Fréttablaðið - 30.04.2001, Side 11

Fréttablaðið - 30.04.2001, Side 11
MÁNUDAGUR 30. apríl 2001 FRÉTTABLAÐIÐ n Búist við því að þing ávíti Wahid í dag Fjöldasamkoma stuðn- ingsmanna í Djakarta diakarta. ap 30.000 stuðningsmenn Abdurrahman Wahid, forseta Indónesíu, komu saman til bæna- stundar í Djakarta, höfuðborg Indónesíu, í gær. Samkoman fór að mestu leyti friðsamlega fram. Búist er við því að þing Indónesíu sam- þykki vítur á forsetann í dag, fyrir meintan fjárdrátt og misferli. Vít- urnar munu opna leið að því að Wa- hid verði sviptur embætti sínu. Að sögn lögreglu særðust a.m.k. sjö manns þegar tvær sprengjur sprungu með skömmu millibili rétt fyrir utan svæðið þar sem stuðn- ingsmennirnir komu saman. Skipu- leggjendur samkomunnar höfðu bú- ist við allt að 150.000 manns, og voru 10.000 lögreglumenn í viðbragðs- stöðu, ef atburðurinn skyldi fara úr böndunum. Fyrr um daginn hvatti Wahid stuðningsmenn sína til að grípa ekki til ofbeldis. í tilfinningaþrunginni ræðu vitnaði hann í Kóraninn og sakaði andstæðinga sína um að reyna að koma honum frá völdum með ólöglegum hætti. Wahid hefur hafnað því að nokkuð sé hæft í ákærum á hendur honum. ■ FJÖLDAMÓTMÆLI Meðlimur í Banser, herdeild Nahdlatul Umlama, stærsta flokki músiima í Indósesíu og flokki Wahid róar annan stuðningsmann flokksins. INNLENT Nemendafélag Verslunarskólans gaf Nemendafélagi Menntaskól- ans í Hamrahlíð 10 krónur fyrir hvern þeirar 282 hringja sem Birgir ísleifur Gunnarsson, formaður MH- inga hljóp í kringum skólahúsið í síðustu viku. í fréttatilkynningu frá Nemendafélagi Verslunarskólans segir að um 3 milljóna hagnaður hafi verið af rekstri félagsins og hafi Verslingar því ákveðið að koma til móts við MH-inga, sem hafi tapað á rekstri síns félags. Hálfdan Auðunsson, bóndi á Ytra- Seljalandi, Vestur-Eyjafjalla- hreppi, er 90 ára í dag. í tilefni af- mælisins tekur hann á móti gestum í félagsheimilinu Heimalandi í sinni sveit milli kl. 19-23. SAMKEPPNISSTAÐA SPARISJÓÐA Stærri sparisjóðir eru líklegri til að rjúfa samstarf sparisjóða ef það styrkir stöðu þeirra. Límið í samstarfi sparisjóðanna veikist verði frumvarpið að lögum. stærstur og þar hef- ur Guðmundur Hauksson alla þræði í hendi sér. SPRON er stærsti eigandinn í Kaup- þingi og Sparisjóð- ur Keflavíkur hefur haldið öllum sínum hlut í því félagi þeg- ar aðrir hafa selt. SPRON og Spari- sjóður Keflavíkur spila því saman í þessu tafli og hefur Sparisjóður Kópa- vogs fylgt þeim eft- ir. Stjórnendur Sparisjóðs vélstjóra og Hafnarfjarðar hafa ekki lýst yfir áhuga á að breyta rekstrarforminu. „Ég sé ekki þörf á að sparisjóðirnir breyti sér í hlutafélög," segir Þór Gunnarsson, sparisjóðsstjóri í Hafn- arfirði. Sömu sögu er að segja frá Norðfirði en Sveinn Árnason, spari- sjóðsstjóri þar, segir ekkert uppi á borðinu sem gerir ráð fyrir að breyta rekstri sjóðsins í hlutafélag. Sparisjóður Keflavíkur og Reykjavíkur hafa verið nokkuð sam- PÓR GUNNARSSON Sér ekki þörfina fyrir að spari- sjóðimir breyti rekstri sínum í hlutafélög. Sala SPH í Kaup- þingi hefur styrkt eigín fjár stöðu sjóðsins. Ljusi u! ao spansjoossijorar nara mikil áhrif á stefnu síns sparisjóðs. Áherslur sparisjóðanna endurspegl- ast mikið í gegnum þær persónur sem stjórna þeim. Kaupþingsarmur: Þeir aðilar sem eru hliðhollir breyting- um Guðmundur Hauksson, Sp. Reykjavíkur Geirmundur Kristinsson, Sp. Keflavíkur Halldór J. Árnason, Sp. Kópavogs Gísli Kjartansson, Sp. Mýrarsýslu Eiríkur Finnsson, Sp. Vestfjarðar Sparisjóðsmennirnir: Þeir sem eru vantrúaðir á breytingar Þór Gunnarsson, Sp. Hafnarfjarðar Haligrímur Jónsson, Sp. vélstjóra Sveinn Árnason, Sp. Norðfjarðar Sparisjóður Reykjavíkur og Keflavíkur skipta með sér formennsku í tveimur stærstu dótturfélögum sparisjóðanna, sem máli skipta eftir breytíngu á rekstrarformi sparisjóðanna; Kaup- þingi og Sparisjóðabankanum. Geirmundur Kristinsson er formaður bankastjórnar Sparisjóðabankans og situr í stjórn Kaupþings. Guðmundur Hauksson er formaður stjórnar Kaup- þings og situr í stjórn Sparisjóðabank- stíga undanfarið og hafa bæði Geir- mundur Kristins- son og Guðmundur Hauksson lýst því yfir að þeir íhugi breytingar á rek- stri sparisjóðsins að fengnu sam- þykki stofnfjáreig- enda. Eiríkur Finns- son, hjá Sparisjóði Önundarf jarðar, segir það sína bjargföstu skoðun að sparisjóðirnir mun ganga hluta- fjárleið í framtíðinni hver á fætur öði'um. „Gamla stofnfjárformið er barn síns tíma og er að líða undir lok.“ Það er því ekki bundið við höf- uðborgarsvæðið annars vegar og landsbyggðina hins vegar hvora leiðina skuli fara. Frekar virðist þetta skýrast af mönnum, samstarfi þeirra og afstöðu til breytinganna. Einstaka sparisjóðsstjórar og spari- sjóðir geta haft mikið að segja hvernig samstarfið fer. bjorgvin@frettabladid.is GEIRMUNDUR KRISTINSSON Tók við for- mennsku í banka- ráði Sparisjóða- bankans í stað Hallgríms Jóns- sonar í Sparisjóða vélstjóra og situr í stjórn Kaupþings. Mýs verða ekki háðar kókaíni Vísindamenn minnkuðu áhrif efnisins á mýsnar. fíkniefni Vísindamönnum hefur nú tekist að koma í veg fyrir kókaín- vímu hjá músum. Gefa.niðurstöðurn- ar von um að hægt verði að útbúa lyf sem virkar eins á menn. „Niðurstöðurnar eni mikilvægar vegna þess að engin góð meðferðar- úrræði eru til fyrir kókaínsjúklinga," sagði Dr. George Uhl, yfirmaður rannsókarinnai'. Vísindamönnunum tókst að hafa áhrif á efnaskipti serótóníns og dópamíns í heila nagdýranna og minnkuðu þannig áhrif fíkniefnisins. Mýsnar urðu ekki háðar kókaíninu og sóttu ekki sérstaklega í þann hluta búrs slns sem geymdi efnið. ■ DAGUR I VINNUNNl Mýsnar hjálpa til við rannsókn á áhrifum fíkniefna. Fyrirfór sér eftir dóm Dæmdur fyrir útbreiðslu HIV dóivisiviál Danskur listmálari, John Lindsay Little, sem sl. föstudag var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að hafa vísvitandi smitað bólfélaga sína með HlV-veirunni, fyrirfór sér að- faranótt laugardags að sögn danska dagblaðsins Berlingske Tidende. Little fyrirfór sér í fangelsi í Svíþjóð en þar féll dómurinn í málinu. Hann er fæddur í Englandi en uppalinn í Danmörku, þar sem unnusta hans og sonur búa. Little var sakfelldur fyrir að hafa stundað óábyrgt kynlíf með fjölda sænskra kvenna, þrátt fyrir að hann hafi í mörg ár vitað að hann var smitaður af IlIV-veirunni. Tvær kvennanna smituðust af manninum. Margoft hefur verið lögð fram kæra á hendur Little í Danmörku en dönsk löggjöf nær ekki yfir athæfi hans en sænsk gerir það hins vegar. ■ Veiðifélag Elliðavatns Stangaveiði á vatnasvæði Elliðavatns hefst 1 maí. Veiðileyfi eru seld á Vatnsenda og Elliðavatni. Á sömu stöðum geta félagar úr Sjálfsbjörgu, unglingar (innan 16 ára aldurs) og ellilífeyrisþegar úr Reykjavík og Kópavogi, fengið afhent veiðileyfi án greiðslu. Veíðifélag Elliðavatns BQRGARSKIPULAG REYKJAVIKUR BORGARTÚN 3-105 REYKJAVÍK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um afgreiðslu borgarráðs á auglýstri deili- skipulagstillögu fyrir lóðir við Skógarhlíð og Eskihlíð 24 - 28. ( samræmi við 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst afgreiðsla borgarráðs Reykjavíkur á tillögu að deiliskipulagí lóða við Skógarhlíð og Eskihlíö 24 - 28. Þann 13. febrúar sl. samþykkti borgarráð Reykjavíkur að auglýsa deiliskipulag fyrir lóðir við Skógarhlíð og lóðirnar nr. 24-28 við Eskihlíð. Deiliskipulagstillagan var augiýst til kynningar frá 16. febrúar til 16. mars með athugasemdafresti til 30. mars 2001. Sex athugasemdabréf bárust við tillöguna innan tilskilins frests. Tillagan var samþykkt í borgarráði Reykjavíkur þann 10. apríl sl. með óverulegum breytingum. Umsögn um athugasemdirnar hefur verið send þeim er athugasemdir gerðu og þeim tilkynnt um afgreiðslu borgarráðs. Skipulagsstofnun var sent deiliskipulagið til skoðunar og gerði stofnunin ekki athugasemd við að auglýsing um gildistöku þess yrði birt í B-deild Stjórnartíðinda. Nánari upplýsingar eða gögn um framangreinda deiliskipulagsáætlun og afgreiðslu hennar er hægt að nálgast á skrifstofu Borgarskipulags Reykjavíkur að Borgartúni 3, Reykjavík. Borgarskipulag Reykjavíkur.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.