Fréttablaðið - 26.04.2001, Page 2

Fréttablaðið - 26.04.2001, Page 2
FRÉTTABLAÐIÐ 26 april. 2001 fllVIMTDACUR KJÖRKASSINN NÝBÚAR í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR Drjúgur meirihluti telur ástæðu til að hafa áhyggjur af kynþátta- fordómum. 72% 28% Spurning dagsins í dag: Er greiðari aðgangur að neyðarpillunni af hinu góða? Farðu inn á vísi.is og segðu I þína skoðun I LÆKNARANNSÓKNIR Eru kynþáttafordómar á íslandi áhygguefni? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is Kynjamunur skiptir máli Vísindi washington Karlar og konur eru ólík og það skiptir máli þegar kemur að læknisrannsóknum. Þetta kemur fram í niðurstöðum nefndar banda- rískra vísindamanna. í niðurstöðum segir að kynferði sé mikilvæg breyta sem ætti að hafa í huga þegar rann- sóknir í læknisfræði og heilbrigðis- málum eru skipulagðar, Hingað til hafa vísindamenn gert ráð fyrir að karlar og konur bregðist nokkurn veginn eins við lyfjum. Það er hins vegar ekki rétt. Efnaskipti kynjanna eru ólík, þau bregðast við lyfjum á mismunandi hátt. Einnig kemur fram að lífsmynstur karla og kvenna er ólíkt og sjúkdómsmynstur einnig og sjúkdómar hafa ólík áhrif á kynin.í rannsókninni er hvatt til þess að þessi munur verði rannsakaður frek- ar auk þess sem vísindamenn eru hvattir til að hafa hann í huga þegar drög eru lögð að nýjum rannsóknum. Nefndin leggur til að rannsóknir verði skipulagðar þannig að hægt sé að sundurliða niðurstöður eftir kyn- ferði, kynferði þeirra sem taki þátt í rannsókninni komi fram og einnig komi fram hvar konur eru staddar í tíðahringnum. ■ ERLENT Fiskveiðar eru hættulegasta starf í heimi samkvæmt skýrslu Sam- einuðu þjóðanna. Samkvæmt opin- berum tölum deyja 24.000 sjómenn árlega eða nær 70 dag hvern. Talið er að þeir séu þó mun fleiri en ein- ungis hluti ríkja heimsins hefur ná- kvæmar skrár yfir dauðsföll meðal starfandi sjómanna. Yfir 90% sjó- manna vinnur á skipum sem eru styttri en 24 m á lengd. Það þýðir að öryggisreglur og eftirlit nær ekki til mikils hluta sjómanna. VIÐSKIPTlJ Allar helstu markaðsvísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu í gær eftir lækkun þrjá undanfarna daga. Nasdaq hækkaði um rúmlega 2%, Dow Jones um tæplega hálft prósent og S&P um 1,5%. Bjartsýnir fjár- festar telja að markaðurinn hafi haldið áfram þar sem frá var horfið upp á við eftir eðlilegt bakslag dag- ana þar á undan, Aðrir benda á að enn sé e’rfTtt áð meta það hvort efna- hagsbati sé á leiðinni eftir fremur slakar hagnaðartölur fyrirtækja í vikunni. 2 | INNLENT | A' hættusamur björgunarleiðangur á Suðurskautið hefur nú staðið yfir í nokkra daga. Ekki er ljóst hvenær lagt verður af stað með fár- sjúkan lækni frá Amundsen-Scott stöðinni en mjög erfið flugskilyrði eru á þessum slóðum núna, 68 stiga frost og jafnvel enn kaldara þegar vindur blæs. Venjulega liggur flug niðri frá febrúar til nóvember en þá tekur að vora á ný þar. ; —❖.- Vegna þeirra flutninga, sem ísa- foldarprentsmiðja hefur staðið í mun útgáfu Sjónvarpshandbókar DV, verða frestað um eina viku. Næsta tölublað af Sjónvarpshand- bókinn kemur því út þann 3. maí n.k. Grænmetið smámál miðað við fiskverð Guðjón Armann Einarsson í samninganefnd sjómanna segir að með sölukerfi á ferskfiski hafi þjóðin tapað mun meiru en á grænmeti. eískverð „Ég ætla ekki að gera lítíð úr háu verði á grænmeti og get svo sem’ skilið að menn hafi áhyggjur af því og get tekið undir að réttast er að hafa uppboðsmarkað," sagði Guðjón Ármann Einarsson, framkvæmda- sjóri skipstjórafélagsins Öldunnar og samninganefndarmaður sjómanna í kjaradeilunni við útvegsmenn. „Með því sölukerfi sem er á fersk- um fiski, er hægt að segja með sömu rökum og notuð eru í grænmetisum- ræðunni, að þjóðin hafi tapað marg- falt á við það sem hefur gerst í græn- metinu. Ríkissjóður, sveitarfélög, hafnasjóðir, allur almnenningur, sjó- menn og raunar allir íslendingar tapa með þessu fyrirkomulag marg- falt hærri fjárhæðum en hafa tapast á matvörumarkaði. Ég yrði fyrstur manna til að fagna samskonar úttekt Samkeppnisstofnunar á fisksöhi og gerð var á grænmetissölu. Slík úttket hlyti að leiða til lausnar á höfuðá- greiningi sjómanna og útvegsmanna síðasta árataug," sagði Guðjón Ár- mann Einarsson. Botnfisksverð tveggja togskipa í Reykjavík, Freyju RE 38, annars veg- ar og Ásbjörns RE 50 hins vegar, var borið saman á árunum 1998 og 1999. Þá kemur í ljós að árinu 1998 var meðalverð til Freyju RE 131 króna en til Ásbjörns 45 krónur. Á árinu 1999 var meðalverð til Freyju 159 krónur fyrir hvert kíló af botnfiski en aðeins 49 krónur hjá Ásbirni. Freyja selur á markaði en Ásbjörn, sem er einn af togurum Granda, selur beinni sölu. Vissulega er þessi samanburður ekki nákvæmur og hafa ber í huga að þorskur er um 25 prósent af kvóta Ásbjörns en um 45 prósent af kvóta Freyju og því er víst að aflasamsetn- FISKMARKAÐUR Gífurlegur verðmunur getur verið á fiski sem er seldur beinni sölu og á mörkuðum ing er ekki sú sama og eins var afli Ásbjörns mun meiri. En miðað við þann verðmun sem er sést að heildar- vermætamunur er mjög mikill. Ef meðalverð Freyju er fært yfir á Ás- björn hefði verðmæti hans hækkað um 1.300 milljónir króna á árunum 1998 og 1999. sme@frettabladid.is SAMANBURÐUR A FISKVERÐI 1998 1999 ■ Freyja RE 38 Meðalverð kr. 131 ■ Frevia RE 38 Meðalverð kr. 159 Botnfiskafli 1.548 tonn Botnfiskafli 1.080 tonn ■ Ásbjörn RE 50 Meðalverð kr. 45 ■ Ásbiörn RE 50 Meðalverð kr. 49 Botnfiskafli 6.965 tonn Botnfiskafli 6.498 tonn Hvalfjarðargöngin og of háir bílar Sumir keyrt á oftar en einu sinni hvalfjarðargöngin Búið er að setja upp stálbita við munna Hvalfjarðar- ganganna og er það gert til að koma í veg fyrir að varúðarskiltin verði ekin niður, en það eru bílstjórar á háum bílum eða með háa farma sem hafa ekið skiltin niður eða skemmt þau. Alls hefur það verið gert 15 sinnum frá því göngin voru opnuð í júlí 1998. Einu sinni hefur bílstóri ekið inn í göngin með ofháan farm og ollið tjóni. Samkvæmt upplýsingum frá Speli hafa tjón vegna þessara mis- taka bílstjóranna kostað fjórar til fimm milljónir króna. Eitthvað mun verá úm.að bílstjór- ar hafi ekið niður skilti oftar en einu hvalfjarðargöngin sinni. Búið er að setja upp stálbita sem tryggja að skiltin verða ekki framar ekin niður Bush gefur Kina skýra aðvörun Hernaðaríhlutun ídeilu Kína og T ævan möguleiki George W. Bush, forseti Bandaríkj- anna, sagði í gær að hann útilokaði ekki bein hernaðarafskipti af deilu Tævan og Kína. Yfirlýsing forsetans kemur í kjölfar kröfu Kínverja um að Bandaríkin dragi til baka ákvörðun sína um vopnasölu til Tævan. Aðstoðar-utanríkisráðherra Kína kallaði til sín sendiherra Bandaríkj- anna og gaf honum þau skilaboð að fyrirhuguð sala muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir samskipti ríkjanna. Með yfirlýsingu sinni tekur Bush hinsvegar af öll tvímæli um fyrirætl- anir Bandaríkjanna varðandi eyríkið. Kom fram að hvergi muni verða vik- ið frá þeirri stefnu að vernda Tævan gegn Kína, jafnvel þó sú stefna geti kostað beina hernaðaríhlutun. Bush var ekki á þeirri skoðun að Tævan ætti að lýsa yfir sjálfstæði. „Ég vona að Tævan geri það ekki ... Okkar stefna byggist á því að ríkin leysi deilu sína friðsamlega ... Við þurfum að vinna með Tævan til að tryggja slíka niðurstöðu," sagði Bush. Síðast beittu Bandaríkin hervaldi við Tævan árið 1996 þegar Bill Clint- on sendi orrustuskip þangað eftir að Kína hóf að beina eldflaugum að eyj- unni. BANDARÍKJAFORSETI Bush útskýrir afstöðu Bandaríkjanna gagnvart Tævan Rannsókn á uppruna fugla Var forfaðir- inn kjötæta? new york. ap Steingervingur af risa- eðluættinni „dromaeosaur“sem fannst nýlega í Kína gæti kollvarpað hugmyndum manna um uppruna fugla. Vísindamenn telja víst að eðl- an, sem var á stærð við önd, hafi ver- ið kjötæta með heitt blóð og vísi af fjöðrum. „Það eru sterkar sannanir fyrir því að tilgangur fjaðranna hafi upphaflega verið að halda hita á blóðheitum risaeðlum og aðeins seinna verið nýttar til flugs,“ segir Mark Norell, steingerfingafræðing- ur við Ameríska náttúrusögusafnið í New Yói-k. Telur hann einnig að eðl- an litla hafi verið skyld hinni stóru ráneðlu „velociraptor." Norell telur nægar vísbendingár til að ætla að fuglar ffa'ff því þróast frá kjötætu- eðlum. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.