Fréttablaðið - 25.04.2001, Page 18

Fréttablaðið - 25.04.2001, Page 18
18 FRÉTTABLAÐIÐ 25. apríl 2001 IVHÐVIKUDAGUR HVERJU MÆLIR ÞÚ MEÐ? Hrafnhildur Hagalín Cuðmundsdóttir Leikskáld Ég er nýkomin frá New Vork og mæli með því að fólk dri'fi sig þangað. Helst sem allra fyrst. Petta er svo skemmtileg borg og það er svo margt hægt að gera þar. Svo er líka svo gaman að koma til baka frá New York. Þá verður mað- ur svo sáttur við allt hér. Ég var mjög glöð að koma til baka. Það er allt svo flókið og erfitt að komast á milli þar. Maður gengur svo mikið að ég er að hugsa um að láta aka mér um í hjóla- stól núna í svolítinn tíma til þess að hvíla mig. Gjörningavika Nýlistasafnsins: Kristinn G. í Gryfjunni mvnpust Gjörningavika Nýlistasafns- ins við Vatnsstíg heldur áfram af fullum krafti. í kvöld kl. 19.30 frem- ur Kristinn G. Harðarson gjörning frá árinu 1989 í'Gryfjunni, en á morg- un verður hann með annan gjörn- ing á sama tíma, einnig í Gryfjunni. Gerla verður einnig í dag með sína daglegu gjörn- inga, „hangsið" sitt milli klukkan 16 og 18 og svo glímuna við afmælið og forlögin í Gryfjunni klukkan 18.15. Svanhildur Hauks- dóttir verður einnig með sinn gjörn- ing klukkan 16.30 eins og aðra daga vikunnar. Fyrir utan þau Kristin og Gerlu verða aðrir listamenn með gjörninga og óvæntar uppákomur í Nýlistasafn- inu í dag sem og aðra daga gjörninga- vikunnar. Á annan tug listamanna taka þátt í gjörningavikunni, þeirra á meðal þau Magnús Pálsson, Rúrí, Þorvaldur Þorsteinsson og Gjörningaklúbbur- inn. Gjörningaviku Nýlistasafnsins lýkur á laugardaginn með veglegu lokakvöldi ■ Vortónleikar Mosfellskórsins Kórinn rokk- ar í óperunni Mosfellskórinn heldur vortón- leika í íslensku óperunni kl. 20.30 í kvöld. Einsöngvarar kórsins eru sem fyrr Ann Andreasen og Kristín Run- ólfsdóttir. Einnig kemur á tónleikun- um fram tríó og sextett. Dagskrá kórsins er sem fyrr létt og rokkuð. Mosfellskórinn hefur frá upphafi einbeitt sér að því að syngja íslensk og erlend dægurlög, og stend- ur ekki til að breyta því. Stjórnandi kórsins er Páll Helga- son og leikur hann einnig undir. ■ Hafnagönguhópurinn Gengið umhverfis miðbæinn útivist í kvöld stendur Hafnagöngu- hópurinn fyrir gönguferð á milli safna og sögustaða í Reykjavík. Farið verður frá Hafnarhúsinu, gegnt Borgarbókasafninu klukkan 20 og gengið niður á Miðbakka. Síðan verð- ur haldið yfir Arnarhól að Þjóðmenn- ingarhúsinu við Hverfisgötu og um Þingholtin að nýja Náttúrufræðihús- inu sem er í byggingu í Vatnsmýr- inni. Þaðan verður gengió að Þjóð- minjasafninu og Þjóðarbókhlöðunni og niður Suðurgötuna í Víkurgarð. Gönguferðinni lýkur við Hafnarhús- ið. Allir eru velkomnir í ferð meö Hafnagönguhópnum. ■ SKIPALÓN Þessi Ijósmynd er eftir Sigurð H. Baldursson, einn ellefu Ijósmyndara sem eiga myndir á sýningunni MIÐVIKUDACURINN 25. APRÍL TÓNLIST ----------------7------------------ 21.00 Norsku ungjassararnir í Urban Connection eru í heimsókn á is- landi og spila í Kaffileikhúsinu. Tríóið skipa þeir Hakon M. Jo- hansen á trommur, Steinar Raknes á kontrabassa og Frode Nymo á alto. Gestaleikari tríósins á tónleikunum verður Davíð Þór Jónsson á pianó. Á efnsskrá hljómsveitarinnar er aðallega bí- bop. LEIKLIST___________________________ 20.00 Félagsheimilið Stapi, Reykjanes- bæ. Lionsklúbburinn Garður á Suðurnesjum stendur fyrir leik- sýningu á leikritinu Á sama tíma síðar í kvöld. Kl. 20.00 Þjóðleikhúsið. Stóra sviðið. Laufin í Toskana eftir Lars Norén. Á hverju sumri kemur stórfjölskyldan saman til að treysta böndin, þótt það kosti bæði átök og árekstra. 20.00 Þjóðleikhúsið. Smíðaverkstæðið. Með fulla vasa af grjóti eftir Marie Jones Frábært gamanleik- rit um tvo írska náunga sem taka að sér að leika í alþjóðlegri stór- mynd. KVIKMYNPIR_________________________ 18.00 Kristnihald undir jökli (1989) eftir Halldór Laxness. Leikstjóri: Guðný Halldórsdóttir 22.00 79 af stöðinni (1962) eftir Ind- riða G. Þorsteinsson. Leikstjóri: Eric Balling. FUNDIR_____________________________ 20.00 Rabbfundur hjá Foreldrafélagi misþroska barna verður haldinn í kvöld f húsakynnum félagsins að Laugavegi 178 Þar hittast for- eldrar og ræða saman um vanda barna sinna og hvaðeina það sem upp kemur f hugann. At- hugið að gengið er inn bakdyra- megin í húsið að Laugavegi 178. 20.00 í kvöld standa Evrópusamtökin fyrir opnum fundi um stöðu ís- lands í Evópusamstarfi á Grand Hótel kl. 20. Heiðursgestur fund- arins verður Gunnar Bolstad for- maður Evrópusamtakanna í Nor- egi, en Evrópusamtökin á íslandi og í Noregi hyggjast á nána sam- vinnu f framtíðinni. Auk Bolstad flytur Unnur Gunnarsdóttir, lög- fræðingur og fyrrverandi starfs- maður EFTA í Brussel erindi en hún ræðir um stöðu EES samn- ingsins. MYNPLIST___________________________ Karin Sander sýnir um þessar mundir í galleríi i8, Klapparstíg 35, þrívidda- myndir sem eru eftirmyndir unnar af Ungdjass í Kaffileikhúsinu Sjóðandi heitt norskt bíbopp tónlist Norska djasshljómsveitin Urban Connection verður með tón- leika í Kaffileikhúsinu í kvöld. Hljómsveitin hefur starfað frá því 1996 og í henni eru þrír ungir tónlist- armenn, þeir Frode Nymo sem blæs í saxófón, Hákon M. Johansen sem ber trumbur og Steinar Raknes á kontra- bassa. Þeir hafa vakið mikla athygli í djassheiminum og voru meðal annars valdir ungdjassarar ársins í Noregi árið 1998. Urban Connection spilar nútíma- djass sem á rætur að rekja til bí- boppsins í New York á sjöunda ára- tug nýliðinnar aldar. Á efnisskránni er fyrst og fremst frumsamin tónlist. Gestaleikari tríósins verður pí- anóleikarinn Davíð Þór Jónsson, ung- ur og upprennandi tóniistarmaður sem hefur haft veg og vanda af því að fá Urban Connection til þess að spila hér á landi. Þessi stórmerka hljómsveit verð- ur einnig með tónleika í Háskóla ís- lands á morgun og svo verða þriðju tónleikar piltanna í Norræna húsinu á föstudag. ■ URBAN CONNECTION Steinar Raknes einbeíttur á kontrabassanum. fólki með nýjustu tölvutækni og allar í hlutfallinu einn á móti tíu af réttri lík- amsstærð viðkomandi en fyrirmyndir eru vinir og vandamenn listamannsins. Sýningin stendur til 29. apríl. ( Norræna húsinu sýna fimm myndlist- armenn frá Svíþjóð Rose-Marie Huuva, Erik Holmstedt, Eva-Stina Sandiing, Lena Ylipaa og Brita Weglin. Norð- urbotn er á sömu norðlægu breidd- argráðum og ísland og að flatarmáli helmingi stærra þó íbúar séu þar állka margir og á (slandi. Sýningin stendur til 13. maí. Áhugaljósmyndaraklúbbur Akureyrar Hversdagslífið í heimabyggðinni uósmyndir Hópur ljósmyndara sem allir eru búsettir á Akureyri skrásettu mannlíf og bæjarbrag þar í eitt ár, frá hausti 1999 til haustsins 2000. Af- raksturinn af þeirri vinnu var gefinn út í ljósmyndabók í lok síðasta árs og nú er úrval þeirra ljósmynda til sýnis í Listasafni Ákureyrar, og nefnist sýn- ingin „Akureyri - bærinn okkar“. Alls eiga ellefu ljósmyndarar myndir á sýningunni, allir félagar í Áhugaljósmyndaraklúbbi Akureyrar (ÁLKA). Tilgangur bókarinnar og sýningarinnar er fyrst og fremst sá að sýna mannlíf, umhverfi, menn- ingu, viðburði, atvinnulíf og athafna- semi á einu ári í sögu bæjarins - bregða upp svipmyndum úr bæjarlíf- inu til fróðleiks og ánægju og ef til vill til samanburðar síðar. í myndun- um endurspeglast mismunandi efnis- tök og áhugasvið ljósmyndaranna. Þeir sem eiga leið til höfuðstaðar Norðurlands á næstu dögum ættu ekki að láta þessa sýningu fram hjá sér fara. í leiðinni geta þeir séð ljós- myndir Henri Cartier-Bresson, sem er með sýningu á sama stað. ■ 1' Ásmundarsafni við Sigtún I Reykjavík stendur yfir samsýning á verkum Páls Guðmundssonar og Asmundar Jóns- sonar. Safnið er opið kl. 10-16. í Listasafninu á Akureyri stendur yfir sýning á Ijósmyndum eftir hinn þekkta franska Ijósmyndara Henri Cartier- Bresson, en líklega hefur enginn átt meiri þátt ( því að gera Ijósmyndun að viðurkenndri listgrein. Opið 14-18. Myndir 370 barna af mömmum í sparifötum eru á sýningu í Galleríi Sævars Karls við Bankastræti í Reykja- vík. Opið á verslunartíma. I Listasafní Kópavogs - Gerðarsafni stendur yfir sýningin Carnegie Art Award 2000, þar sem sýnd eru verk eftir 21 norrænan myndlistarmann, en þar á meðal eru þeir Hreinn Friðfinns- son og Tumi Magnússon. Opið 11-17. „Drasl 2000" nefnir rithöfundurinn Sjón sýningu I Menning- armiðstöðinni Gerðubergi í sýning- arröðinni „Þetta vil ég sjá". Þar hefur Sjón valið til sýning- ar verk eftir Erró, Magnús Pálsson, Magnús Kjartans- son, Hrein Friðfinnsson, Friðrik Þór Frið- riksson og fleiri. Menningarmiðstöðin er opin frá kl. 9 að morgni til kl. 21 að kvöldi. í gallerí@hlemmur.is stendur yfir sýning Eriu Haraldsdóttur og Bo Melin Flóamarkaður til styrktar Götusmiðjunni Fólk hvatt til að gramsa flóamarkaður Kringlan, Kramhúsið og Götusmiðjan hafa opnað flóa- markað í Kringlunni en tilgangurinn er að safna fé fyrir eftirmeðferðar- grúppu Götusmiðjunnar í sumar sem vera á í Kramhúsinu. Fyrrnefnd fyrirtæki hafa snúið bökum saman fyrir söfnunina. Kringlan leggur til húsnæói og bún- að, Götusmiðjan sér um að manna markaðinn og vera með fræðslu og kynningu á sinni starfsemi og kenn- arar og listamenn Kramhússins stan- da fyrir uppákomum. Fólk á öllum aldri er hvatt til að mæta. ■ FRÁ OPNUN FLÓAMARKAÐARINS Nú getur fólk mætt í Kringluna, gramsað að vild á Flóamarkaði til styrktar Götusmiðjunni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.