Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.04.2001, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 25.04.2001, Qupperneq 19
MIÐVIKUPAGUR 25. apríl 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 19 Með fulla vasa af grjóti: Innrásin frá Holly wood leiklist Þeir Hilmir Snær Guðnason og Stefán Karl Stefánsson flytja leik- ritið Með fulla vasa af grjóti eftir Marie Jones á Smíðaverkstæði Þjóð- leikhúsins í kvöld. Verkið fjallar um tvo írska náunga sem taka að sér að leika í alþjóðlegri stórmynd. Leikararnir tveir fara á kostum og fara með samtals vel á annan tug hlutverka í sýningunni, því þeir þurfa að leika bæði kvikmyndaleik- stjórann og aðstoðarmann hans, dyntóttu Hollywoodstjörnuna, tor- tryggna og forvitna þorpsbúana sem og alla aðra sem koma nálægt kvik- myndatökunni. Til margvíslegra árekstra kemur milli írsku þorpsbúanna og innrásar- liðsins frá Hollyvvood. Leikritið var frumsýnt á Smíðaverkstæðinu 30. desember og hefur fengið frábærar viðtökur, enda er farið að sýna það einnig á stóra sviði Þjóðleikhússins. Leikstjóri er Ian McElhinney, en hann er einnig leikari og eiginmaður höfundarins. McElhinney leikstýrði einnig fyrstu uppfærslu leikritsins á írlandi og hefur sett hana upp víðar. Hvarvetna hefur þetta leikrit fengið afbragðs viðtökur og hefur meðal annars fengið leiklistarverðlaun. ■ HILMIR SNÆR GUÐNASON OG STEFÁN KARL STEFÁNSSON Þeír gera sér lítið fyrir og leika vel á annan tug persóna í einu leikriti. ÞRJÁR ÚRVALS LEIKKONUR Halldóra Geirharðsdóttir, Sóley Elíasdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir. Píkusögur í Borgarleikliúsinu: Þeirra leyndustu líkamspartar „Here, there and everywhere". Á sýn- ingunni leika þau Erla og Bo sér að því að breyta Reykjavík I fjölþjóðlega borg með aðstoð stafrænt breyttra Ijós- mynda. Opið 14-18. Á Kjarvalsstöðum stendur yfir sýning norska listmálarans Odds Nerdrums, sem baðst nýverið afsökunar á því að hafa siglt undir föl- sku flaggi með því að kalla sig lista- mann. Sýningin er opin kl. 10-17. „Heimskautalöndin unaðslegu" er heiti sýningar sem lýsir með myndrænum hætti lífi, starfi og hugsjónum Vestur-ís- lendingsins Vilhjálms Stefánssonar. Sýningin er um leið kynning á um- hverfi, menningarheimum og málefn- um norðurslóða, en hún er í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsinu og er opin kl. 10-17. „Á meðan eitthvað er að gerast hér, er eitthvað annað að gerast þar" nefnist sýning á vekum Bandaríkjamannsins John Baldessari sem stendur yfir í Listasafni Reykjavikur - Hafnarhúsi. Hann er eitt af stóru nöfnunum I sam- tímalistasögunni og hefur verið nefnd- ur Ijóðskáld hinnar öfugsnúnu fagur- fræði og húmoristi hversdagsleikans. Sýningin er opin kl. 10-17. „Eruð þið enn reið við mig?" nefnist sýning á verkum eftir breska listamann- inn John Isaacs i Listasafní Reykjavíkur - Hafnarhúsi þar sem gefur m.a. að líta sláandi nákvæma sjálfsmynd lista- mannsins, sem þar skyggnist undir eig- ið yfirborð í orðsins fyllstu merkingu. Viðbrögð áhorfenda við verkum hans ýmist hlátur eða hrollur, en víst er að listamaðurinn leggur mikið upp úr þvi að hreyfa við fólki, á hvorn veginn sem er. Safnið er opið kl. 10-17. í Hafnarborg sýnir Steinunn Helga- dóttir sýnir Ijósmyndir og myndbands- verk og Sveinn Lúðvík Björnsson hljóðverk. Sýning þeírra er í Sverrissal og eru stelpur og stelpnaraddir við- fangsefnið. Alice Olivia Clarke sýnir mósaíkverk. Mitt í eilífðar útsæ nefnist sýning í Aðalsal. Þar sýna fimm fær- eyskir listamenn: Sigrun Gunnarsdóttir Niclasen, Amariel. Norðoy, Eyðun av Reyni, Kári Svensson og Astri Luihn. Sænska listakonan Anna Hallin sýnir málverk og teikningar f Gryfju Lista- safns ASÍ og heitir sýning hennar „Soft Plumbing". Olga Bergmann sýnir í Ás- mundarsal safn verka sem unnin eru með blandaðri tækni. Sesselja Tómasdóttir sýnir „portrait" af dóttur sinni og vinum hennar, sem öll eru á fjórða ári í Listhúsi Ófeigs, Skóla- vörðustíg. Hún hefur fylgst með þess- um börnum frá fæðingu og reynir að láta persónutöfra þeirra njóta sín í myndunum. leiklist Nú er verið að leggja loka- hönd á æfingar leikritsins Píkusögur í Borgarleikhúsinu, sem frumsýnt verður á sunnudaginn. Leikritið, sem er eftir bandaríska leikskáldið Eve Ensler, á þó meira skylt við uppi- stand en hefðbundnar leiksýningar. Leikstjórnin er í höndum Sigrúnar Eddu Björnsdóttur, en leikkonurnar eru þær Halldóra Geirharðsdóttir, Sóley Elíasdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir. Viðfangsefni leikritsins verður að teljast harla óvenjulegt. Eve Ensler tók viðtöl við fjölda kvenna um þeirra leyndustu líkamsparta og bækur Sýning um þróun námsefnis á 20. öld var opnuð í Þjóðarbókhlöð- unni í síðustu viku og stendur til 31. maí. Á sýningunni getur að líta sýnis- horn námsbóka í nokkrum greinum frá því um og eftir aldamótin 1900, frá miðri öldinni og loks frá síðustu árum. Athyglinni er sérstaklega beint að bókum fyrir móðurmálsnám, náttúrufræðinám og nám í sögu og henni tekst að setja hugsanir viðmæl- enda sinna fram með bráðfyndnum og dramatískum hætti og lýsa með því lífi og lífsviðhorfum ólíkra kven- na á einstakan hátt. Píkusögur voru fyrst settar á svið árið 1996 og hafa síðan verið sýndar um öll Bandaríkin, í London, Berlín, Aþenu, Jerúsalem og víðar. Eve Ensler er margverðlaunað leikskáld. Árið 1999 flutti hún verk sitt sjálf á Broadway, og hlaut mikið lof gagnrýnenda fyrir. Enn ganga Píkusögur á Broadway, nú í útfærslu fyrir þrjár leikkonur, í stað einnar áður. ■ samfélagsgreinum. Sýnt er hvernig efnisval, efnistök, framsetning og umbúnaður hefur breyst í áranna rás, m.a. þannig að námsefni er birt bæði á blaðsíðum, á myndböndum og vefsíðum í seinni tíð. Skýringartext- ar greina frá höfundum og efni bókanna, hvenær þær voru notaðar og ýmsu sem telja má athyglisvert við þær hverja um sig. ■ Sýning í Þjóðarbókhlöðu Gamlar og nýjar námsbækur Sögur á tjaldi: Islenska kvikmynda- hátíðin heldur áfram kvikmyndir Filmundur sýnir í dag fleiri myndir sem gerðar eru eftir ís- lenskum bókum á kvikmyndahátíð- inni Sögur á tjaldi, sem stendur fram á mánudag. Mynd Guðnýjar Hall- dórsdóttur Kristnihald undir Jökli verður sýnd klukkan 18.00, en hún er gerð árið 1989 eftir sögu IJalidórs Laxness. Klukkan 22.00 gefst svo annað tækifæri til þess að sjá 79 af stöðinni á hvíta tjaldinu í Háskólabíói. Danski leikstjórinn Eric Balling gerði mynd- ina árið 1962 eftir sögu Indriða G. Þorsteinssonar með þeim Krist- björgu Kjeld og Gunnari Eyjólfssyni í aðalhlutverkum. Róbert G. Arn- finnsson er einnig í stóru hlutverki og lag Sigfúsar Halldórssonar „Vegir liggja til allra átta“ f flutningi Ellýjar Vilhjálms setur sterkan svip á mynd- ina. Þetta er hörku bíómynd sem allir ættu að þekkja. Kvikmyndahátíðin er haldin í til- efni af viku bókarinnar og á henni eru alls sýndar 14 myndir, þar á með- al bæði 79 af stöðinni og Salka Valka eftir Arne Mattson frá 1954 ■ ÚR 79 AF STÖÐINNI Gunnar Eyjólfsson og Kristbjörg Kjeld í hlutverkum sínum. Skálholtskórinn í Fossvogskirkju Flytja nokkrar af helstu períum kirkjutónlistar tónleikar Skálholtskórinn er tónlis- tarunnendum að góðu kunnur, en hann leggur leið sína til borgarinnar í dag til þess að halda tónleika í kvöld kl. 20 í Fossvogskirkju. Kórinn kemur ekki fram einn síns liðs heldur hefur hann fengið hljómsveit og ein- söngvara í lið með sér og verða flut- tar nokkrar af helstu perlum kirkju- tónlistarinnar í Fossvogskirkju. Þar á meðal verður flutt tónverkið Gloria eftir Vivaldi. SIGRÚN HJÁLMTÝSDÓTTIR Syngur einsöng með Skálholtskómum í kvöld. Einsöngvarar á tónleikunum eru ekki af lakari endanum, þær Sigrún Hjálmtýsdóttir og Anna Sigríður Helgadóttir. Konsertmeistari hljómsveitarinnar er Greta Guðna- dóttir og stjórnandi kórsins verður sem fyrr Hilmar Örn Agnarsson tón- listarmaður. Aðgangseyrir á tónleikanna er 1.500 kr. en miðana getur fólk nálgast bæði í Kirkjuhúsinu Laugavegi 31 og við innganginn að Fossvogskirkju. ■ ANNA SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR Hún ætlar líka að láta í sér heyra á tónleikunum. Okkur vantar enn nokkra duglega ábyraa einstaklinga sem vilja vinna sér inn aukapening með mátulegri morgungöngu. Um er að ræða útburð á hinu nýja Fréttablaði sem borið verður út til allra heimila á höfuðborgarsvæðinu fyrir klukkan sjö alla virka morgna. Starfið hentar bæði fullorðnum og unglingum og í boði eru góð laun fyrir þægilega vinna. Enn eru laus störf í eftirtöldum hverfum til afleysinga, fastra starfa og á biðlista: 101 Miðbær 107 Vesturbær 104 Vogar 220 Hafnarfjörður 210 Garðabæ Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við: POSTFLUTNINGAR Brautarholti 1 simi 5100 300

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.