Fréttablaðið - 25.04.2001, Page 15
MIÐVIKUPAGUR 25. apríl 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
15
r
Fyrri leikir Islands og Möltu
5. IÚNÍ 1982 A SIKILEY fSLAND SAMTALS UNNIÐ 6 LEIKI OG
MALTA VANN 2-1 SKORAÐ 19 MÖRK.
5. JÚNÍ 1983 f REYKJAVfK MALTA SAMTALS UNNIÐ 2 LEIKI OG
fSLAND VANN 1-0 SKORAÐ 6 MÖRK.
7. MAÍ 1991 f VALLETTA
fSLAND VANN 4-0 BYRJUNARLIÐ ÍSLANDS f KVÖLD:
10. FEB 1992 f VALLETTA Arni Gautur Arason í markinu, Arnar
MALTA VANN 1-0 Viðarsson, Eyjólfur Sverrisson, Her-
11. FEB 1996 f VALETTA mann Hreiðarsson, Rúnar Kristins-
fSLAND VANN 4-1 son, Tryggvi Guðmundsson, Arnar
14. AG 1996 f REYKJAVfK Grétarsson, Brynjar Björn Gunnars-
fSLAND VANN 2-1 son, Helgi Sigurðsson, Eiður
28. AP 1999 A MÖLTU Guðjohnsen og Andri Sigþórsson.
fSLAND VANN 2-1
27. JÚL 2000 f REYKJAVÍK TÍUNDI LEIKURINN UNDIR STJÓRN
(SLAND VANN 5-0 ATLA EÐVALDSSONAR.
Aftur í teppasöluna?
knattspyrna Búist er við því að þrjá-
tíu þúsund manns leggi leið sína í
Parken í Kaupmannahöfn í kvöld.
Danir mæta Slóvönum í vináttu-
landsleik, sem er jafnframt síðasti
landsleikur Peters Schmeichel. Pet-
er, sem er einn virtasti markvörður
heimsins er búinn að vera í landslið-
inu í 14 ár og hefur spilað flesta leiki
með því, 129 í kvöld. Hann spilaði
fyrst með liðinu árið 1987 þegar
Danmörk vann Grikkland með fimm
mörkum gegn engu. Fyrir leikinn í
kvöld er liðið búið að vinna 63 leiki,
jafna 33 sinnum og tapa 32 sinnum
með Schmeichel í markinu.
„Einu sinni kallaði ég landsliðið
barnið mitt. Ég held að ég ætti að
byrja að eyða tíma mínum í alvöru
börnin mín frekar en það,“ sagði
Schmeichel á dögunum. Hann og
konan hans eiga son og dóttur. Sch-
meichel, sem er næstum því tveggja
metra hár, var einn af lykilmönnun-
um í danska liðinu á HM 1998 þegar
Danmörk komst í undanúrslit. Þá
tapaði liðið fyrir Brasilíu, 3-2, í
æsispennandi leik.
Hann hefur oftar en einu sinni
verið kosinn markvörður ársins í
Evrópu og þrisvar sinnum leikmað-
ur ársins í Danmörk.
Schmeichel hefur skorað þó
nokkur mörk á ferlinum. Hann varð
fyrst frægur í Danmörku þegar
hann lék með Hvidovre og stundaði
það að hlaupa fram á völlinn til að
spila með. Á síðasta ári skoraði hann
úr vítaspyrnu í vináttulandsleik við
Belgíu.
Schmeichel starfaði í mörg ár við
teppasölu en hann snýr sér varla aft-
ur að henni þar sem hann keypti
gamla félagið sitt, Hvidovre, fyrir
tveimur árum og á nægan afgang
inni á bankabókinni. ■
hönnun húseiningar
íslensk gæði í áratugi
Valkyrjur vestanhafs
Rakel Ögmundsdóttir og Margrét Ólafsdóttir spila með Philadelphia Charge.
knattspyrna Lið Rakelar Ögmunds-
dóttur og Margrétar Ólafsdóttur,
Philadelphia Charge, lék sinn fyrsta
leik í Bandaríkjunum á sunnudag.
Charge vann San Diego Spirit auð-
veldlega með tveimur mörkum gegn
engu. Margrét spilaði allan leikinn en
Rakel sat á bekknum. Rakel og Mar-
grét eru að taka þátt í fyrsta keppnis-
tímabili bandarísku kvennadeildar-
innar í fótbolta, WUSA, en mikill
áhugi hefur kviknað í Bandaríkja-
mönnum fyrir fótboltaíþróttinni.
Chargers liðið er vel mannað og er til
alls líklegt.
WUSA-DEILDIN:
ATLANTA BEAT
BAY AREA CYBER RAYS
BOSTON BREAKERS
CAROLINA COURAGE
NEW YORK POWER
PHILADELPHIA CHARGE
SAN DIEGO SPIRIT
WASHINGTON FREEDOM
FYRSTA ÁR DEILDARINNAR
Bandaríkjamenn eru orðnir mjög
áhugasamir um fótbolta. WUSA-deildin var
sett með pompi og prakt fyrir tveimur
vikum.
Rakel Ögmundsdóttir, sem kallar
sig Rakel Karvelsson í Bandaríkjun-
um, er ekki ókunnug boltanum þar
vestra. Hún lék með með liði Uni-
versity of North Carolina á árunum
1995-1998, sem unnu tvö háskólamót
á því tímabili. Þá kom hún hingað
heim og lék
með Margréti
* Ólafsdóttur í
Breiðablik.
ÁÐUR
BOÐIÐ ÚT
IVIargréti Ólafs-
dóttur hafði
áður verið boð-
ið að koma út
og spila. Þá var
hún að klára
kerfisfræðinám.
Þegar Margrét fékk tilboð um að
koma út að leika fyrir tveimur vikum
síðan sló hún strax til enda ekki á
hverjum degi sem svona ævintýri
býðst. Henni til mikilla vonbrigða var
búið að taka búning sjö, sem er henn-
ar númer, frá þegar hún kom út en þá
skellti hún ás fyrir framan og sjö
varð sautján. Þjálfari liðsins, Mark
Krikorian, var mjög ánægður þegar
samningarnir við Margréti
voru í höfn. „Margrét er
hæfileikaríkur og fjöl-
hæfur leikmaður. Hún
getur spilað í mismun-
andi stöðum auk þess
sem hún kemur
með reynslu inn í
liðið," sagði
Krikorian.
Það fer vel um
þær stöllur í
Philadelphiu en
þær búa saman í
íbúð ásamt tveim-
ur leikmönnum
liðsins frá Kína og
Bandaríkjunum. Rakel
og Margrét segja andann
á heimilinu og í liðinu
vera góðan og að mann-
legi þátturinn sé í fyrir-
rúmi. Næsti leikur
Charge er á laugardag
þegar þær sækja Atl-
anta Beat heim.
EKKERT NÝTT
Rakel Ögmundsdótt-
ir hefur áður spilað I
Bandaríkjunum. Hún
er með tvöfalt ríkis-
fang, bandarískt og
íslenskt, þannig að
hún er vel kunnug
fyrir vestan haf. J
Michelin
sigurvegari í formúlunni
Helstu útsölustadir á höfuðborgarsvæðinu:
Að ofan er mynd af vinsælasta sveitasetri okkar, ÁSU, um
70 fm auk 1 2 fm útigeymslu/gestastofu. Umhverfis er um
90 fm verönd með heitum potti. Leitið upplýsinga um verð
og aðrar stærðir að:
dalvegi 1 ó-b - 200 kópavogi
s: 564 6161
nf: spdesign@mmedia.is
Gúmmívinnustofan Réttarhálsi, Hjólbarðaverkstæöi Grafaravogs, Bæjardekk
Mosfellsbæ, Hjólkó Smidjuveg 26, Dekkiö Hafnarfirði, Gúmmívinnustofan
Skipholti, Barðinn Skútuvogi, Smurstöðin Sætúni, Esso Geirsgötu,
Hjólbarðastöðin Bíldshöfða, Höfðadekk Tangarhöfða, Hjólbarðahöllin
Fellsmúla, Smurstöðin Klöpp Vegmúla, Hjólbarðaviðgerð Vesturbæjar
Kolbeinsmýri, Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns Hátúni, Hjá Krissa Skeifunni,
Hjólbarðaþjónusta Hjalta Hjallahrauni.