Fréttablaðið - 26.04.2001, Síða 22
22
FRÉTTABLAÐIÐ
26. april 2001 FIIVtlVtTUDAGUR
HRAÐSOÐIÐ
HAUKUR ÞÓR HAUKSSON
formaður Samtaka verslunarinnar
Haukur Þór Hauksson er 44 ára formaður Sam-
taka verslunarinnar og framkvæmdastjóri Borg-
arljósa. Samtök verslunarinnar eru á móti frum-
varpi á Alþingi þar sem gert er ráð fyrir að létt-
vín og bjór verði selt í matvöruverslunum.
Hvers vegna eruð þið á móti sölu
áfengis í matvöruverslunum?
„í prinsippinu erum við sammála að
áfengi eigi að fara út á markaðinn og
það eigi að versla með það eins og
aðrar vörur. Frumvarpið gerir ráð fyr-
ir að áfengi verði bara selt í matvöru-
verslunum. Við óttumst fáokunina í
matvörunni. Það er því hvorki til
hagsbóta fyrir neytendur né birgja að
áfengi verði bara seit í matvöruversl-
unum. Það er málið. Þess vegna erum
við hrifnari af að það verði sér vín-
verslanir, til dæmis með því að versl-
anir ÁTVR verði seldar, hver og ein,
og þá geta menn keypt eina búð og ef-
laust hefur hún þá sína viðskiptavild
og annað slíkt. Sumir geta þá verið
með ódýran markað á meðan aðrir
gætu verið með smökkun og lagt
meira í sína verslun. Við erum hrifn-
ari af þeirri hugmynd, en það verða að
vera strangar reglur."
HVORT eru þaó í raun ykkar hags-
munir eða neytenda sen -áða þeirri afstöðu
ykkar?
„Þeir fara oftast samar. Það eru fáir
með tök á markaðnum og það hefur
áhrif á alla í keðjunni; f ramleiðendur,
birgja og neytendur. Þaó eru allir í
sömu stöðunni. Heildsalar og birgjar
veröa að standa og sitja eins og smá-
salar segja. Að lokum er neytandinn
látinn borga. Hagsmunir birgja og
neytenda fara því oftast saman. Það
er allra hagur að það ríki hörð sam-
keppni."
HVAÐA
áhrif hefur fáokun í smásölu
haft á aðrar vörur en áfengi og getur þú
nefnt einhver dæmi þar um?
„Við skulum bíða, það fer að koma
skýrsla um ástandið á.matvörumark-
aðnum, en Davíð Oddsson bað um hana
fyrir um einu ári síðan. Við þurfum
samt ekki annað en sjá ástandið á
grænmetismarkaði og eins getum við
séð það í ársreikningum Baugs. Það er
ljóst að þeir eru að taka meira til sín,
neytendur borga meira og birgjar fá
minna. Það er eitt merkilegt, að í síð-
ustu viku kom könnun á malvöruverði,
þar sem borið var saman verð hér á
landi og í nágrannnalönd jnum. Þar kom
fram að landbúnaðarvörur og grænmeti
er rándýrt hér á landi í samanburði við
verð annars staðar. En verð á þurrvöru,
pakkavöru, dósavöru og þannig vöru er
sambærilegt hér og erlendis. Þetta eru
þessar dæmigerðu vörur sem heildsal-
ar eru að flytja inn.“
HVERJU mundi aukið aðgengi að
áfengi breyta, auka drykkju, eða bæta
drykkjusiði?
„Það fer eftir hvernig þetta þróast.
Við lítum á áfengi eins og aðra vöru
sem þarf að koma til neytenda, þá eru
óneitanlega önnur sjónarmið sem eru
fullgild, eykst drykkja, eykst drykkja
unglinga og svo framvegis. Ég get
ekki séð að allur munurinn sé hvort
það er ríkisstarfsmaður sem réttir
flöskuna yfir borðið eða starfsmaður
einkafyrirtækis.“
HVER
er helsti ókosturínn við núver-
andi fyrirkomulag?
„Það er ekki hlutverk ríkisvaldsins
að stunda verslunarrekstur og ég
held að það sé almenn skoðun - sama
hvaða stjórnmálaskoðanir menn að-
hyllast. Einokun eins og ÁTVR á ekki
rétt á sér.“
Styttist í stjórnarkjör hjá Geðhjálp
Spennan stigmagnast
CEÐmÁLP Spennan vegna væntanlegs
stjórnarkjörs í Geðhjálp stigmagn-
ast. Ekki er vitað betur en Kristófer
Þorleifsson geðlæknir verði í fram-
boð til formanns, og hefur hann
reyndar staðfest framboð sitt.
Meiri óvissa er um hvað Sigur-
steinn Másson gerir. Hann hefur
sagt að hann vilji helst draga fram-
boð sitt til baka, en hefur opnað á
þann möguleika að vera í framboð
til formanns, að því undangengnu
að lögum Geðhjálpar verði breytt á
þá lund að starfsmönnum verði ekki
heimilt að sitja í stjórn.
Nokkrir þeirra sem Fréttablaðið
hefur rætt við telja að finna megi
skýringar á, hvernig komið er innan
félagsins, með því að tveir starfs-
menn stuðningsþjónustunnar sátu
einnig í stjórn Geðhjálpar. Hvernig
sem baráttan um formannssætið
endar verður Sigursteinn Másson
áfram í stjórn, en á aðalfundi fyrir
einu ári var hann kjörinn til tveggja
ára og hefur gegnt starfi varafor-
manns í eitt ár. ■
SIGURSTEINN MÁSSON
Hann setur skilyrði fyrir sínu framboði
FRÍTTIRAF fólki I
Byrjað er að velta upp hugmynd-
um um hvernig skipa á vali á
framboðslista Reykjavíkurlistans.
Heyrst hafa nokkr-
ar hugmyndir og
munu menn vera að
reyna að finna þá
réttu. Mestu ræður
hvort vinstri-græn-
ir verða með eða
ekki. Því ráða helst
Ögmundur Jónas-
son og Árni Þór Sig-
urðsson, en þeir eru ekki á einu máli
um hvað ber að gera. ögmundur hef-
ur ekki farið dult með hversu lítt
hann er hrifinn af Reykjavíkurlist-
anum á meðan Árni Þór er þar í inns-
ta hring. Afstaða þessara lykil-
manna er því ólík, fyrsti þingmaður
flokksins i Reykjavík hefur tjáð sig
frjálslega um sína neikvæðu afstöðu
til listans á meðan Árni Þór er allt
annarrar skoðunar.
Hvernig prófkjör verður viðhaft
er óvíst. Samfylkingarfólk hef-
ur skotið upp þeirri hugmynd að af
sjö sætum sem
barist verði um fái
þeirra flokkur fjóra
borgarfulltrúa,
Framsóknarflokkur
tvo og vinstri-
grænir einn. Aðrir
flokkar eru ekki
spenntir fyrir
þessu og vinstri-
grænir alls ekki. Þar á bæ hafa menn
nefnt sterka stöðu flokksins í skoð-
anakönnunum og hafa meðal annars
nefnt hugmyndir eins og þá að allir
flokkanna þriggja fái tvö sæti hver
og sá flokkur sem nýtur mestrar
hylli í prófkjörinu fái sjöunda sætið,
en að sjálfsögðu er gert ráð fyrir að
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði
áfram í áttunda sæti - baráttusæt-
inu. Innan Samfylkingarinnar eru
raddir sem segja að taka verði mátu-
lega mikið mark á fylgi vinstri-
grænna, þar sem það er aðallega í
skoðanakönnunum.
Til að renna stoðum undir þessar
hugleiðingar er ágætt að rifja
upp það sem Guðmundur Oddsson,
stórkrati í Kópa-
vogi, sagði hér í
Fréttablaðinu, en
hann sagði vinstri-
græna ekki vera til
nema í skoðana-
könnunum. Það er
því víst að talsverð
spenna mun verða
þegar ákveðið verð-
ur hvernig raðað verður á Reykja-
víkurlistann. Eitt sem hefur verið
rætt um er að hafa galopið prófkjör
í Reykjavík, en ekki er líklegt að all-
ir séu spenntir fyrir þeirri hugmynd
og nokkuð víst að samstaða þar um
verður ekki.
Verkfall sjómanna stendur enn og
ekkert bendir til að það sé að
leysast. Meðal þess sem hefur verið
rætt sem ástæða þess hversu illa
gengur að ná fram lausn er að samn-
inganefndirnar geti ekki rætt saman
svo vit sé í. Þá hafa þeir sem standa
í baráttunni bent á að búið sé að
skipta um nánast alla forystumenn í
viðræðunum. Sævar Gunnarsson,
stefAn
BJARKASON
[þróttafulltrúi I
Reykjanesbæ sætti
gagnrýni fyrir að
mæta á opnun
hnefaleikasalar
Átök um box í Reykjanesbæ
Mun bærinn
styrkja boxara?
hnefaleikar „Ég var gagnrýnd-
ur af bæjarfulltrúum minni-
hlutans fyrir að hafa mætt á
opnun aðstöðu Hnefaleikafé-
lags Reykjaness,“ sagði Stefán
Bjarkason, íþrótta- og tóm-
stundafulltrúi Reykjanesbæj-
ar, en mikil átök eru í bænum,
og ekki síst innan bæjarstjórn-
ar, vegna félagsins. Það eru
fleiri en Stefán sem hafa verið
gagnrýndir fyrir að mæta, en
þingmennirnir Hjálmar Árna-
son og Árni Johnsen mættu
einnig og hafa þeir sætt sömu
gagnrýni og Stefán. Sagt er að
á fjórða hundrað manns hafi
mætt við opnunina.
Þeir sem standa að Hnefa-
leikafélaginu óskuðu þess að
bæjarsjóður styrkti félagið.
Þeirri ósk hefur ekki verið
hafnað, en sennilega verður
ekkert af styrkveitingu meðan
íþróttin er ólögleg. Stefán seg-
ir að vissulega séu hnefaleikar
drjúgur þáttur í forvörnum -
þar sem þeir sem eru í félag-
inu gangast undir að misbeiti
þeir bardagakunnáttu sinni
verði þeim vikið úr félaginu,
rétt eins og gert er í öðrum
bardagaíþróttum.
En hvað var það sem olli
þessum misskilningi og hvað
var sagt við opnunina?
„Ég tilkynnti þar að það
yrði tekið fyrir á fundi hvort
styrkja ætti félagið - en
þá var staðan sú að
hugsanlega
væri búið að
1 ö g 1 e i ð
hnefaleika
í fyrstu
1 e i t u ð u
þeir til
m í n
v e g n a
húsnæð-
ismála og
við vild-
um at-
h u g a
hvort eitt-
hvað væri
hægt að
gera fyrir
þá. Við eig-
um eftir að
ræða við for-
s varsmenn
félagsins um
hvernig þeir
geta starfrækt
félagið meðan
íþróttin er ekki
lögleg." ■
formaður Sjó-
mannasambands-
ins, er til þess að
gera nýr í foryst-
unni, Grétar Mar
Jónsson, forseti
Farmanna- og fiski-
mannasambands-
ins, er nýr í emb-
ætti og sama er að segja um Friðrik
J. Arngrímsson framkvæmdastjóra
LÍÚ. Þegar þetta var rætt á blaða-
mannafundi sjómanna í síðustu viku,
brostu menn og bentu á Helga Lax-
dal formann Vélstjórafélag Islands
og göntuðust með hvort það væri þá
hann sem bæri alla ábyrgðina, hann
er jú sá eini sem eftir er af forystu-
mönnum síðustu ára.
að hafa verið miklar bollalegg-
ingar um hvers vegna ísólfur
Gylfi Pálmason alþingismaður þáði
ekki formennsku í
fjárlaganefnd Al-
þingis. Fréttablaðið
telur sig vita hvers
vegna þingmaður-
inn tók þessa af-
stöðu. Hann mun
vera sáttur með
þau nefndarstörf
sem hann gegnir
og var víst ekki fús til að hætta
þeim störfum eða breyta miklu.
Eins mun hafa skipt hann miklu
máli hversu vel honum líkar að búa
á Hvolsvelli og hann var engann
veginn þess þenkjandi að flytja al-
farið til Reykjavíkur.
að eru fleiri að undirbúa framboð
í Reykjavík en Reykjavíkurlist-
inn. Sjálfstæðismenn eru byrjaðir að
gera sig klára og
eru komnir mis-
langt. Nokkur ný
nöfn hafa heyrst og
veit Fréttablaðið
um tvo nýliða sem
sagðir eru vera að
meta stöðuna, en
það eru þeir Gísli
Marteinn Baldurs-
son Kastljósstjórnandi og Birgir Ár-
mannsson lögfræðingur. Þó litlar
fréttir séu af framboðsmálum Sjálf-
stæðismanna í Reykjavík er ekki þar
með sagt að þar ríki ró og friður.
Frekari frétta er að vænta og meðal
annars um hverjir munu berjast um
fyrsta sæti listans. Þar eru nefndir
til borgarfulltrúarnir Inga Jóna
Þórðardóttir og Júlíus Vífill Ingvars-
son. Svo er að sjálfsögðu beðið eftir
ákvörðun Björns Bjarnasonar. Mikil
spenningur var vegna prófkjörs
sjálfstæðismanna fyrir fjórum árum
og þá komu margir nýir menn inn.
Einn þeirra var Júlíus Vífill sem
undirbýr atlögu að fyrsta sætinu.
Af hverju felur hún sig v
ekki undir rúmi eins
og aðrir hundar?!