratugi.
Neyðarpilla hjá
skólahjúkrun-
arfr æðingnum ?
Landlæknir vill greiðari aðgengi að neyðargetnaðartöfl-
um. Engar rannsóknir benda til að það auki lauslæti. Góð-
ur árangur í baráttu við klamýdíu og lekanda horfinn.
hejlsucæsla Á fundi sem Landlæknis-
embættið hélt í gær um klíniskar
leiðbeiningar til handa fólki í heil-
VITNESKJU ÁBÓTAVANT
Reynir Tómas Geirsson, prófessor, segir að
aimennri vitneskju um neyðargetnaðar-
varnir sé ábótavant. en nota mætti þær til
að koma í veg fyrir óvelkomnar þunganir,
sem voru um 1000 talsins í fyrra.
brigðisstétt kom fram að áhersla
væri lögð á greiðari aðgengi fólks að
neyðargetnaðavörnum. Þá kom ein-
nig fram að mælt væri með að skóla-
hjúkrunarfræðingar í skólum hefðu
heimild til að úthluta neyðargetn-
aðarvörnum í samráði við lækna.
Reynir Tómas Geirsson, prófessor í
kvensjúkdómalækningum, sagði
marga sjálfsagt velta fyrir sér hvort
lauslæti ykist ekki við svona auðvelt
aðgengi að neyðargetnaðarvörnum
en sagði engar rannsóknir benda til
þess. Þess ber að geta á ný neyðar-
getnaðartafla kemur á markaðinn
seinni hluta þessa árs sem hefur mun
minni aukaverkanir í för með sér en
þær sem fyrir eru.
Fram kom að neyðargetnaðarvörn
væri nauðsynlegur valkostur til að
koma í veg fyrir þungun og væri æti-
uð konum á öllum aldri en þó sérstak-
lega unglingsstúlkum sem væru oft
ekki byrjaðar að nota öruggar getn-
aðarvarnir.
Að sögn Reynis Tómasar er al-
mennri vitneskju um þessar varnir
ábótavant en með aukinni notkun
mætti koma í veg fyrir óvelkomnar
þunganir en þær voru um 1000 tals-
ins í fyrra sem er meira en verið hef-
ur. Á fundinum kom fram að tíðni
fæðinga væri sú hæsta í Vestur-Evr-
ópu meðal unglingsstúlkna.
Bent var á að auk þess að geta
fengið töfluna gegn lyfseðli frá lækni
væri til ákvæði um að lyfjafræðingar
í apótekum hefðu heimild til afhend-
ingar neyðargetnaðarvarnataflna án
lyfseðils.
Klínisk leiðbeining liggur nú fyrir
um meðferð við klamýdíu en á fund-
inum kom fram að góður árangur
væri í útrýmingu þessa kynsjúkdóms
og að tíðni þess hafi minnkað úr 14%
niður í 8%. Einnig kom fram að lek-
andi er með öllu horfinn á íslandi og
á Norðurlöndunum en fyrirfinnst enn
í Bandaríkjunum og í Asíuiöndunum.
Klínískar leiðbeiningar eru ætl-
aðar heilbrigðisstarfsmönnum til
upplýsinga og að sögn landlæknis
ætlaðar til að stuðla að sem mestum
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON, LANDLÆKNIR
Rannsóknir á Klamýdíu hafa farið fram á íslandi sl. 20 ár og hafa konur sem farið hafa í
fóstureyðingar sérstaklega verið rannsakaðar.
gæðum í heilbrigðimálum hverju
sinni. Ari Jóhannesson, læknir og
formaður fagráðs Læknafélags ís-
lands, sagði misræmis gæta á nálg-
un lækna á hinum ýmsu læknisatrið-
um og því væru leiðbeiningar sem
þessar mjög mikilvægar. Fyrir ligg-
ja m.a upplýsingar um lifrabólgu C,
hjarta- og æðasjúkdóma og höfuðá-
verka en verið að vinna í um 20 þátt-
um í viðbót.
kolbrun@frettabladid.is
Upphafsdagur skóla á komandi hausti:
Grunnskólar heíjast í ágúst
skólamAl Grunnskólabörn koma fyrr
til starfa í skólum í haust en verið
hefur og er algengast að skóli verði
settur föstudaginn 24. ágúst eða
mánudaginn 27. ágúst á höfuðborgar-
svæðinu.
Samráðshópur skólastjóra í
Reykjavík hefur lagt til að skólahald
hefjist 24. ágúst í grunnskólum borg-
arinnar en skólastjórar í Reykjavík
geta ákveðið sjálfir upphafsdag
skóla. Að sögn Ellerts Borgars Þor-
valdssonar formanns Skólastjórafé-
lags Reykjavíkur bendir allt til að
upphafsdagur skóla verði sá sami í
SKÓLI í ÁGÚST
Á komandi hausti mun kennsla í grunn-
skólum víðast hvar hefjast í ágúst og allt
bendir til að þessar stelpur verði komnar í
skólann síðustu vikuna í ágúst í haust.
öllum grunnskólum borgarinnar.
Hins vegar er misjafnt hvort vetrar-
frí verða í skólum og því verða skóla-
slit vorið 2002 ekki samræmd.
í Hafnarfirði er verið að kalla eft-
ir skóladagatölum frá grunnskólun-
um og samkvæmt upplýsingum frá
skólaskrifstofu munu skólastjórar
vera að ráðfæra sig innbyrðis unt
upphaf skólaárs. Líklegt er að fyrsti
skóladagur í Hafnarfirði verði 27.
ágúst.
í Kópavogi liggur fyrir að skóla-
setning verður í grunnskólunum 24.
ágúst og fyrsti kennsludagur þann
27. og í Garðabæ liggur fyrir að
skólasetning verður mánudaginn 27.
ágúst í öllum grunnskólum bæjarins.
Að sögn grunnskólafulltrúa Sel-
tjatjarnarness liggur upphafsdagur
grunnskólanna ekki fyrir þar en ver-
ið er að vinna að frágangi skóladaga-
tals. ■