Fréttablaðið - 30.04.2001, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 30.04.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTABLAÐIÐ KIÖRKASSINN SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR Tveir af hverjum þrem- ur netverjum vilja þyn- gri refsingar við fíkni- efnabrotum. Á að þyngja refsingar við fíkniefnabrotum? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is Spurning dagsins í dag: Er góðæri undanfarinna ára Davíð Oddsyni að þakka? Farðu inn é vísi.is og segðu I þfna skoðun I flísy* HERMAÐUR SYRGÐUR Ættingjar Robert Petrovski í kirkju í gær Hermenn létu lífið í Makedóníu Arásin fordæmd skopie. Brussel (AP> Atlantshafsbanda- lagið (NATO) og Evrópusambandið (ESB) gagnrýndu í gær harðlega árás skæruliða á öryggissveitir makedóníska hersins. Átta hermenn féllu í árásinni við landamæri Kosovo á laugardag. Átökin voru þau fyrstu í nokkrar vikur á landamær- unum. Makedóníuher sendi liðstyrk að landamærunum í gær. Skærulið- arnir krefjast þess að ríkisstjórn Makedóníu gefi Albönum búsettum í Makedóníu meiri réttindi. Því hafa stjórnvöld hafnað og enn sem komið er njóta skæruliðar lítils stuðnings meðal albanska þjóðarbrotsins. En óttast er að átök haldi áfram og muni jafnvel breiðast frekar út. ■ —♦— Bjartsýni í háskóladeilu Góður gangur Samninganefndir háskólakennara og ríkisins unnu sitt í hvoru lagi mestan part gærdagsins. Mörg atriði voru uppi á borðum nefndarmanna og unnu þeir að því að koma vel und- irbúnir til fundar. Ríkissáttasemjari kallaði nefndarmenn á fund f gær- kvöld en ekkert hefur komið fram um hvort samningsaðilar nái saman. Samkvæmt Geir Gunnarssyni vararíkissáttasemjara er þó líklegra aö nefndirnar nái saman nú eftir mikla undirbúningsvinnu alla helg- ina. Menn voru því bjartsýnir á að deilan ieystist. ■ 2 30. april 2001 IVIÁNUPAGUR Verðmæti fyrir milljarða er hent í hafið á ári: Ekki hægt að kenna kvótanum um KÖNNUN A BROTTKASTI Nefnd undir forystu Gunnars I. Birgissonar alþingisimanns lét Gallup gera könnun á brott- kasti þar sem fram kemur að um 15.000 tonnum af þorski og 5.000 tonnum af ýsu sé hent hér við land árlega. og vitum hversu alvarlegt þetta er.“ Auk skoðanakönnunarinnar birti Kemur til greina að sjómenn geti ráðherra niðurstöðu brottkastnefnd- landað meðaflanum? ar. Þar kemur meðal annars fram að „Það kemur allt til greina sem á árinu 1997 er talið að sjómenn á minnkar brottkast svo fremur að við dragnótabátum hafi hent í sjóinn sex náum öðrum markmiðum fiskveiði- af hverjum tíu botnfiskum sem þeir stjórnunarinnar. Ég útiloka því ekki drógu. neftt- sme@frettabladis.is FUNDUR REYKVÍSKRA SJÓMANNA „ískalt mat mitt er að það sé beðið eftir lögum og sú staðreynd að það er ekkert að gerast eflir mig í þeirri trú," segir formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur. Sjávarútvegsráðherra segir deilendur verða að ljúka sjómannaverkfallinu: Ráðherra segist ekki undirbúa lög brottkast „Ef takmarkanir eru á veiði er freisting til að velja úr það sem er verðmætast. Það kemur kvótakerf- inu í sjálfu sér ekkert við. Kerfi sem takmarkar veiðar getur haft þessi áhrif. Nánast allir þeir sjávarútvegs- ráöherrar, sem ég tala við, tala um brottkast sem vandamál - þó svo fisk- veiðistjórnarkerfin séu mismun- andi,“ sagði Árni Mathisen sjávarút- vegsráðherra þegar hann var inntur eftir hvort hið mikla brottkast sem er á íslandsmiðum megi ekki skýra með kvótakerfinu. SJómannaverkfall „Það er engin leið að ég afsali mér rétti um lagasetningu, hvorki í þessu máli né öðru. Aðalatrið- ið er að við viijum ekki losa samnings- aðilana undan þeirri ábyrgð að ná samningum og niðurstöðu. Það er þeirra verkefni en ekki okkar,“ sagði Árni Mathiesen sjávarútvegsráð- herra. í gær voru deilendur boðaðir í Karphúsið þar sem þeir sátu í tvo tíma án þess að ræðast við. Annar fundur verður í dag. Lítið virðist þokast í samningaviðræðum sjómanna og út- vegsmanna og í ljósi þess var ráðherr- Samkvæmt skoðanakönnun sem Gallup vann fyrir sjávarútvegsráðu- neytið er fiski hent í hafið í stórum stíl og er verðmæti þess afla um fimm milljarðar á ári. Nánast allir sjómenn kannast við brottkast á fiski. Um 90 prósent sjómannanna sögðust hafa stundað brottkast vegna verðmætis, þröngrar kvótastöðu eða hversu hátt verð væri á leigukvóta. „Það skiptir ekki máli hvort þetta er meira eða minna en ég átti von. Það sem skiptir máli er að við getum sagt að við höfum náð utan um þetta ann spurður hvort ríkisstjórnin væri byrjuð að undirbúa lagasetningu. „Nei, það höfum við ekki gert. Samningsaðilarnir hafa nægan tíma til að semja. Það eru engin lög í undir- búningi." Fjölmennur fundur reykvískra sjómanna var á laugardag. Þar kom fram að flestir fundarmenn óttast að lagasetning sé' yfirvofandi. Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafé- lags Reykjavíkur, segir að útvegs- menn fáist ekki til að ræða eitt einasta atriði. „Ef þeir ætluðu aó semja við okkur væru þeir að takast á við okkur um einstök atriði, svo er ekki,“ sagði Jónas. „Staðreyndin er sú að forystumenn sjómanna virðast óttast að þeir nái minna fram með samningum en þeir gætu hugsanlega fengið með laga- setningu. Ef það væri ekki myndu þeir gefa eitthvað eftir af sínum ströngustu kröfum. Það eru allir hætt- ir að hlusta á að við séum að bíða eft- ir lögum. Við þurfum að semja við okkur ágætu starfsmenn," sagði Frið- rik J. Arngrímsson framkvæmda- stjóri LÍÚ. sme@frettabladis.is VALDAMENN TAKAST í HENDUR Meðan Kínverjar og Bandaríkjamenn deila takast valdsmenn í Moskvu og Peking í hendur og bæta samskiptí sín. Samskipti Rússlands og Kína styrkjast: Tang Jiaxuan hittir Pútín moskva. ap. Forseti Rússlands, Vla- dimir Pútín, bauð í gærmorgun utan- ríkisráðherra Kína, Tang Jiaxuan, velkominn til Rússlands, en fundur þeirra var liður í að styrkja böndin á milli Moskvu og Peking. Tang var í Moskvu vegna utanríkisráðherra- fundar Rússlands, Kína og þriggja annarra Asíuríkja. Tang skilaði Pútín kveðjum frá Ji- ang Zemin, forseta Kína, og staðfesti boð Pútíns til Sjanghæ í júní næst- komandi þar sem hann mun ræða við forsetann. Talið er víst að leiðtogarn- ir muni meðal annars ræða hvernig ríkin geti haldið áfram að byggja upp mótvægi við vald Bandaríkjanna á heimsvísu. Pútín sagði við tilefnið að við- skipti milli ríkjanna hefðu aukist um 40% á síðasta ári og numið um þrem- ur milljörðum dollara. Samskipti ríkjanna væri með besta móti um þessar mundir og að „engin vanda- mál“ væru í sjónmáli. ■ TYRKLAND Bulent Ecevit, forsætisráðherra Tyrklands, sagði í gær að Tyrkir myndu finna fyrir slæmu efnahagsá- standi áfram en að landið myndi ná sér eftir kreppuna innan tíðar. Þetta kom fram á þingi flokks forsætis- ráðherra, Lýðræðisbandalagsins, nokkrum dögum eftir að Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn tilkynnti að samkomulag um tíu milljarða doll- ara lán til Tyrklands væri nánast í höfn. Sú yfirlýsing hafði jákvæð áhrif á fjármálamarkaði í Tyrklandi sem hafa verið í mikilli lægð síðan í febrúar. Islensk Auðlind L æ k j a r t o r g i Hafnarstræti 20. 2h 101 Reykjavík www.audlind.is íslensk Auðlind óskar landsmönnum og starfsmönnum Fréttablaðsins til hamingju með útgáfuna. Megi framtíð beggja vera björt. Fylgist með auglýsingum, frá okkur, hér á mánudögum. Fyrirtækjasala I Fasteignasala I Leigumiðlun I Lögfræðiþjónusta Þýskir stjórnmálamenn fagna tillögum Schröders Vill ríkisstjórn Evrópu Btriín (ap) Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, hefur tekið hugmyndina um ríkisstjórn Evrópu upp á arma sína sögðu talsmenn flokks Jafnaðar- manna, flokks Schröder í gær. Talsmaður flokksins sagði í sam- tali við vikuritið Der Spiegel að í drög- unum sé lagt til að framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins (ESB) verði breytt í ríkisstjórn og að Evr- ópuþinginu verði gefið vald yfir sam- eiginlegum fjárlögum ríkjanna 15 sem nú eru í ESB. Nær helmingur fjárlaganna fer nú í styrki til landbún- aðarins. Einnig er lagt til að sett verði á fót önnur deild Evrópuþingsins þar sem ráðherrar aðildarríkja myndu sitja. Schröder leggur hins vegar til að á sumum sviðum verði ákvörðunar- vald fært frá Brussel ríkja eða héraða í Evrópu. Stefnumótun í Evrópumálum í Þýskalandi hefur hingað til að mestu verið í höndum Joschka Fischer, utan- ríkisráðherra, sem einnig er hlynntur því að ríkisstjórn Evrópu verði sett á laggirnar. Þýskir stjórnmálamenn fögnuðu tiliögum Schröders í gær. Á Ítalíu hefur einnig verið víðtækur stuðningur fyrir sterkara ESB en nú er en Frakkar og sérstaklega Bretar vilja fara hægar í sakirnar. Þeir kjósa heldur bandalag sjálfstæðra ríkja en evrópskt „ofurríki". ■ EKKI ERU ALLIR JAFN HRIFNIR AF ESB Sænskir sósíalistar mótmæltu í gær hinu „kapitaliska ESB" og Hvöttu til „þjóðlegrar samstöðu" i Lundi i gær

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.