Fréttablaðið - 26.04.2001, Síða 17

Fréttablaðið - 26.04.2001, Síða 17
FIMMTUDAGUR 26. april 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 17 PFCMonrjMM HVERFISGOTU SIMI 551 9000 www.skifan.is kvikmymfir. * -iK Sagarrmr s-krrfuö af „ :W ■ 'þfc-im sem brjóta . J - “ regkimar. MEKof - Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 CROUCHING TIGER... Id. 5.30.8og 10J0 [NÝI STÍLLINN (m/isl. tali) [WHflT WOMEN WANT kl. 5.30 og 10.30 BOUNCE kl. 8 og 10.15 CHOCOLATE HANNIBAL kl. 10.10 KRINGLU Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 [THE WEDDING PL... kl. 3.45, 5.50,8 og ío.isl SUGAR AND SPICE kl. 4,6, 8 og IQ.Íoj [15 MINUTES ~ Id. 5.50 og 8j [JÐDJ 51 6B Aður óbirtar myndir af leikkon- unni Marilyn Monroe og fleiri þekktum Hollywood leikurum verða boðnar upp í Pól- landi. Myndirnar eru eign pólska rík- isins og skipta þær þúsundum. Meðal þekktra leikarar auk Monroe eru Elizabeth Taylor, Frank Sinatra o.fl. Myndirnar, sem teknar voru af Milton Greene sem m.a. tók myndir fyrir Vouge og Life- límaritið og lést árið 1985, komust í eigu pólska ríkisins árið 1995 en þær voru áður í einkaeign. Talsmaður pólska ríkisins sagðist bjartsýnn á að fá gott verð fyrir myndirnar þrátt fyrir léleg viðbrögð á fimm nektarmyndum af Monroe á uppboði í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Prakkararapparinn Eminem ætlar að sitja fyrir nakinn í júní-hefti breska kvennatímaritsins Cosmo- politan. Eminem, sem er þekktur fyrir kvenfyrirlitn- ingu og homma- fælni í textum, ætl- ar að birtast les- endum blaðsins í öngvri spjör nema hvað hann mun hylja stolt sitt með dínamíthylki. Eminem verður í góðum félags- skap því sextán breskar sápu- og popstjörnur munu skreyta síður blaðsins ásamt rapparanum í júní. Irska rokksveitin U2 hefur tekið að sér, að beiðni írskra yfirvalda, að sannfæra Bandaríkjamenn um að óhætt sé að sækja íra heim. Fréttir um gin- og klaufa- veikifaraldur hafa skekið heimsbyggð- ina og vilja írsk stjórnvöld fá Bono og félaga til liðs við sig í baráttunni um ferðamennina. „Við erum hissa á bóninni," sagði Bono, „en leiðréttum auðvitað með ánægju þann leiða misskilning að ír- land sé ekki öruggur áfangastaður." Hljómsveitin, sem er á tónleika- ferðalagi um Bandaríkin um þessar mundir, kom fyrstu skilaboðunum um öruggt írland til tónleikagesta í Los Angeles á mánudagskvöld. Leikarinn Robert Downey Jr. var handtekinn af lögreglu í Los Ang- eles sl. þriðjudagskvöld, grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna. Lögregia yfirheyrði Downey í nokkrar klukkustundir en sleppti honum að því búnu. Leikaran- um var gert að mæta fyrir rétti 4. maí. Downey hefur þegar afplánað ár í fangelsi vegna fíkniefnabrota. Þá var leikarinn handtekinn og ákærður í Palm Spring í nóvember, þegar lögregla fann kókaín og valíum á hótelherbergi hans, og á yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisvist. Umboðsmaður leik- arans, Alan Nierob, vildi lítið láta hafa eftir sér vegna málsins. í gær var Downey rekinn úr Ally McBeal- þáttunum, sem sýndir eru á Stöð 2. oldplay með þrjú ný lög - tónlcikaferðalag þeirra hafið s 'Wtf k Hljómsveitin Coldplay hóf tón- leikaferðalag sitt um Bret- land í fyrradag og var fyrsti viðkomustaðurinn Aberdeen í Skotlandi. Coldplay frumflutti þrjú glæný lög á tónleikunum og svo virðist sem söngvarinn, Chris Mart- in, hafi náð sér að fullu eftir háls- meinin sem hann hefur átt við að stríða. Hljómsveitin þurfti að fresta nokkrum tónleikum í kjölfar meiðsl- anna. Tónleikarnir í Aberdeen voru ákaflega vel heppnaðir og ætlaði allt um koll að keyra eftir órafmagnað- an flutning Martins á laginu Don't Panic, sem rokið hefur upp vinsæld- arlista hér á landi sem ytra. Hann kastaði kassagítar sínum út í salinn og litlu munaði að illa færi þegar æstir aðdáendur börðust um gítar- inn við dyraverði staðarins. Ferill Coldplay verður að teljast ævintýralegur því skóladrengirnir fjórir úr University College í London voru algjörlega óþekktir í byrjun árs 2000. En þá kom plata þeirra Parachutes út og nú er svo orðið að þeir eru með vinsælustu hljómsveitum heims. Svo virðist sem frægðin sé jafn- vel að stíga þeim til höfuðs en á tón- leikunum í Aberdeen sagði Martin við áhorfendur „Við komum aftur eftir 20 ár, þegar hvert einasta lag frá okkur hefur náð toppsætinu á smáskífulistanum“. Fyrirhugaðir eru tónleikar með Coldplay á Islandi þann 16. júní n.k. og megum við íslendingar búast við ansi mögnuðum tónleikum frá þess- ari tregafullu sveit. Og hver veit nema þeir taki jafnvel eins og tvö til þrjú ný lög fyrir okkur. Vinir Melanie Griffith telja að allt bendi til að hún eigi von á barni. Leikkonan hefur að undan- förnu ekki dregið dul á að hana langi að eiga fleiri börn með sínum heittel- skaða, Antonio Banderas. Einn vinur Melanie seg- ist hafa séð til hennar fyrir sköm- mu borða á við tvo. Talsmaður leikkonunnar tekur engu að síður fyrir að fjölgunar sé von í Griffith-Banderas fjölskyld- unni en vinirnir telja það eingöngu stafa af því að hjúin vilji geyma gleðifregnina um hríð. Fyrir eiga þau eina dóttur auk þess sem Mel- anie á son og dóttur úr fyrri hjóna- böndum. Alec Baldwin þykir standa sig allvel í hlutverki hins einstæða föður. Á dögunum sást til leikarans, sem áður var giftur Kim Basinger, í Central Park leiðbeina dóttur sinni og fleiri börnum sem voru að renna sér á hjólabretti. Liam Gallagher úr Oasis hefur beðið kærustu sína, Nicole App- leton, um að syngja bakraddir í nýjasta lagi hljóm- sveitarinnar, Song- bird. Lagið verður að öllum líkindum fyrsta smáskífa Oasis á nýrri plötu þeirra, sem jafn- framt er sú fimmta í röðinni. Ástæða stúlkuna um að syngja er sú að hann er víst ást- fanginn uppfyrir haus og samdi lagið um hana sjálfa. Að sögn kunn- ugra er Noel víst ekki of ánægður með nýjasta uppátæki litla bróðurs. Hann hafi ekkert á móti mágkonu sínni en þetta sé farið að minna of mikið á sambandið hjá John heitn- um Lennon og Yoko Ono. Sumir vilja meina að Yoko hafi eyðilagt Bítlana á sínum tíma þegar hún og Lennon fóru að semja tónlist sam- an. Jafnvel Noel sé áhyggjufullur yfir að Nicole eigi eftir að eyði- leggja samstarf þeirra bræðra. Þjónn Díönu prinsessu ákærður fyrir þjófnað Harold Brown, 48 ára gamall þjónn sem lengi var í þjónustu Díönu prinsessu, var á þriðjudaginn ákærður fyrir þjófnað úr einni af íbúðum prinsessunnar. Þjófnaðurinn er talinn hafa verið framinn á tíma- bilinu janúar 1987 fram í nóvember árið 2000. Lögregla komst á snoðir um þjófnaðinn þegar munir í eigu Díönu voru boðnir listaverkasölum í London til kaups á síðasta ári. Lögreglan vill ekki gefa upp hvaðan mununum var stolið en með- al þess sem er saknað eru skartgrip- ir og arabískt módel-skip að verð- mæti ein milljón punda. PRINSESSAN ATTI EKKI ALLTAF SJÖ DAGANA SÆLA. Þjónninn sem Díana leit á sem klettinn I lífi slnu er nú grunaður um aðild að stór- felldum þjófnaði frá kóngafjölskyldunni. Á síðastliðnum sex mánuðum hafa fjórir menn að Brown meðtöld- um verið handteknir í tengslum við þjófnaðinn. Einn þeirra var Paul Burrell sem Díana kallaði „klettinn sinn“ vegna tryggðar hans og þag- mælsku. Burell, sem einnig var í forsvari fyrir stofnun minningar- sjóðs um prinsessuna, kveðst sak- laus. Harold Brown er fyrstur fjór- menningana til að verða ákærður, hinum þremur var sleppt gegn tryggingu en eru enn undir eftirliti lögreglu. Þjófnaðir úr konunglegum vist- arverum eru ekki nýir af nálinni, árið 1994 var fyrrverandi starfs- maður í Buckhingham-höll ákærður fyrir stuld á málverki, silfurmunum og 19. aldar skál sem tilheyrði Elísa- betu drottningu II. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.