Fréttablaðið - 26.04.2001, Side 4

Fréttablaðið - 26.04.2001, Side 4
SVONA ERUM VIÐ FRÉTTABLAÐIÐ ÍSLENSKAN í SÓKN Samræmdum próf- um lýkur i dag í grunnskólum landsins. Síðasta prófið er stærðfræði en kunnátta unglinga í þeirri grein virðist hafa farið hrakandi meðan íslenskukunnáttan hefur batnað ef marka má meðaltöl einkunna á samræmdum prófum í þessum greinum síðastliðin fimm ár. Forvitnilegt verður að sjá hvernig krökkunum gengur i ár. P íslenska Stærðfræði 1996 1997 1998 1999 2000 „AMERÍSKI DRAUMURINN" í minningu fórnarlambs lögreglumistaka, 6x10,5 metrar New York Umdeilt götulistaverk New York, ap. Fyrir tveimur árum skutu fjórir lögregluþjónar 41skoti á Amadou Diallo þar sem hann var að koma út úr húsi í Bronx-hverfi New York borgar. Diallo var óvopnaður en lögregla sagði að um slys hafi verið að ræða. Fórnarlambið hafi gripið um veski sitt og þeir haldið að um byssu væri að ræða. Minnihlutahóp- ar litu á örlög Diallo sem táknræn fyrir þann raunveruleika sem getur beðið innflytjenda í Bandaríkjunum. Listamaðurinn Hulbert Waldroup málaði myndina á einn af veggjum hússins þar sem atburðurinn átti sér stað. Á henni sést Frelsisstyttan með skotvopn í hendi. Deilt hefur verið um hvort borgin eigi að leyfa verkinu að vera eða mála yfir það. „Stundum er best að hreyfa ekki við svona mál- um vegna þess að það eykur einungis umræðuna," sagði talsmaður sam- taka lögregluþjóna. ■ INNLENT Stúdentaráð krefst þess að unnið verði hratt og örugglega að samn- ingi við háskólakennara svo að sátt náist áður en til verkfalls kemur. Mikilvægt sé að tryggja kennurum og starfsfólki Háskólans samkeppn- ishæf laun í samræmi við menntun og ábyrgð í starfi. Nýleg yfirlýsing rektors staðfesti að algjör óvissa ríki um hvernig próf verða lögð fyrir komi til verkfalls. „Stúdentaráð heitir því á deiluaðila að gera allt í sínu valdi til að afstýra afdrifaríku verkfalli," segir í frétta- tilkynningu. Friðartillögur arabaríkjanna Peres til viðræðna í Kaíró Mio-flusTURLöNP. Forsætisráðheira ísraels, Ariel Sharon, segir friðartil- lögur Egypta og Jórdana skref í rétta átt en breytinga þurfi við. Utanríkis- ráðherra landsins, Shimon Peres, mun fara til Kaíró á föstudaginn til að ræða nánar þau atriði, að því er fjölmiðlar í ísrael greindu frá. Palestínumenn hafa hinsvegar gefið út að þeir séu andsnúnir öllum breytingum á tillög- unum. Meginatriði friðartiliagnanna eru að sjö mánaða stríðsástand taki enda og lsrael hætti tímabundið landámi sínu á Vesturbakkanum og Gaza- svæðinu. Aðstoðarmenn forsætisráðherrans gáfu í skyn að óásættanlegt væri fyr- ir fsraela að stöðva framkvæmdir sem miða að landnámi á Vesturbakk- anum og Gaza-svæðinu. Peres fer ein- nig til Washington í næstu viku þar sem hann mun skýra ráðamönnum frá stöðu mála. Palestínumönnum hefur ekki verið hleypt inn í ísrael síðan ófriðurinn brast á fyrir um sjö mánuðum fyrir utan um 2000 manns sem fengið hafa að snúa aftur til vinnu sinnar á undan- förnum vikum. ■ FORSÆTISRÁÐHERRANN Ariel Sharon forsætisráðherra hefur sent utanríkisráðherrann til viðræðna við Palestínumen.. SMÁBÁTAR: Mikil uppgrip eru hjá smábátum á meðan þeir eru einir um hituna I sjómannaverkfallinu. Bítur í afkomu launa- fólks og fyrirtækja Áhyggjur af réttindum útlendinga til ríkisborgararéttar sem fá framfærslustyrki frá sveitarfélögum. siÁvflRÚTVEGUR Sjómannaverkfallið er farið að bíta hressilega í afkomu þúsunda fiskvinnslufólks. Hætt er við að versnandi afkoma geti haft þau áhrif að fólk hafi ekki efni á því að taka sér sumarfrí til ferðalaga innanlands svo ekki sé minnst áætl- uð ferðalög til útlanda. Þá er áhrifa verkfallsins einnig farið að gæta í rekstri margra fyrirtækja sem þjónusta fiskvinnslu- og útgerðar- fyrirtæki. Verkefni þeirra hafa dregist saman eftir því sem verk; fallið hefur dregist á langinn. í mörgum sjómannafélögum er farið að greiða út verkfallsbætur til sjó- manna. Aðalsteinn Á. Baldursson for- maður matvælasviðs Starfsgreina- sambands íslands segir að ástandið hjá fiskvinnslufólki sé orðið mjög alvarlegt. Hann segir að mörg fyrir- tæki sé enn með sitt fólk á launaskrá en en önnur ekki. Starfsmenn þeirra hafa því orðið að skrá sig á atvinnu- leysiskrá. Atvinnuleysibætur geta að hámarki numið um 67 þúsund krónur og kauptrygging frá 82-86 þúsund krónur á mánuði fyrir skat- ta. Hann segir verkalýðshreyfing- una einnig hafa áhyggjur af því ef það hefur einhver áhrif á rétt er- lendra fiskvinnslufólks til að sækja um ríkisborgararétt hérlendis ef það hefur fengiö framfærslustyrk frá sveitarfélagi. Hann segir þetta mál til skoðunar hjá verkalýðs- hreyfingunni. Á Húsavík er farið að greiða út verkfallsbætur til sjómanna í verk- falli og svo er einnig víðar um landið. Þar nyðra fá sjómenn 3 þúsund krón- ur á dag og 200 krónur til viðbótar með hverju barni. Engar samræmd- ar reglur eru um þessar greiðslur meðal félaga sjómanna heldur fer það eftir getu hvers og eins félags hvað félagsmenn fá mikið í bætur. í flestum tilvikum eru bætur greiddar út hálfsmánaðarlega. Á sama tíma og flotinn er bund- inn og fiskvinnslur lokaðar er líf og fjör hjá smábátum. Um 600-700 bát- ar hafa verið á sjó á degi hverjum. Aflinn hefur mikið farið í flug, salt- fiskvinnslur og fiskbúðir. -grh@frettabladid Greiðsluþjónusta íslandsbanka Sérhvert spor verður léttara! Jafnar greiðslur í hverjum mánuði Engin vanskilagjöld Betri yfirsýn yfir útgjöldin ÍSLA N D'SBÁNKI Umhverfi Hallgrímskirkju endurnýjað Bergbrot fær verkið BQRGftRMÁLTiIboð vegna endurnýjun- ar umhverfis Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti voru opnuð 4. apríl sl. en alls bárust átta tilboð. Stjórn Innkaupastofnunar samþykkti að leggja til við borgarráð að tilboði Bergbrots ehf. yrði samþykkt þrátt fyrir að þeir hafi átt þriðja lægsta tilboðið að upphæð 45.052.975 sem er 97,7% af kostnaðaráætlun. í frétt frá gatnamálastjóra kem- ur fram að ekki sé hægt að mæla með fyirirtækinu Windsor hf., sem þó átti lægsta tilboðið, vegna um- talsverða skulda og lítilla umsvifa og að tilboði Arctic verktaka hf. verði hafnað þvf, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli, hafi það ekki skilað gögnum um fjárhagsstöðu. ■ Þriðja lægsta tilboði var tekið vegna van- goldinna skulda tveggja fyrirtækja sem buðu i verkið. 26 apríl. 2001 FIMMTUDAGUR ERLENT Bandarísk og evrópsk fyrirtæki hafa ákveðið að taka upp sam- starf um þróun staðla fyrir vefsíður til að koma á móts við áhyggjur neyt- enda um öryggi viðskipta á Netinu. Fyrirtækin segja að þau muni sam- ræma viðskiptaaðferðir sínar og sé það framiag í átt að samræmdum að- ferðum fyrir viðskipti á Netinu. Fiskveiðar eru hættulegasta starf í heimi samkvæmt skýrslu Samein- uðu þjóðanna. Samkvæmt opinberum tölum deyja 24.000 sjómenn árlega eða nær 70 dag hvern. Talið er að þeir séu þó mun fleiri en einungis hluti ríkja heimsins heldur nákvæm- ar skrár yfir dauðsföllin. Öryggis- reglur og eftirlit ná ekki til mikils hluta sjómanna vegna þess að flestir vinna á skipum styttri en 24 m. Kynferðisbrotamál: Sleppur við refsingu vegna gamalla laga dómsmál Karlmaður hefur verið sýknaður í Héraðsdómi Vestfjarða þrátt fyrir að hafa játað að hafa brot- ið margsinnis og gróflega á ungum dreng á sex ára tímabili. Maðurinn játaði mest allt það sem honum var gefið að sök. Þrátt fyrir játningar var maður- inn sýknaður þar sem kæra var iögð fram það seint að sök var fyrnd og eins var ekki tekið tillit til fimm milljóna króna skaðabótakröfu af sömu ástæðum. Brotin voru framin á árunum 1980 til 1986. Rannsókn málsins hófst ekki fyrr en í desember 1999. Dæmt var samkvæmt þeim lögum sem giltu þegar brotin voru framin, en þar seg- ir að hámarksrefsing fyrir kynferðis- mök við börn af sama kyni, það er og gerandi, sé 6 ár, en 14 ár ef þolandi er ekki af sama kyni og gerandi. Fyrningarfrestur var 10 ár og var hann liðinn. Af þeim sökum var mað- urinn sýknaður. ■ ÖFLUG VÉL í AFSKEKKTRI BYGGÐ Flugfélag (slands sparaði ekki til við Strandamenn í gær. Gjögur Aldrei stærri vél árneshreppur. Aldrei hefur stærri flugvél lent á Gjögurflugvelli en á þriðjudag þegar ATR-vél Flugfélags lslands kom þangað. Vélin tekur 46 farþega auk þriggja manna áhafnar. Skýringin á þessari miklu afkasta- getu í innanlandsflugi norður á Strandir er sú að þennan dag var flug þangað sameinað ferðinni til Bíldu- dals. Flugfélag íslands hefur nýlega yfirtekið áætlunarflug á Gjögur í kjölfar riftunar á samningi við Leiguflug ísleifs Ottesen. ATR-vélin færði Strandamönnum póst og vörur. ■ Þýskaiand Nasistar mega fara í göngu Berlin (flpl Öfgaflokkur, sem líkt hefur verið við Nasistaflokk Hitlers, er frjálst að fara í göngu um Berlín 1. maí. Dómstóll í Berlín komst að þess- ari niðurstöðu í gær og hafnaði kröfu embættismanna um að gangan verði bönnuð. Þeir óttast átök í kjölfar göngunnar. Innanríkisráðherra Berlínar, Eckart Werthebach, ítrekaði í gær bón sína til vinstrimanna um að þeir láti hin árlegu l.maí mótmæli niður falla en þau hafa endað í óeirð- um sl. ár. Werthebach hafði áður neit- að öfgaflokknum, um leyfi til að fara í göngu, sagði hana vera ögrandi þeg- ar litið væri til þess að Hitler bannaði verkalýðsfélög á sínum tíma. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.