Fréttablaðið - 26.04.2001, Page 13
FIMMTUPAGUR 26. april 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
13
Þróun miðborgar
Mörg hús í niðurrif
skipulagsmál. Gert er ráð fyrir að
það þurfi að fjarlægja töluvert af
húsum í miðborginni í tengslum við
þróunaráætlun miðborgarinnar og
gerð nýs deiluskipulags á svæðinu. I
frumáætlun um niðurrif er áætlað
að fjarlægja þurfi húsnæði sem
nemur um þriðjungi af því sem fyr-
ir er. Það er því viðbúið að ásýnd
miðborgarinnar muni breytast mik-
ið á næstu árum ef þessar hugmynd-
ir ná fram að ganga um verndun og
uppbyggingu svæðisins. í þeim efn-
um er einnig gert ráð fyrir umtals-
verðri þéttingu byggðar með til-
heyrandi viðbótarhúsnæði, þ.e. sam-
bland af verslunar- og íbúðarhús-
næði.
Af einstökum svæðum er áætlað
að fjarlægja þurfi einna mest af hús-
um í Skuggahverfi en minnst í
Grjótaþorpi. Þau skipulagssvæði sem
þarna eiga í hlut er Barónsreitur,
Grófartorg, Bankastrætisreitur,
Laugavegur - Skólavörðustígur, aust-
ur- og miðsvæði Laugavegar og
Stjórnarráðsreiturinn. Þessu til við-
bótar má gera ráð fyrir að einhverjar
breytingar geti orðið á ásýnd Borgar-
túns og einnig á skipulagsreitnum
sem afmarkast af Einholti og Þver-
holti. ■
MIKLAR BREYHTINGAR
Rífa þarf mörg hús í tengslum þróunaráætlun miðborgarinnar.
INNLENT
Dagur umhverfisins er haldinn
hátíðlegur í þriðja sinn á íslandi
í dag. í tilefni þess veitti Siv Frið-
leifsdóttir umhverfisráðherra Selás-
skóla, Birni Jónssyni skógræktar-
frömuði og ISAL viðurkenningu um-
hverfisráðuneytisins í gærmorgun.
—♦—
Eldur kom upp í bátnum Goðatindi
SU 57 í skipasmíðastöðinni í
Njarðvík í gær. Starfsmenn voru að
rafsjóða í lest skipsins þegar neisti
komst í plastfæriband. Starfsmaður
hafði náð að slökkva eldinn þegar
slökkvilið kom á staðinn en mikill
reykur myndaðist. Einn var fluttur á
sjúkrahús með vott af reykeitrun.
Litlu mátti muna að illa færi þar
sem tjón hefði getað orðið mikið og
mikil hætta gat skapast af.
BORG I ÞRÓUN.
Skipulagsyfirvöld standa i stórræðum
vegna bréfaskipta við húseigendur.
Miðborg
Bréf til um
1 *200 íbúðar-
og húseigenda
skipulagsmál Borgaryfirvöld hafa
sent tæplega 1200 bréf til hagsmuna-
aðila í tengslum við gerð nýs
deiliskipulags fyrir miðborgina.
Þessi bréf voru send til þeirra sem
eru eigendur fasteigna og eignar-
hluta á svæðinu. í þessum bréfum
sem voru fyrst send út í mars í fyrra
var viðkomandi tilkynnt að vinna við
endurskipulagningu svæðisins væri
að hefjast hjá borginni. Nokkrum
mánuðum síðar, eða sl. sumar fengu
þeir hinir sömu annað bréf frá borg-
inni um hvaða framkomnar hug-
myndir lægju fyrir í þeim skipulags-
treitum sem væru í vinnslu frá Lækj-
argötu að Snorrabraut.
í flestum svarbréfum eigenda var
lögð áhersla á að þeir mundu gæta
réttar síns og hagsmuna í þessari
skipulagsvinnu borgarinnar. í þeim
efnum kenndi ýmissa grasa eins og
t.d. að minna á umferðarétt um lóð
nágrannans, útsýni til Esjunnar, rétt
til bílastæðis á gangstétt og annarra
hefðbundinna og áunna réttinda sem
fólk telur sig eiga. ■
Verkfall háskólakennara
DÚX í KANADA
Góður námsárangur í föðurlandinu nægir Vestur-íslendingnum ekki til að fá viðurkenningu á vinnumarkaði á gamla íslandi.
„Óþolandi að fá námið ekki metið“
Peter Peterson er 44 ára gamall Vestur-Islendingur sem fluttist hingað til lands fyrir tíu árum.
Hann er lærður þroskaþjálfi en hefur ekki fengið menntun sína metna hérlendis.
mannauður Peter er fæddur og upp-
alinn í Kanada en á ættir að rekja til
íslands og á ættingja hér á landi í
þriðja og fjórða lið. Hann segir að
fólk hafi fljótt sýnt sér áhuga þegar
í ljós kom að hann væri Vestur-ís-
lendingur. Þó hafi sumum þótt erfitt
að tala við hann á ensku en hann
kunni ekki íslensku þegar hann flut-
ti hingað.
Áður en Peter flutti hingað til
lands hafði Peter starfað sem þroska-
þjálfi eftir að hafa dúxað í námi við
virtan skóla í Kanada. Þegar Peter
kom hingað sótti hann um að fá nám
sitt metið og fá þannig leyfi til að
starfa hér á landi sem þroskaþjálfi.
Honum var neitað og var sagt að
hann yrði að fara aftur í skóla ætlaði
hann sér að starfa sem þroskaþjálfi.
Þetta var Peter ósáttur við enda bjó
hann að mikilli starfsreynslu og full-
gildri háskólamenntun í Kanada. Pet-
er segist aldrei hafa fengið fullnægj-
andi skýringar á því hvers vegna
nám hans var ekki metið og margir
aðrir séu í sömu sporum, nýbúar
jafnt sem íslendingar. „Það gengur
ekki að fólk sem hefur lagt á sig mik-
ið nám fái það ekki metið. Svo fær
maður ekki skýringar á því hvers
vegna námið fæst ekki metið, hvort
íslenskir skólar séu svona miklu
betri en erlendir eða matskerfið
svona slæmt.“
Eftir að hafa verið neitað um lög-
gildingu starfaði Peter í fjögur og
hálft ár sem meðferðarfulltrúi á mun
lægri launum en hann hefði haft sem
þroskaþjálfi. Á því tímabili hafi hann
stundum ráðlagt öðrum þroskaþjálf-
um en á endanum gefist upp og hald-
ið til annarra starfa þar sem mennt-
un hans nýtist hvorki honum né öðr-
um.
Þessa stundina tekur Peter þátt í
því ásamt nokkrum öðrum kanadísk-
um íslendingum að skipuleggja mót-
töku kanadísks drengs sem kemur
hingað. Drengurinn þjáist af hvít-
blæði og kemur hingað fyrir tilstuðl-
an kanadísku Make-a-Wish samtak-
anna sem leitast við að létta líf lang-
veikra barna með því að uppfylla
óskir þeirra. Á laugardag mun fjöldi
Kanadamanna og fjölskyldna þeirra
koma saman til kvöldverðar í Mið-
stöð nýbúa þar sem drengurinn verð-
ur heiðursgestur. ■
binni@frettabladid.is
Torveldar
rekstur spítal-
anna
hákóli Jón Magnússon, prófessor í
skurðlækningum, telur að verkfall
háskólakennara og frestun á útskrift
læknanema trufli skipulag á vinnu
þeirra á spítölunum. „Ef læknanemar
útskrifast ekki í vor mun það gera
allan rekstur á spítölunum í sumar
torveldari. Þá á ég við að stúdentar
eiga eftir að eyða tíma í prófin og
geta ekki unnið á meðan. Það truflar
starfsemina og í stað þess að við get-
um ráóið læknakandidata þá þurfum
við ef til vill að ráða læknastúdenta,"
segir Jón. ■
Robin Cook, utanríkisráðherra Breta
Svartfellingar fari sér hægt
popgorica (ap> Utanríkisráðherra
Breta, Robin Cook, hvatti leiðtoga
Svartf jallalands í gær til að sýna var-
kárni í sjálfstæðisáformum sínum og
semja við Serbíu. Cook, sem er í opin-
berri heimsókn í Svartfjallalandi, átti
fund með forseta Svartfjallalands,
Milo Djukanovic en hann fer fyrir
þeim öflum í Svartfjallalandi sem
vilja sjálfstæði ríkisins úr ríkjasam-
bandi Júgóslavíu. Djukanovic var
varfærnari í ummælum um framtíð
Svartfjallalands en áður og sagði að
tekið yrði tillit til þeirra ólíku hópa
sem byggja Svartfjallaland.
Sjálfstæðissinnar hlutu nauman
sigur í kosningunum í Svartfjalla-
landi á mánudag og sagði Djukanovic
í framhaldi að hann myndi efna til
þjóðaratkvæðis um sjálfstæði lands-
ins í sumar. Evrópusambandið hefur
sagt að það kjósi „einingu frekar en
sundrungu" á svæðinu. Cook sagði í
gær að loknum viðræðunum við
Djukanovic að Vesturveldin myndu
ekki skipti sér af lausn mála í sam-
skiptum Serbiu og Svartfjallalands.
„Það sem við förum fram á er að
stjórnarskrárbreytingar verði með
evrópskum hætti. Það þýðir að
stjórnarskrárbreytingar verða að
eiga sér stað eftir viðræður sem
byggjast á samkomulagi beggja að-
ila.“ ■
COOK OG DJUKANOVIC
Vesturveldin ætla sér ekki Ihlutun.
AP/ RISTO BOZOVIC