Fréttablaðið - 26.04.2001, Síða 10

Fréttablaðið - 26.04.2001, Síða 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 26. apríl 200: FIMMTUPAGUR SPURNINC DACSINS Munu netverjar kaupa netað- gang um raflínur af Linu.net? Ég hlýt eins og aðrír neytendur að fagna fieiri valkostum og harðnandi samkeppni í fjarskiptaheiminum. Það er sama hvaðan gott kemur í þessum efnum. Nógu helvíti hátt verð borgar maður fyrir þetta. Stefán Hrafn Hagalín er einn helsti netspekúlant landsins. Hann hefur við ráðgjafarstörf og fyrir- tækjauppbyggingu á sviði upplýsingatækni frá 1999 og er pistlahöfundur um tölvumál á Þjóð- braut Bylgjunnar. Svo heldur hann út þjóðmála- vefritinu Kreml.is. LAUSNAR KRAFIST Crátið fyrir „Panchen Lama" í Nýju Delí 12 ára trúarleiðtogi Tí- beta í haldi Kinverja: Ekki sést opin- berlega í 5 ár NÝiA-DELltAPi Skólabörn báru fána og veifuðu kröfuspjöldum við indverska þingið í gær á 12 ára afmælisdegi Gendun Choekyi Nyima. Tíbetar hafa krafist lausnar drengsins frá Kína, en þeir telja hann Búdda endurholdg- aðan. Dalai Lama nefndi drenginn „Panchen Lama,“ sem þýðir Hinn mikli trúarlegi kennari, árið 1995 og síðan þá hafa Kínverjar neitað að láta hann af hendi. Dalai Lama hefur ver- ið í útlegð frá heimalandi sínu síðan 1959 þegar Tíbet mistókst að brjótast undan valdi Kína. Hefur hann síðan dvalið í fjallaþorpi í norðurhluta Ind- lands. ■ -.♦— Læknisrannsóknir Kynjamunur skiptir máli washincton Karlar og konur eru ólík og það skiptir máli þegar kemur að læknisrannsóknum. Þetta kemur fram í niðurstöðum nefndar banda- rískra vísindamanna. f niðurstöðum segir að kynferði sé mikilvæg breyta sem ætti að hafa í huga þegar rann- sóknir í læknisfræði og heilbrigðis- málum eru skipulagðar. Hingað til hafa vísindamenn gert ráð fyrir að karlar og konur bregðist nokkurn veginn eins við lyfjum. Það er hins vegar ekki rétt. Efnaskipti kynjanna eru ólík, þau bregðast við lyfjum á mismunandi hátt. Einnig kemur fram að lífsmynstur karla og kvenna er ólíkt og sjúkdómsmynstur einnig og sjúkdómar hafa ólík áhrif á kynin.I rannsókninni er hvatt til þess að þessi munur verði rannsakaður frek- ar auk þess sem vísindamenn eru hvattir til að hafa hann í huga þegar drög eru lögð að nýjum rannsóknum. Nefndin leggur til að rannsóknir verði skipulagðar þannig að hægt sé að sundurliða niðurstöður eftir kyn- ferði, kynferði þeirra sem taki þátt í rannsókninni komi fram og einnig komi fram hvar konur eru staddar í tíðahringnum. ■ Gamall nasisti: Nógu heilsu- góður fyrir réttarhöldin munchen ap Anton Malloth, 89 ára gamall maður, sem kærður hefur verið fyrir morð sem áttu sér stað meðan hann gegndi herþjónustu í út- rýmingarbúðum nasista í Theresi- enstadt rétt utan við Prag, er að dómi þýskra lækni nægilega heilsuhraust- ur til þess að koma fyrir rétt þrátt fyrir að hann sé bundinn hjólastól auk þess að vera blindur og þjást af krabbameini í vélinda. Vitni segjast m.a. hafa séð Malloth skjóta til bana Gyðing sem hafði hnuplað blómkáli í Theresi- Verð drykkja á veitingahúsum kannað: Allt að 120% verðmunur ANTON MALLOTH Kærður fyrir stríðsglæpi í Þýskalandi. enstadt árið 1943, en sjálfur neitar hann öllum sakargiftum. ■ neytenpur Samkeppnisstofnun komst að því að allt upp í 120% verðmunur getur verið á drykkjarföngum á veit- ingahúsum borgarinnar. í könnun stofnunarinnar, sem gerð var í byrj- un apríl, kemur jafnframt fram að meiri verðbreyting hefur að meðal- tali orðið á áfengi á veitingastöðum frá því í apríl 1999 heldur en nemur verðbreytingum ÁTVR á þessu sama tímabili. Verðhækkun veitingastaðanna á þessu tímabili var oft á bilinu 12- 16%, en frá ÁTVR nam hækkunin oftast 0-2%. Veitingahúsum ber skylda til þess að hafa verðskrá á áberandi stað, en aðeins 46% þeirra sinna þeirri skyldu VERÐ A VEITINGASIÖDUM HÆSTA VERÐ LÆCSTA VERÐ Gos 33d 300 100 Erl. flöskubjór 650 300 Tvöfaldur vodki í gosi 1.150 650 Bristol Cream sérrý 600 270 og einungis 32% tilgreina magn drykkjarfanga, eins og þeim er líka skylt að gera því annars getur verið erfitt að bera saman verð milli veit- ingahúsa. Samkeppnisstofnun kannaði verð á nokkrum tegundum af áfengi, gos- drykkjum og bjór í 141 veitingahúsi á höfuborgarsvæðinu. Svipaðar kann- anir hafa áður verið gerðar, síðast í apríl 1999. ■ Ég græt heilu næturnar Segir móðir sem á mikið veikan son. Annar sonur hennar tók sitt eigið líf og hún segist ekki geta umborið það ef veiki sonur hennar gerir það líka. Stundum hugsar hún samt hvað sé honum fyrir bestu. „Þetta er ekkert líf.“ ceðhiálp „Sonur minn hefur verið á geðdeild síðustu vikur og þar líður honum vel. Honum leið vel hjá Geð- hjálp en eftir breytingar á starfs- fólki fór þetta á verri veg,“ segir móðir manns sem var lengi hjá Geð- hjálp. Hún segist hafa kvartað und- an aðstæðum sonar síns og í fram- haldi af því hafi henni verið sýndur einstakur dónaskapur. Sonur hennar bað hana að koma ekki fram undir nafni. Þegar móðirin er beðin að lýsa að- stæðum sonar síns hjá Geðhjálp betur, segir hún: „Það var ekki fylgst með hvort hann tæki lyfin sín og ef hann er lyfjalaus verður allt vitlaust. Hann er feginn að vera kominn frá Geð- hjálp, hann svaf kannski allan dag- inn og reykti enda- laust og herbergið hans var eftir því. Hann skar sig ít- rekað á púls og er öróttur á báðum handleggjum. Það er óviðunandi að ein manneskja hafi helgarvakt á öllum þessum sambýl- um.“ Hvernig var líðan þín þegar ástandið var sem verst? „Ömurleg. Ég verð alltaf að halda áfram mínu lífi, hvernig sem á stendur. Ég græt heilu og hálfu næt- urnar og oft hefur hann hótað mér. Þessi veikindi hafa staðið í sautján ár og þau hafa mikil áhrif á alla að- standendur." Móðirin segir son sinn stundum sjálfan hafa farið frá Geðhjálp inn á geðdeild. „Einu sinni var mér sagt að hann væri á Landspítalanum en í —*— „Einu sinni var mér sagt að hann væri á Landspítalanum en í Ijós kom að hann var sofandi inni á herbergi. Hann hefur sagt mér að á sig hafi verið ráðist en ég veit ekki hvort það er rétt." —♦— ljós kom að hann var sofandi inni á herbergi. Hann hefur sagt mér að á sig hafi verið ráðist en ég veit ekki hvort það er rétt. Einu sinni mætti hann of seint í mat og var þá refsað með að fá ekki að borða í eina helgi. Ég sagðist koma með mat handa honum en var tilkynnt að ég yrði dregin út á rassgatinu ef ég léti sjá mig. Ég fór nú samt, en ekki ein, ég þorði það ekki.“ Móðirin segir að hún hafi misst mann sinn fyrir mörgum árum og annar sonur hennar hafi tekið líf sitt fyrir fjórum árum. Þessi dauðsföll hafi haft slæm áhrif á veika soninn: En þegar honum líður hvað verst, kemur þá fyrir að þú hugsir hvort hann sé betur kominn dáinn en lif- andi? BÁRUGATA 19 í þessu húsi var sonurinn. Nú er hann á geðdeild þar sem honum líður vel „Já, ég geri það. Ég get bara ekki hugsað mér að missa tvo syni fyrir eigin hendi. Auðvitað hef ég hugsað það. Þetta er ekkert líf en hann hef- ur það gott þar sem hann er núna.“ ■ Akærður fyrir spillingu í embætti Joseph Estrada, fyrrverandi forseti Filippseyja, var handtekinn í gær. manila. ap Joseph Estrada var hand- tekinn í gær og ákærður fyrir spill- ingu í embætti forseta. Forsetinn fyrrverandi, sem var hrakinn frá völdum í janúar, er grunaður um að hafa þegið mútugreiðslur að upphæð 82 milljónum dollara (rúmlega 7 milljörðum íslenskra króna). Stuðn- ingsmenn hans efndu til óeirða við heimili hans í Manila þegar handtak- an fór fram. Verði Estrada fundinn sekur um stuld á almannafé gæti það haft dauðarefsingu í för með sér. Ólíklegt er þó talið að til þess komi þar sem hann á enn stuðning stórs hluta þjóð- arinnar. Estrada ásakaði yfirvöld á Fil- ippseyjum um ofsóknir á hendur sér og fjölskyldu sinni. „Ég mun svara öllum ákærum á hendur mér. Ég trúi því að sannleikurinn muni koma fram að lokum og stjórnarskrá okkar hafa sigur," sagði Estrada. „Ég stend fastur á þeirri skoðum að völd núver- andi stjórnar samræmist ekki stjórn- forsetinn fyrrverandi arskránni," sagði hann einnig. ■ Segist ekki enn hafa sagt af sér BORGARASTRÍÐ Hermaður á Sri Lanka í gær Sri Lanka Vopnahléi lokið bec Land- og flugher Sri Lanka réðst á höfuðstöðvar skæruliða í gær, nokkrum klukkustundum eftir að fjögurra mánaða vopnahléi aðskiln- aðarsinna Tamíla lauk. Að sögn tals- manns hersins féllu 26 hermenn og 78 særðust. Ekki var vitað hversu margir uppreisnarmenn féllu. Borg- arastríð hefur geisað á Sri Lanka síðan 1983. Tamílar krefjast þess að norður-og austurhluti Sri Lanka verði sjálfstætt ríki undir stjórn þeirra. Chandrika Kumaratunga, forseti Sri Lanka, segir í viðtali í gær að ríkis- stjórnin sé tilbúin til friðarviðræðna sem Norðmenn hafa boðist til að hafa milligöngu um. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.