Fréttablaðið - 30.04.2001, Qupperneq 8
FRÉTTABLAÐIÐ
30. april 2001 MÁNUPAGUR
FRÉTTABLAÐIÐ
Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson
Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavlk
Aðalsími: 515 75 00
Sfmbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjórn@frettabladid.is
Sfmbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf.
Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf.
Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf.
Dreifing: Póstflutningar ehf.
Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is
Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf-
uðborgatsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn
greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og (gagnabönkum
án endurgjalds.
BREF TIL
UMHVERFIRÁÐHERRA
TÓMAS
GUNNARSSON
Telur almenníng
greiða tap á
orkusölu til
stóriðju
Tap á orkusölu
Tómas Gunnarsson lögfræðingur skrifar:
„Viröulegi ráðherra
Um þriggja áratuga skeiö hefur
raforkusala opinberra aðila, einkum
Landsvirkjunar, til stóriðjuvera,
einkum álvera, verið allgildur þáttur
í atvinnulífi landsmanna. Hefur
hundruðum milljarða að núvirði ver-
ið varið tii þessa reksturs og ætíð
hefur Alþingi sett sérstök lög sem
heimilað hafa fram-
kvæmdir.
Alt frá því um
1990 hef ég alloft
sem áhugamaður
um náttúruvernd og
stjórnarhætti leitað
eftir upplýsingum
hjá opinberum aðil-
um um rekstrarleg-
ar forsendur orku-
sölunnar, það er
kostnaðarverð og
söluverð orkunnar,
sem um ræðir.
Einnig leitað eftir opinberum gögn-
um um lögmæti orkusölunnar og
þeirra aðgerða sem stóriðjunni fylg-
ja, svo sem lögmæti gagnvart alþjóð-
legum skuldbindingum sem íslend-
ingar hafa tekist á hendur til að tak-
marka mengun andrúmslofts og sjáv-
ar. Jafnframt gögnum um lögmæti
þess að ívilna einstökum aðilum, í
þessum tilvikum erlendum, gagnvart
íslenskum lögum um skatta, tolla og
mengunarmál og í reynd setja aðra
rekstraraðila hér á landi skör lægra
en þessa erlendu stóriðjurekendur.
Þá hefur borið við að í löggjöf um
stóriðjumál hafa verið sett sérá-
kvæði um erlenda gerðardóma til
þess að skera úr ágreiningi. Jafnrétt-
isákvæði stjórnarskrár ættu hér að
vera í brennipunkti. Hefði ég fengið
efnisleg svör um framanritað væri
þetta bréf óþarft,
Eru hér því áréttaðar óskir um
framangreind opinber gögn.
Ég vil ekki leyna þig, virðulegi
ráðherra, því sem ég tel mig hafa
sagt áður, að ástæða þessara óska
minna eru þær, að mér virðist á gögn-
um manna sem um þetta hafa fjallað
opinberlega, að tap hafi verið á orku-
sölunni, sem almennir orkukaupend-
ur hafa þurft að greiða, og mér sem
lögfræðingi virðist að orkusalan feli í
sér stórfelld lögbrot. Er því fróðlegt
að fá gögn um annað, ef þau eru
til.“B
Ekki hegningarlög
LEiÐRÉrriNG Rangt var í myndatexta á
forsíðu í blaðinu á föstudag að verið
væri að breyta hegningarlögum svo
að dómsmálaráðherra gæti ákveðið
endurupptöku sakamála. Um er að
ræða breytingu á lögum um meðferð
opinberra mála, þ.e. lögunum sem
lúta að málsmeðferð í réttarkerfinu
en ekki refsilöggjöfinni. ■
Islandsflug á Gjögur
leiðwétting f frétt sem birtist í Frétta-
blaðinu sl. þriðjudag var sagt frá
stærstu flugvél sem lent hafði á
Gjögri. Þar kom fram að Flugfélag
íslands hefði tekið við af Leiguflugi
ísleifs Ottesen en átti að vera ís-
landsflug. Beðist er velvirðingar á
mistökunum. ■
8
Málfar forsœtisráðherra er til fyrirmyndar
Tíu ára valdaferill Davíðs Odds-
sonar sem forsætisráðherra er
sannarlega verðugt rannsóknar- og
umhugsunarefni. Enginn efast um
að agavald hans og vígfimi hafa ver-
ið burðarásarnir í sterkri stöðu
Sjálfstæðisflokksins á miðju ís-
lenskra stjórnmála. Ekki verður um
þá hlið fjallað hér en vert er að
vekja athygli á því, sem margir
virða við ráðherrann, að hann talar
að öllum jafnaði skýra og góða ís-
lensku. Auðvitað
ætti það ekki að
vera tiltökumál, en
leggið það á ykkur
að hlusta á þing-
menn upp og ofan
og bera málfar
þeirra saman við
tungutak forsætis-
—*—
„Skrattinn er
óskemmtilegt
veggskraut"-
Húsavík
23. mars sl.
ráðherra. Margir þeirra eru svo óör-
uggir að þeir hafa hver upp eftir
öðrum fastar klisjur úr þingsölum,
og enduróma sérfræðimál úr skýrsl-
um og embættismannatextum.
Forsætisráðherra kemst ekki hjá
því að lesa upp texta um ýmis sér-
fræðileg mál sem að mestu leyti eru
samdir af öðrum. En það er greini-
legt að hann setur sitt mark á þá og
gerir sér far um að málið sé eins
þjált og kostur er þótt efnið sé tyrf-
ið. Hann er snjall tækifærisræðu-
maður en pólitísk innlegg hans eru
hvorki uppskrúfuð né ofhlaðin
hnyttiyrðum sem eiga að vera eftir-
minnileg. Ýmis tilsvör festast þó í
minni: „Svona gera menn ekki“,
þ.e.a.s. að skattleggja blaðbera.
Hann segir einfaldlega það sem hon-
um býr í brjósti á ljósan og vafn-
Mál.manm
EINAR KARL HARALDSSON
■ gluRgar I ræður Davfðs Oddssonar
ingalausan hátt, laust við klisjur og
orðaleppa. Það er einungis þegar
ráðherrann snöggreiðist sem hann á
til að missa út úr sér ógætileg orð,
sem hann bakkar ekki með. Að við-
urkenna mistök er ekki til í póli-
tískri lífsbók Davíðs. Hann hefur
hlíft okkur við lausavísum, en birt
nokkra einfalda sálma í staðinn. Og
óbilandi bjartsýni hans fer í taug-
arnar á andstæðingum. Áttunda
febrúar sl. segir hann að okkar hlut-
verk sé að búa þannig í haginn fyrir
nýja aldamótakynslóð að hún geti
síðar litið hróðug til baka og sagt:
„Þeim gömlu þótti tuttugasta öldin
harla góð, en sú tuttugasta og fyrsta
stakk þá tuttugustu hreinlega af.“ ■
‘ ' - M
Salome Þorkelsdóttir um Davíð Oddsson
Afskaplega
samningslipur
viphorf Salóme Þorkelsdóttir hafði
verið þingmaður Sjálfstæðisflokksins
um skeið þegar Davíð Oddsson var
fyrst kjörinn á þing. Hún var forseti
Alþingis fyrsta kjörtímabilið sem
þingið starfaði í einni deild.
Salóme segist
ekki minnast þess að
miklar breytingar
hafi orðið á starfi
þingflokks Sjálf-
stæðisflokksins við
það að Davíð tók
sæti á þingi sem for-
maður flokksins og
forsætisráðherra.
„Það var nýtt að fá
inn nýjan formann
flokksins inn í þing-
ið. Hann hafði sína
reynslu úr borgar-
stjórninni en ég
__^____ minnist þess ekki að
hafa orðið vör við
miklar breytingar. Það hafa verið
mikil viðbrigði fyrir hann að koma inn
í þingið sem forsætisráðherra og for-
ystumaður í ríkisstjórn eftir að hafa
aldrei setið á þingi áður.“
Aðspurð hvort henni hafi þótt
UMMÆLI SAM-
STARFSMANNS
Sterkur leiðtogi
og góður stjórn-
andi sem áttaði
sig fljótt á munin-
um á Alþingi og
borgarstjórn.
verða mikil breyting á starfsháttum
Davíðs frá því hann settist fyrst á
þing til dagsins í dag segir Salóme að
sér hafi þótt verða svolítil breyting á
störfum Davíðs fyrsta kjörtímabilinu.
„Það eru náttúrulega aðrir stjórnar-
hættir á þingi en í borgarstjórn. Hann
lagaði sig mjög fljótt og vel að stjórn-
arfarinu í þinginu og var fljótur að
átta sig á því hver munurinn var á Al-
þingi og í borgarstjórn."
„Hann er mjög sterkur ieiðtogi,"
segir Salóme um formann sinn og
fyrrum samstarfsmann. „Það er eng-
inn hávaði í honum, það er svo langt í
frá. Þegar ég hugsa til baka finnst
mér þetta hafa gengið mjög rólega og
vel fyrir sig. Hann er góður stjórn-
andi en gerir það ekki með neinni
hörku eða hávaða." Hún segir það sína
reynslu að Davíð hafi farist vel úr
hendi að ná samkomulagi við stjórnar-
andstöðu þegar upp hafi komið erfið
tímabil á álagstímum í þinginu. „Þá
þarf oft að semja við stjórnarandstöð-
una um hvernig eigi að komast áfram
með málin. Mér fannst honum farnast
það mjög vel. Mér fannst hann afskap-
lega samningslipur og það kannski
kemur mörgum á óvart.“ ■
Steingrímur Hermannsson um Davíð Oddsson
Er mjög einráður
í Sjálfstæðisfokknum
vidhorf Steingrímur Hermannsson,
naut álíka stöðu á níunda áratugnum
og Davíð Oddsson hefur notið und-
anfarinn áratug. Hann var forsætis-
ráðherra um sjö ára skeið, fyrst þeg-
ar hann leiddi stjórn Framsóknar-
flokks og Sjálf-
stæðisflokks og síð-
ar þegar hann leid-
di vinstristjórn
með Alþýðubanda-
lagi, Alþýðuflokki
og seinna Borgara-
flokki.
„Ég held að Dav-
íð hafi vaxið mjög í
starfi,“ segir Stein-
grímur. „Eins og ég
sagði f ævisögu
minni þótti mér
hann vera dálítið
óöruggur fyrst þeg-
ar hann kom á þing.
Hann hafði þá ekki
—»— þann bakhjarl í
þingflokki Sjálfstæðis-
flokksins sem hann hefur núna. Það
hefur gjörbreyst og hann er mjög
einráður þar.“
Steingrímur segir að þrátt fyrir
UMMÆLI
FYRRUM FOR-
SÆTISRÁÐ-
HERRA
(fyrstu hafði Dav-
fð ekki þann bak-
hjarl í þingflokki
Sjálfstæðislfokks-
ins sem hann
hefur nú.
að báðir hafi þeir setið lengi á stóli
forsætisráðherra sé sennilega
erfitt að bera hann og Davíð saman.
„Við erum mjög ólíkir menn. Ég
taldi ákaflega mikilvægt að vinna
með mörgum og hlusta á marga.
Heyra skoðanir sem flestra. Ég veit
ekki hvort Davíð stundar það svo
mikið.“
Þetta nána samband við almenn-
ing segir Steingrímur að sé eitt af
því sem hann telji stjórnmálamann
þurfa á að halda til að verða farsæll
forsætisráðherra. Steingrímur segir
að í svo litlu landi sem íslandi þar
sem stéttaskipting sé lítil og menn
góðir vinir og kollegar sé mikilvægt
að menn séu í góðu sambandi við
fólk. í slíku þjóðfélagi „þarf að mínu
mati forsætisráðherra að vera mjög
alþýðlegur“, segir Steingrímur. „Það
tel ég vera mikinn kost. Hann þarf
vitanlega sjálfur að dæma það sem
honum er sagt og það sem hann
heyrir.
Sem betur fer getur forsætisráð-
herra hér verið óvarinn af f jölda líf-
varða og blandast fólkinu. Þannig vil
ég sjá þetta vera áfram í okkar þjóð-
félagi.“ ■
IorðréttI
Auðlindagjöld til lækkunar tekjuskatta
„Meginreglan á alltaf að vera að
gjald verði greitt fyrir nýtingu allra
auðlinda sem eru sameign þjóðarinn-
ar, í sjónum, í orkuframleiðslu, og fyr-
ir fjarskiptarásir. Ný skýrsla OECD
tekur í einu og öllu undir röksemdir
Samfylkingarinnar fyrir upptöku auð-
lindagjalds
Okkar skattastefna á að byggja á
því að nota svigrúmið sem auðlinda-
gjöld gefur til að bæta velferðarkerf-
ið, til dæmis kosta félagslegar fjár-
festingar í menntun. En til lengri tíma
litið eigum við ekki að hika við að stef-
na að því að nota auðlindagjöld til að
draga úr tekjusköttum einstaklinga.
Það kemur meðal annars barnafólki
og millitekjuhópum til góða, einmitt
þeim hópum sem alltaf verða útundan
þegar skattkerfinu er breytt.
Við eigum sérstaklega að vinna að
því að bæta skattaumhverfið hjá litl-
um og meðalstórum fyrirtækum. Það
gæti auðveldað mjúka lendingu úr
því háskaflugi sem ríkisstjórnin hef-
ur stefnt atvinnulífinu í.
íslendingar liggja eftir f þeim
geira atvinnulífsins sem kenndur er
við nýja hagkerfið. Okkur vantar
hugvit í framleiðsluna sem birtist í
því að framleiðni hjá okkur er lítil og
fer minnkandi og í núverandi stöðu
hagsveiflunnar kreppir að litlu þekk-
ingarfyrirtækjunum. Við eigum því
að leggja til tafarlausar skattalækk-
anir handa litlum og meðalstórum
fyrirtækjum í þekkingariðnaði, og
tvinna þannig saman skattkerfi og
menntakerfi samfélagsins til að gefa
hugvitsiðnaði framtíðarinnar byr
undir vængi.“
Össur Skarphéðinsson
í ræðu á flokksstjórnarfundi
Samfylkingarinnar 28. apríl 2001